12.2.2007 | 11:56
Jamm og já
Ég neita því ekki að það voru vondar fréttir að sjá 3,9% fylgi framsóknar í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Og ég ætla ekki að gera lítið úr því að staðan er ekki góð og nenni ekki að eyða tíma í að tala um aðferðarfræði könnunarinnar og svo framvegis. En í sporum Jóns Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins, hefði ég beðið eftir annarri könnun, sem sýndi svipaða niðurstöðu, áður en ég skrifaði leiðara um útrýmingarhættu framsóknar. Verst að þetta er líklega síðasta skoðanakönnunin sem birtist í febrúarmánuði eða þangað til þjóðarpúls Gallup kemur um næstu mánaðamót. Þannig að það versta við hana er að hefur möguleika á að móta umræðuna býsna lengi, þótt hún víki mjög frá öðrum nýlegum könnunum..
Ég minni á að um 12.000 manns eru skráðir félagar í Framsóknarflokknum og að við síðustu sveitarstjórnarkosningar var 216.191 kjósandi á kjörskrá. Það þýðir að um 5,5% kjósenda eru flokksbundnir framsóknarmenn og ég ætla að leyfa mér að trúa því að hið mögulega gólf liggi við þá tölu, jafnvel þótt flokksskráin sé hugsanlega ofmetin um 10-20%. Og í raun er erfitt að sjá fyrir sér að fylgið verði mikið undir því sem svarar til tveggja atkvæða á hvern skráðan flokksmann, eða 10-11%. Kemur í ljós.
En svo fagna ég því að ungir framsóknarmenn í Skagafirði hafa ályktað um það að framsókn eigi að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu eftir kosningar hvernig sem fer. Ég þekki einn framsóknarmann sem er í raun áhugasamur um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég ætla að leyfa honum að njóta nafnleyndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
R-lista stjórn í vor!
Steindór (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:28
Það væri hið besta mál en ef framsókn verður ekki nema í +/- 12% hef ég enga trú á að hún fari í ríkisstjórn. Það væru skýr skilaboð um stjórnarandstöðu.
Pétur Gunnarsson, 12.2.2007 kl. 13:46
Næsta ríkisstjórn:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir samgönguráðherra
Þuríður Backman landbúnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson sjávarútvegsráðherra
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Kristján L. Möller fjármálaráðherra
Ögmundur Jónasson menntamálaráðherra
Mörður Árnason iðnaðarráðherra
Atli Gíslason dómsmálaráðherra
Katrín Júlíusdóttir forseti Alþingis
Ágúst Ólafur Ágústsson formaður þingflokks Sf
Katrín Jakobsdóttir formaður þingflokks Vg
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:30
Þetta gengur ekki alveg, hvað ætlarðu að gera við Björgvin, Guðbjart Hannesson og Gunnar Svavarsson? Þeir eru oddvitar og yrðu ráðherrar á undan jóhönnu, þórunni og merði, held ég örugglega, ok kannski yrði jóhönnu troðið á undan guðbjarti eða gunnari. ég hef hins vegar húmor fyrir þessu með mörð og ég held líka að jón bjarnason megi alls ekki gleymast þarna, þur´ðiður er í 2. sæti á eftir SJS og kæmi ekki til greina og tæplega heldur álfheiður, er ekki katrín oddviti lista og varaformaður flokksins.
Pétur Gunnarsson, 13.2.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.