hux

Hroki dagsins

Í þriðja skipti á skömmum tíma talar Mogginn í ritstjórnargreinum niður til Margrétar Sverrisdóttur með því að kalla hana unga konu. Það er í Reykjavíkurbréfinu í dag, þar sem það er rætt um hvað það sé ósanngjarnt að beina til hennar stórum og erfiðum spurningum.

Þetta er aðallega drepfyndið en undir liggur hrokinn. Margrét er 48 ára, og það er sama hvaða mælikvarði er á það tekinn, hún er hvergi unga konan, nema þegar hún er í heimsókn á elliheimilinu Grund eða þegar hún er að tala við ritstjóra Moggans.

Nú ætla ég alls ekki að gerast einhver talsmaður Margrétar en langar að koma á framfæri nokkrum ábendingum fyrir ritstjóra Moggans gamla.  Margrét er:

1. Jafnaldri Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sem hefur setið á þingi í 16 ár. Hvað er langt síðan hann var kallaður ungi maðurinn í Mogganum?
2. Var 21 árs þegar Birkir Jón Jónsson fæddist og 19 ára þegar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar fæddist, og gæti því hæglega verið mamma þeirra beggja.
3. Ári yngri en Ásta Möller og Jónína Ben.
4. Þremur árum yngri en Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
5. Fjórum árum yngri en Ingibjörg Sólrún.
6. Fjórum árum eldri en Siv Friðleifsdóttir.
7. Sjö árum eldri en Þórunn Sveinbjarnardóttir.
8. Sjö árum eldri en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
9. Tíu árum yngri en Davíð Oddsson, og þess vegna er Margrét núna jafngömul og Davíð Oddsson var þegar hann hafði verið forsætisráðherra í sex ár og liðin voru 15 ár frá því að hann tók við embætti borgarstjóra.
10. Þremur árum yngri en Steingrímur J. Sigfússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Aldrei fyrr hef ég séð Mogga kveðinn svona rækilega í kútinn!!

Eiður Svanberg Guðnason, 11.2.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband