hux

Fréttablaðið kannar skoðanir

Fréttablaðið hefur gert skoðanakönnun í dag, spurt um fylgi við flokkana, traust á stjórnmálamönnum og fleira.

Hingað til hefur Fréttablaðið gert kannanir með um 800 manna úrtaki og þannig hafa þær að öllu leyti sambærileg við þær kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarin ár, DV þar á undan árum saman og Blaðið gerði í fyrsta skipti í síðustu viku. Einhverjir voru að gagnrýna það að niðurstöður könnunar Blaðsins hefðu aðeins birtst á svörum um 350 manna en það er bara ekkert nýtt við það, það er algengur fjöldi þeirra sem hafa gefið sig upp í þessum könnunum blaðanna allra undanfarin ár og áratugi. Þetta hefur oft og iðulega verið gagnrýnt en aldrei hefur gagnrýnin þó verið jafnhávær og eftir að könnun Blaðsins sýndi að fleiri gáfu sig upp sem stuðningsmenn VG en Samfylkingarinnar.

Þess vegna verður fróðlegt að sjá hvort Fréttablaðið heldur ekki bara sínu striki með stærð úrtaksins eða hvort það bregst við þeirri hörðu gagnrýni sem fram kom á aðferðafræðina í liðinni viku með einhverjum hætti, eins og þeim að stækka úrtalið.

Það er svo athyglisvert við þessa könnun að hún er gerð sama daginn og kosningabaráttan hefst eiginlega formlega með birtingu auglýsingar frá Samfylkingunni í Blaðinu í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekki trausvekjandi könnun. Ekki raunhæfur möguleiki að t.d. framsókna fái tvo þingmenn? Virðist vera "stórfjölskyldukönnun" á stjórnarheimili Samfylkingunnar.

Leiðinleg kosningabarátta ef hún verður skoðanakannanir á víxl. Það góða við svoleiðis baráttu er að enginn tekur mark á þeim. Var Ingibjörg enn einu sinn að skjóta sig í fæturna?

"

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.2.2007 kl. 08:27

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Athyglisverðar spurningar, ég er alveg sammála þér um að þessar kannanir eru ekki merkilegar en þær hafa ótvírætt áróðursgildi og þarna eru rúmlega 45% úrtaksins að neita að svara spurningunni.

Pétur Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

trú ekki öðru en að framsókn fái mun meira fylgi, held að 14% sé nær lagi

Bjarnveig Ingvadóttir, 11.2.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sammála Bjarnveig, 12-15%

Pétur Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 12:38

5 identicon

tek ekki mark á skoðunnarkönnunum, hver veit hvort fólk svari yfirleitt sannleikanum samkvæmt eða ekki

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Mikið til í því og svo er líka spurningin um hver kannar. Það er haft eftir Stalín sáluga að það skipti ekki máli hver kýs heldur hver telur atkvæðin.

Pétur Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband