7.2.2007 | 23:46
Framtíðarlandið fellir framboð, 96 nei, 92 já
96 sögðu nei en 92 já þegar tillaga stjórnar Framtíðarlandsins um framboð til alþingis var borin undir fund á Hótel Loftleiðum í kvöld. Segir Vísir, fyrstur með fréttirnar, amk þessa. Þar með eru þær hugmyndir úr sögunni en það verður athyglisvert að fylgjast með hvort Reynir Harðarson, María Ellingsen, Ósk Vilhjálmsdóttir, Jakob F. Magnússon og fleiri úr Framtíðarlandshópnum halda áfram að huga að framboðsmálum og brosa út til hægri. Kannski líka Andri Snær.
Mér finnst lítið til fundarsóknarinnar í kvöld koma og þess að einungis 188 manns hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu þar, í þessum fjölmennu grasrótarsamtökum. Miðað við þá athygli sem framboðsáformin hafa fengið virðist hópurinn þröngur. Það þarf öflugri maskínu en 92 einstaklinga til að ná árangri í framboði til þingkosninga á landsvísu. En e.t.v. aukast nú líkur á samstarfi þessara aðila við Ómar Ragnarsson og Margréti Sverrisdóttur um einhvers konar hægri-grænt framboð. Úr því gæti orðið nýtt afl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2007 kl. 01:04 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.