9.2.2007 | 11:37
Þjóðlegur fróðleikur: JBH gagnrýnir samherja fyrir áróður
Eru menn ekki í skapi fyrir þjóðlegan fróðleik í dag? Til dæmis upprifjun á málum sem sem helst settu svip á umræður í þjóðfélaginu í aðdraganda alþingiskosninganna 1991. Þar kemur m.a. við sögu gagnrýni Jóns Baldvins á samherja sína í ríkisstjórn og auglýsingabæklingar sem dreift var inn á hvert heimili í landinu.
Alþýðubandalagsmenn sátu þá í ríkisstjórn með Alþýðuflokkinum og Framsókn í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, þeirri sem kom hér á þjóðarsáttinni sem gaf okkur blessaðan stöðugleikann, Ólafur Ragnar var fjármálaráðherra, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráðherra, Jón Baldvin kom við í utanríkisráðuneytinu milli tíðra flugferða til og frá landinu.
Pálmi Jónasson, fréttamaður á RÚV, hefur skrifað bók um Ólaf Ragnar, forseta vorn, sem er skemmtilegt að blaða í. Þar kemur fram að í aðdraganda alþingiskosninganna vorið 1991 var mikið rætt í þjóðfélaginu um áróðursbæklinga sem ráðherrar Alþýðubandalagsins gáfu út á kostnað almennings og miðluðu til almennings. Jón Baldvin Hannibalsson hjólaði í félaga sína í ríkisstjórn fyrir þetta háttarlag og stjórnarandstæðingarnir í Sjálfstæðislfokknum drógu ekki af sér. Ólafur Ragnar, Svavar og Steingrímur J. sögðu gagnrýnina fjarstæðu, þeir væru eingöngu að koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri við almenning.
Mest var deilt um bækling sem Ólafur Ragnar fjármálaráðherra lét litprenta í 82.000 eintökum og dreifa inn á hvert heimili í landinu. Þar var fjallað um stöðu ríkisfjármála. Eins og fram kom hér nýlega eyddi Ólafur Ragnar 75,1 milljón í auglýsingar og kynningu á verkum sínum síðustu sextán mánuðina fyrir kosningarnar 1991. Einnig var Svavar Gestsson gagnrýndur fyrir bækling um námslán og umfangsmiklar blaðaauglýsingar um nýtt grunnskólafrumvarp. Ekki slapp Steingrímur J. við gagnrýni heldur. Það var ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem var hávær í gagnrýni sinni á þetta og fjölmiðlar eins og DV heldur ofbauð Jóni Baldvin þetta gjörsamlega og tók málið upp við forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson. Kannski var það íframhaldi af þessu sem hann fór að tala við Davíð Oddsson um myndun Viðeyjarviðreisnarinnar, sem fram kom fyrir skömmu, að hafði í raun verið myndið fyrir kosningar, ef ég man rétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"What goes around - comes around" heitir þetta á góðri íslensku! Siv er núna í vandræðagangi að verja bæklinginn sinn sem hún lét prenta á kostnað framkvæmdasjóðs aldraðra. Ágætis framkvæmd eflaust á sama tíma og aldraðir, sumir hverjir, búa við lakari kjör en fangarnir í landinu.
Siv, sem mér hefur alltaf fundist hin duglegasta og geðþekkasta kona, gerir þau mistök að biðjast ekki afsökunar á þessari slöku dómgreind. Henni verður ekkert fyrirgefið fyrr en það gerist.
Haukur Nikulásson, 9.2.2007 kl. 13:38
Þetta er fróðleg upprifjun Pétur. En ég verð að fá að gera athugasemd við eftirfarandi orð þín: "ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, þeirri sem kom hér á þjóðarsáttinni sem gaf okkur blessaðan stöðugleikann..." Sannleikurinn er sá að stjórn Steingríms (sem sat á árunum 1988-1991) var njótandi en ekki gerandi þjóðarsáttarinnar 1990. Það var allt lagt upp í hendurnar á henni af aðilum vinnumarkaðarins eins og ég rek nákvæmlega í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004). Auk skriflegra gagna byggir bókin á samtölum við stjórnmálamenn, embættismenn og forystumenn í röðum vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar.
Guðmundur Magnússon, 9.2.2007 kl. 14:37
Jú, víst voru Jakinn, bjargvætturinn frá Flateyri og Ásmundur þarna efst á blaði en ertu viss um að Steingrímur Hermannsson fái að njóta sannmælis þegar það er staðhæft að ríkisstjórnin hafi ekki verið gerandi?
Pétur Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 14:44
Mig minnir reyndar að Steingrímur staðfesti forystuhlutverk ASÍ og VSÍ í þjóðarsáttinni í endurminningum sínum. Auðvitað var ríkisstjórnin mikilvægur þátttakandi í atburðarásinni þegar öllu hafði verið komið í kring, en þessir merkilegu samningar eru einkum að þakka Ásmundi Stefánssyni þáverandi forseta og framkvæmdastjóra ASÍ, Einar Oddi Kristjánssyni þáverandi formanni VSÍ og Þórarni V. Þórarinssyni þáverandi framkvæmdastjóra VSÍ. Afstaða Jakans skipti miklu máli, en hann var ekki gerandi frekar en Steingrímur Hermannsson og félagar í ríkisstjórninni.
Ég verð bara að koma eintaki af bókinni til þín svo þú sjáir hvernig ég rökstyð þetta.
Guðmundur Magnússon, 9.2.2007 kl. 15:09
Þórarinn fimmti, hvernig gat ég gleymt honum. Já, víst væri gaman að lesa sér til um þetta.
Pétur Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.