7.2.2007 | 11:50
Reykfyllt
Feministar, sem mér sýnist að séu allir (málfræðilega rétt) í Samfylkingunni, hafa nú opnað nýtt blogg hér á spjallþræði Moggans, truno.blog.is. Ætli það hafi verið gerð bylting í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar? Þarna er fullyrt að Ingibjörg Sólrún og Hillary Clinton muni breyta heiminum, líka hin franska Royal. Þarna skrifa Oddný Sturludóttir, Helga Vala, Steinunn Valdís og fleiri. Þær segja að bloggið sé andsvar við reykfylltum bakherbergjum karla. Af því tilefni vil ég taka fram að ég reyki aðallega úti á svölum, það er hvergi friður til þess annarsstaðar, ég held að meira að segja bakherbergin séu orðin reyklaus.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skrifa líka huxa með x-i
vinur minn sem er dáinn gerði það alltaf.. ég huxa til hans þegar ég sé þetta...
finnst það gott :)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:29
Þú ert of háðskur þegar kemur að konum og pólitík. Það er morgunljóst að vegur þeirra í pólitík er torsóttari en karla. Fjölmiðlun og hausinn á okkur flestum sér til þess. Ég gagnrýndi ISG oft þegar hún var Borgarstjóri Rvk. en fyrr má nú vera en geimvera þegar gagnrýnin sem hún hefur mátt þola upp á síðkastið er skoðuð. Karlmenn í stjórnmálum sem hafa gert þvílíkar bombertur - sumar hverjar grafalvarlegar - fá mun minni sneið af drullukökunni heldur en ISG. Það væri ánægjulegt ef þetta breyttist - hefur ekkert að gera með stjórnmálaskoðanir og flokkaást.
Hólshreppur (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:46
Ég get tekið undir það að mjög margt af gagnrýninni á ISG er ómerkilegt skítkast - og ekki síst það sem er ættað frá andstæðingum hennar í Samfylkingunni - af báðum kynjum. En þú fyrirgefur gömlum stuðningsmanni Halldórs Ásgrímssonar þótt hann eigi erfitt með að sjá að ISG sé að verða fyrir einhverju groundbreaking einelti í íslenskri pólitík þetta er ennþá í 3. deildinni frá mínum bæjardyrum séð, kannski af því að Samfylkingin er bæði gerandi og þolandi að þessu sinni.
Pétur Gunnarsson, 7.2.2007 kl. 15:09
Hefurðu lesið lofræðuna hennar Oddnýjar Sturlu um ISG? Ég vissi bara ekki fyrr en eftir að ég hafði lesið hann að ég tilheyrði einhverjum "sameinuðum vinstri mönnum". Hélt að ég væri miðjumanneskja og væri í Framsóknarflokknum, flokknum sem var límið í 12 ára samstarfi R-listans í Reykjavíkurborg. Minnir endilega að hann hafi líka verið eini flokkurinn sem hafi ekki skipt um ham eða nafn að loknu samstarfinu.
Reykfyllt bakherbergi, kvennapólítík eða hvað, þær þurfa nú allavega að hafa staðreyndirnar á hreinu.
Eygló Þóra Harðardóttir, 7.2.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.