6.2.2007 | 10:16
Hryllingur í Breiðuvík
Kastljósið hefur gert vel með því að halda áfram þeirri umfjöllun um Breiðuvík sem hófst í DV á föstudaginn. Ég hef engan annan fjölmiðil séð hreyfa málinu en eftir Kastljósið í gær finnst mér eins og menn geti ekki lengur setið hjá, þetta er hryllingur.
Enn er langt í land með að börnum sem eiga við andlega og tilfinningalega erfiðleika og fatlanir að etja og búa við erfiðar aðstæður sé sinnt nægilega vel, það má t.d. ráða af biðlistanum langa á BUGL en sem betur fer hefur margt færst til betri vegar og það er fyrir öllu að viðhorfið er breytt. Það er ekki lengur ráðandi stefna að það besta sem hægt sé að gera fyrir börnin "á mölinni" sé að senda þau í sveit og meðhöndla þau sem þræla og láta varga berja úr þeim "óþekktina".
Þegar þetta mál bætist ofan á það sem nýlega kom fram um aðstæður heyrnarlausra barna er eiginlega óhjákvæmilegt að það fari fram einhvers konar uppgjör á þeirri uppeldisstefnu sem hið opinbera rak hér á árum áður, stefnu sem hefur augljóslega hrint mörgum, sem þörfnuðust hjálpar og aðhlynningar, fram af bjargbrúninni.
Og mér finnst að Páll Elísson eigi rétt á þeirri afsökunarbeiðni sem hann bað samfélagið um í Kastljósinu í gær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.