5.2.2007 | 22:25
Stjórn Framtíðarlandsins gerir tillögu um framboð - forvitnilegt viðtal við Óskar Magnússon
Félagar í Framtíðarlandinu hafa verið boðaðir til fundar á Hótel Loftleiðum á miðvikudagskvöld og nú er loks búið að kynna dagskrá fundarins, fundarefnið er að taka afstöðu til þeirrar tillögu stjórnar samtakanna að boðið verði fram til alþingis undir merkjum Framtíðarlandsins. Fundarmönnum verða kynnt þau drög að stefnu sem fyrir liggja. Á vefsíðu Framtíðarlandsins segir:
Tilgangur fundarins er meðal annars sá að fá úr því skorið með lýðræðislegum hætti hvort félagar í Framtíðarlandinu samþykki að boðið verði fram í nafni félagsins. Á fundinum verður framboðið kynnt og rætt ítarlega áður en gengið verður til atkvæða. Krafist er aukins meirihluta fyrir samþykkt tillögunnar (2/3 hlutar greiddra atkvæða).
Fram kemur einnig að verði tillagan samþykkt muni stjórn framtíðarlandsins ábyrgjast framkvæmdina og skipa uppstillingarnefnd.
Á heimasíðunni er nú einnig nýtt viðtal við Óskar Magnússon hinn kunna athafnamann, forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar og rithöfund. Er það mjög forvitnileg og athyglisverð lesning. Nokkrar tilvitnanir:
Það er fullt af fólki sem aðhyllist umhverfisvernd en vill ekki að taka þátt í ómálefnalegu skítkasti. Nú virðast áhugamenn um stóriðju hins vegar vera að missa sjónar af afleiðingunum. Það sem hræðir mann er þessi mikli fjöldi álvera sem er í pípunum þótt því sé lýst yfir að stóriðjustefnunni sé lokið. Afstaða einstakra héraða kann að vera skiljanleg en fyrir þjóðina alla er nauðsynlegt að hafa heildarsýn yfir það sem framundan er. Það hefur mikið gengið á undanfarin ár, það er margt í bígerð, ég held að nú sé rétti tíminn til að halda í hestinn og staldra við.[...]Hefurðu komið inn í álver? Maður verður hálf miður sín. Það er fjarlæg hugsun að maður vilji búa afkomendum sínum að vinna í því umhverfi. [...]Það er miklu breiðari andstaða við stóriðjuframkvæmdir en áður hefur verið. Menn sem hafa umborið þetta, mínir líkar, eru að snúast. Ef stjórnmálaflokkar laga sig ekki að því þá munu þeir finna til þess í fylgi fyrr eða síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er sorglegt viðtal og stútfullt af fordómum.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.