hux

Frjálslynd pólitík

Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður frjálslyndra, sem lenti í 12. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum í nóvember, vill að Geir H. Haarde segi af sér vegna þeirra mistaka sem gerð voru í kjölfar fyrirgreiðslu sem veitt var Guðmundi Jónssyni í Byrginu, sem skipaði 11. sætið á framboðslista frjálslyndra í Kraganum í síðustu alþingiskosningum. Vill Valdimar líka að Guðjón Arnar segi af sér vegna allra þeirra ræða sem hann hélt í þinginu til þess að berjast fyrir stuðningi við Byrgið? Byrgismálið er algjört klúður, engum til álitsauka, öllum til minnkunar sem að því komu, en í tilefni af þessu upphlaupi Valdimars má halda því til haga að það er að hluta til innanhússmál hjá frjálslyndum.
mbl.is Spurði hvort forsætisráðherra ætti ekki að segja af sér vegna Byrgismáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var Guðmundur ekki í 11. sæti hjá Frjálslyndum við alþingiskosningarnar 3003 eða er það bull.   Hvað segir Valdimar um það ef sú hefur verið raunin.

Val (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:58

2 identicon

Sæll Pétur. Við skulum halda nokkrum atriðum til haga. Þeir sem vildu Byrginu vel höndluðu í góðri trú enda var ekki annað að sjá en að Byrgið væri að sinna skjólstæðingum sem fokið var í flest skjól hjá. Ég hygg að margir hafi verið þeirrar skoðunar og það fólk hafi verið í öllum stjórnmálaflokkum. Það sem stendur hins vegar upp úr var að ríkisstjórnin lét ekki uppi um skýrslur sem hún hafði undir höndum sem sýndu að ástandið var allt annað en viðunandi. Þú veist kannski eitthvað um það sem fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra? Varðandi Guðmund í Byrginu þá er það rétt að hann var í 11. sæti á lista flokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Gunnar Örlygsson sem leiddi þann lista kom með hann rétt áður en listanum var lokað og lagði mikla áherslu á að hafa hann með sér á listanum. Þá var Byrgið á Suðurnesjum og Gunnar er þaðan. Á það var fallist að Guðmundur tæki sæti, enda vissi enginn til þess að Guðmundur hefði neitt að fela. Við rekum ekki leyniþjónustu í Frjálslynda flokknum og njósnum ekki um fólk. Hvernig gátum við vitað um það sem síðar hefur komið fram? Guðmundur hefur aldrei komið að neinu flokkstarfi í flokknum eða mætt á fundi, fyrir utan að vera á þessum lista. Ég hef til að mynda aldrei hitt manninn og er þó varaformaður flokksins. Bestu kveðjur, Magnús Þór Hafsteinsson

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sæll Magnús það er rétt sem þú segir að þeir sem vildu Byrginu vel höndluðu áreiðanlega í góðri trú og vildu vel. Það á líka við um fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hömuðust við að aðstoða þessa stofnun. En af því að þú nefnir það að ég var upplýsingafulltrúi (ekki aðstoðarmaður) í félagsmálaráðuneytinu frá september 2005 til mars 2006 þá get ég upplýst að  ég heyrði aldrei á Byrgið minnst það hálfa ár þannig að við erum greinilega jafnsaklausir af þessu báðir tveir.

Pétur Gunnarsson, 6.2.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband