hux

Steve Forbes: Greatest hits

Fréttablaðið er að flytja Steve Forbes til landsins. Forbes reyndi tvívegis að verða forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríknunum og er enn af og til í fréttum þar í landi vegna skoðana sinna. Sl. sumar var Forbes t.d. að ræða í sjónvarpi um olíuverðið, og hann hafði einfalda lausn á reiðum höndum. Hugmynd hans var þessi: Einfalda leiðin til að lækka olíuverðið er að efna til átaka við Íran. Því lengur sem Bandaríkin leyfi Íran að leika lausum hala því hærra verði olíuverðið.

Forbes orðaði þessa hugsun sína svo eftir að hafa sagt að 15 dollara af verði hverrar olíutunnu greiddi markaðurinn vegna þeirra áhyggna sem menn hefðu af Íran. Spyrill Fox News spyr þá hvort hann skilji hann rétt að olíiuverðið væri 15 dollurum lægra á hverja tunnu ef ekki væri vegna Íran. Þá segir Forbes:

Yes, it would. There is real uncertainty, huge producer. But the bottom line with Iran is, when we have the confrontation, which we will have, we can really deal with that crisis. Then the price of oil will come down. The longer we let it fester, the higher the price of oil will stay.

Nánar hér

Forbes hefur líka verið í hópi þeirra leiðtoga í Bandaríkjunum sem hafa átt erfitt með að horfast í augu við hlýnun andrúmsloftsins af völdum manna. Hann ræddi þessi mál í sjónvarpi í maí í vor, skömmu eftir að mynd Al Gore The Inconvenient Truth kom á markað og var þá spurður hvað það mundi þýða ef hugmyndir Gore um aðgerðir vegna hlýnunar andrúmsloftsins yrðu hluti af stefnu bandarískra stjórnvalda:

It will ice the economy. And after all, some people do believe the DiVinci Code, so some will believe the DiGore Code. [Laughter] But the fact of the matter is, the policies that result from it would hurt the economy, would create unemployment. It’s a real recipe for more socialist regulation.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Jahá. Bara „klassa“ náungi hér á ferð...

Atli Fannar Bjarkason, 4.2.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Allt getur nú litið vel út í sparifötunum, ekki satt!

G.Helga Ingadóttir, 5.2.2007 kl. 08:40

3 identicon

Ég var í Silfri Egils með Jóni Magnússyni í gær og þetta virtist vera nýi gúrúinn hans. Það þjónaði hagsmunum Jóns að skipta út seðlabankastjóra.

Verður athyglisvert ef af verður að sjá Jón Magnússon ala Steingrím J upp í anda Forbs þegar þeir fara í ríkisstjórnarmyndun með kaffibandalaginu. Er einhver glóra í þessum Frjálslyndaflokki að hleypa svona manni í framlínustörf fyrir flokkinn?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þokkalegur pappír  þetta. Og þennan spámann ætlum við að fá til að ráða okkur heilt um framtíð landsins.  Sukkópati segi ég.  Hef ekki farið fögrum orðum um hans líka í mínu bloggi.  

Ekki finnst mér það meðmæli fyrir evrusinna að fá hann á sína sveif. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband