2.2.2007 | 13:17
Mogginn gulnar og fleira athyglisvert
Forsíða Mogggans í dag sætir miklum tíðindum og staðfestir klárlega breytingu á ritstjórnarstefnu blaðsins. Það er nánast óhugsandi fyrir gamlan innanhússmann að ímynda sér að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, hafi svo mikið sem verið spurður álits á þessari framsetningu forsíðufréttarinnar, það er handan ímyndunaraflsins að hann hafi verið þátttakandi í því að stilla fimm hæstaréttardómurum upp með þeim hætti sem gert er í blaðinu í dag. Það hafa reyndar verið fleiri merki þess undanfarna daga að Styrmir hafi minna en áður að segja um forsíðuna. Mér hafa líkað vel flestar breytingar, sem gerðar hafa verið á blaðinu undanfarið, þær eru meira en tímabærar og áreiðanlega öðru fremur verk Árna Jörgensen, hins snjalla útlitshönnuðar blaðsins, og Björns Vignis, fréttaritstjóra. Fréttaskýringar á forsíðu hafa yfirleitt verið vel heppnaðar og líka þessi aukna áhersla á þröngt skornar andlitsmyndir. En þetta eru sannarlega róttækar breytingar, það er víðar glasnost en í utanríkisráðuneytinu.
Sjálfsagt er drifkrafturinn á bak við breytingarnar það hrun sem blaðið þarf að horfast í augu við í útbreiðslu sinni, en seldum eintökum hefur fækkað um ein 10% síðasta ár samkvæmt upplagseftirlitinu, sem reyndar þurfti að leiðrétta síðustu upplýsingar sem það gaf út. Bjöggarnir hafa nú öll tök á eignarhaldi blaðsins og nýr framkvæmdastjóri, sem starfar í þeirra umboði, hefur sjálfsagt litla þolinmæði til þess að fylgjast með samdrættinum lengur án þess að grípa til róttækra aðgerða. Og þetta eru - svo ég segi það einu sinni enn - róttækar aðgerðir á mælikvarða þessarar gömlu stofnunar í samfélaginu.
Önnur tíðindi í fjölmiðlaheiminum í dag eru þau að Jón Kaldal er orðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Þorsteins Pálssonar og eru honum sendar héðan bestu hamingjuóskir með það. Jón hefur látið mikið til sín taka á Fréttablaðinu undanfarin misseri og er augljóslega algjör lykilmaður þar eftir brotthvarf sme.
Af sme er það að frétta að hann vinnur að undirbúningi þess að gera DV að dagblaði og mér skilst að sú breyting verði formlega 15. febrúar. Sama dag er ráðgert að Króníkan, nýtt vikublað Sigríðar Daggar og Valdimars Birgissonar líti dagsins ljós. Þá verður Viðskiptablaðið væntanlega þegar orðið að dagblaði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skildi framsetninguna þannig að þessir hæstaréttardómarar vektu athygli/umræðu. Ekki að blaðið væri neitt að taka afstöðu heldur að skapa umræðu og það hefur tekist finnst mér.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 14:35
Öll skrif og framsetning þeirra snúast um að taka afstöðu og þessi framsetning Moggans er söluvænlegri en gömlu þyngslin, göngugrind gamals manns sem kominn er á Grundina.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:12
Ekki get ég komið auga á að Mogginn bjargi lífi sínu með því að fá á sig gula slúðurslikju. Ég get ekki fallist á að rétt sé að hengja myndir af hæstaréttardómurum á staura, þótt þeir hafi einhverja tiltekna skoðun á refsingum. Mér finnst þessi myndbirting ósæmileg og Morgunblaðinu til skammar.
Sigurður G. Tómasson, 3.2.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.