1.2.2007 | 23:16
Villiendur, hvalir og forseti Íslands
Þessa dásamlegu portrettmynd tók Golli ljósmyndari af Halldóri Blöndal, formanni utanríkismálanefndar, með veiðikortið í vasanum og kesjuna í kjöltunni. Halldór er kunnur áhugamaður um friðun villianda við Mývatn en jafnframt mjög áhugasamur um veiðar á hvalfiski hvers konar. Eins sætir hann jafnan færis að koma lagi á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Nú hefur hann ákveðið upp á sitt einsdæmi að hefja réttarhöld yfir forsetanum í utanríkismálanefnd Alþingis. Það mætti skrifa mikla sögu af viðskiptum þeirra félaga í gegnum árin og væri þá Halldór Blöndal Ahab en Ólafur Ragnar Moby Dick.
Ég heyrði mér til mikillar ánægju í kvöldfréttum útvarps að Jón Kristjánsson, varaformaður utanríkismálanefndar, hefur sett Blöndal stólinn fyrir dyrnar og vill ekki sigla með honum í næstu veiðiferð til Bessastaða. Jón Kristjánsson telur eðlilegt að fá útskýringar frá utanríkisráðuneytinu á setu Ólafs Ragnars í Þróunarráði Indlands (sem er auðvitað hið besta mál) en hefur ekki áhuga á að horfa upp á Halldór Blöndal eltast við forsetann enn eina ferðina. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er unnið sér það til óhelgi í augum Sjálfstæðisflokksins að ná hér tvívegis kjöri til embættis í almennri kosningu þrátt fyrir - eða öllu heldur vegna þess - að hann er "andstæðingur" Sjálfstæðisflokksins.
Hún er merkileg þráhyggja þeirra íhaldsmanna gagnvart Ólafi Ragnari og birtingamyndir hennar eru legíó, allt frá stafsetningaræfingunni góðu (Heill forseta vorum og fósturjörð komma Ísland lifi punktur Húrra húrra húrra) þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var að reyna að telja sjálfum sér trú um að hann gæti hyllt nýjan forseta Íslands þann 1. ágúst árið 1996 án þess að hylla í leiðinni Ólaf Ragnar Grímsson. Mætti líklega beita þeirri rökfræði til að sanna að Ólafur Ragnar geti setið í þróunarráði Indlands án þess að forseti Íslands sé með í för.
Þessi vitleysa hefur svo haldið áfram út í hið nánast óendanlega. Æfingar Sjálfstæðisflokksins í absúrd textatúlkunum náðu vitaskuld hámarki í stagli þeirra út af 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem forsetanum er berum orðum veittur réttur til að synja lögum staðfestingar. Allar þær æfingar sýndu á endanum fram á það að sjálfstæðismenn eru áreiðanlega miklir þingræðissinnar en sennilega litlir lýðræðissinnar. Stagl þetta hefur nú síðast eyðilagt starf stjórnarskrárnefndar sem hér hafði tækifæri til að gera merkar og tímabærar breytingar á stjórnskipan landsins, þar á meðal breytingar sem kveðið er á um í samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Af því verður ekki vegna forsetaþráhyggju stærsta stjórnmálaflokks landsins.
Nú eru aðeins um sex vikur uns sjálfstæðismenn og framsóknarmann hafa saman myndað meirihluta á alþingi Íslendinga í tólf ár. Megi þeir dagar sem eftir eru af því tímabili koma hver af öðrum, hratt og örugglega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2007 kl. 11:25 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er kallinn að gjóa augunum til vinstri?
Steindór (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.