hux

Gandhi og Steingrímur

steingrigandhi2VG er stjórnmálahreyfing í anda Gandhi ef marka má skrif Andreu Ólafsdóttur, sem skipar 5. sætið á lista VG í Kraganum og er ein okkar Velvakendanna hér á spjallþræði Moggans. Það eru sannarlega athyglisverðar upplýsingar, þykja mér, hingað til hef ég ekki tengt þá mikið saman í andanum Steingrím J. Sigfússon og Mohandas (Mahatma) Gandhi, en ég held að Andrea sé örugglega að vísa til hins heimsþekkta andlega og pólitíska leiðtoga. 

Að vísu veit ég að þeir eru með sömu andlegu klippinguna Steingrímur og Gandhi en lengra hef ég nú ekki komist í að sjá samlíkinguna með þeirra pólitík hingað til. En það er kannski ekki að marka það, það eru komin allmörg ár síðan ég las sjálfsævisögu Gandhis, The Story of My Experiments with the Truth og ég hef enn ekki komið því í verk að lesa bókina sem Steingrímur J. gaf út nú fyrir jólin. Kannski ég geri það, ég hef lengi verið mjög svag fyrir andlegum meisturum af austræna skólanum, þ.e. austræna í merkingunni Indland og bæirnir þar í grennd en ekki Austur-Evrópa.

En nóg um það, ég ber mikla virðingu fyrir leit fólks að andlegum meisturum og í tilefni af þessum upplýsingum, sem mér finnast í fullri hreinskilni einhverjar merkastu upplýsingar um pólitíska ímynd og  hugmyndafræði á Íslandi sem ég hef lengi fengið, hef ég ákveðið að gleðja sjálfan mig og vonandi aðra með lítilli getraun fyrir þá sem kunna að eiga í erfiðleikum með að átta sig á hvað greinir að hugmyndafræðingana Steingrím og Gandhi en Steingrímur er sá á myndinni hér að ofan og til vinstri.

1. Hver sagði: Anger and intolerance are the twin enemies of correct understanding?
a. Gandhi
b. Steingrímur

2. Hver sagði: Er þetta þá allt okkur að kenna? Það er ekki nóg með að við þurfum að þola þig eins og þú ert, helvítis fíflið þitt?
a. Gandhi
b. Steingrímur

3. Hver sagði: Adaptability is not imitation. It means power of resistance and assimilation?
a. Gandhi
b. Steingrímur

4. Hver sagði stundarhátt "djöfulsins!" áður en hann strunsaði á dyr undir ræðu Björns Bjarnasonar á Alþingi fyrir réttri viku?
a. Gandhi
b. Steingrímur

5. Hver sagði: If I had no sense of humor, I would long ago have committed suicide?
a. Gandhi
b. Steingrímur

Rétt svör verða birt síðar í dag. 

Uppfært kl. 21.30. Rétt svör eru vitaskuld þau að meistari Gandhi á það sem er ritað á ensku en meistari Steingrímur það sem er á kjarnyrtri íslensku. Þetta vissi fyrstur manna hér í athugasemdakerfinu Hlynur Hallsson, varaþingmaður Steingríms og er honum þökkuð þátttakan sem og öðrum. Einnig komu margar ábendingar um að hér hefði ekki verið rifjuð upp ummæli Steingríms um gungur og druslur, gjarnan voru það pólitískir andstæðingar Gríms sem ekki vildu kommentera en komu því með öðru móti á framfæri. Því er til að svara að versið um gungur og druslur er úr öðrum húslestri sem verður fluttur næst þegar tilefni gefst til, sem áreiðanlega verður innan skamms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru góðar spurningar. Hér koma tvær í viðbót:

Hver sagði: " I do not consider Hitler to be as bad as he is depicted. He is showing an ability that is amazing and seems to be gaining his victories without much bloodshed" ?

Hver sagði: "The Jews should have offered themselves to the butcher's knife. They should have thrown themselves into the sea from cliffs ?"

Trausti Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 10:48

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kallar þú svar Björns Bjarna "ræðu"? Svar sem var ein setning og svaraði auðvitað engu. Það er bara eðlilegt að manni blöskri þegar dómsmálaráðherra sýnir svona hroka á Alþingi og þá getur maður misst út úr sér blótsyrði. Annars gæti Steingrímur hafa sagt flest það sem þú vitnar í Gandhi, en Gandhi hefði ekki getað sagt neitt af því sem vitnað er í Steingrím því hann talaði ekki íslensku. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.1.2007 kl. 12:32

3 identicon

Björn Bjarnason getur ekki sagt eitthvað meira en hann veit. Jafnvel þó hann viti meira en gerist og gengur meðal vinstrimanna er hann ekki alvitur. Það eru fáir.

Hinsvegar er það alveg rétt að hann Skallagrímur er einstaklega blótsyrðasækinn, menn eins og hann ætti að senda til að semja við Talíbananana í Afganistan. Þar nýttist sá hæfileiki vel, enda myndu banönunum verða skelft við. 

En það er alveg ljóst að seint yrði hann góður skipherra á díselkafbát, því ef í hvert skipti sem tundurskeyti geigaði myndi hann blóta öllu í sand og ösku af slíkum móð að þess yrði vel vart í tug kílómetra fjarlægð. Yrði þá ekki gott ef fjandsamlegt kafbátavarnarskip væri í nánd.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Gandhi talaði fyrir friði og lýðræði, alvöru lýðræði. Það er einmitt þetta sama sem við í VG aðhyllumst, að halda Íslandi fyrir utan öll stríð, vera friðarþjóð og vekja hér til lífs alvöru lýðræði sem er dýpri og virkari útfærsla á lýðræðinu en eingöngu að kjósa fulltrúa á þing á fjögurra ára fresti. Við viljum að fólk geti haft meiri áhrif á ákvarðanatöku í hinum stærstu málum, eins og eðlilegt hefði verið í til dæmis símamálinu og stóriðjumálum. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta þannig fært fólkinu meira vald og veitt alþingismönnum og ríkisstjórn það aðhald sem þeir ættu að hafa frá fólkinu. Dæmi um slíkt þekkjast í Sviss til dæmis. 

Vissulega hefur Steingrímur stöku sinnum misst útúr sér blótsyrði þegar honum hefur verið sýnd mikil vanvirðing og dónaskapur á Alþingi og því held ég að flestir geti haft skilning fyrir.  Það þýðir hins vegar ekki að hann aðhyllist ekki frið og lýðræði án ofbeldis og valdníðslu rétt eins og Gandhi gerði.

Með því að taka fjórpólitíska prófið gætirðu kannski komist að því hvað ég er að fara með þessu. Kíktu endilega á myndirnar á síðunni minni í þessari færslu.

Andrea J. Ólafsdóttir, 31.1.2007 kl. 16:01

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég vil líka bæta því við að Steingrímur er ekki eina manneskjan í VG og ég var ekki að líkja honum við Gandhi... við erum þar fleiri ;) og skoðanir okkar og pólitísk stefna er meira í anda Gandhi skv. fjórpólitíska prófinu sem ég set þarna fram. Ég er einfaldlega að benda á það að pólitík er ekki svona einföld eins og bara vinstri/hægri. Hvet alla til að taka þetta fjórpólitíska próf sem ég benti á.

Andrea J. Ólafsdóttir, 31.1.2007 kl. 16:04

6 identicon

Þú gleymir að spyrja um gunguna og drusluna Pétur. Krjúsjallt atriði í þessum pælingum.  Hilsen, Simmi

sigmarg (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:35

7 identicon

Já að líkja saman Gandhi og Steingrími stefnulausa,,það er nokkuð gott.

Runólfur Hauksson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 19:55

8 identicon

Ég sé engan mun á Gandhi og Steingrími. Hvor er hvor?

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 06:54

9 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Ég segi nú bara: "If I had no sense of humor, I would long ago have committed suicide?"

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 1.2.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband