hux

Svanfríður kennir daðri við D um fylgistap

Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, skrifaði í liðinni viku  athyglisverðan pistil á heimasíðu sína um ástæður lélegrar útkomu Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Hún er sammála þeim sem telja að daður forystu flokksins við Sjálfstæðisflokkinn sé meginskýring á hruni flokkksins í skoðanakönnunum. Svanfríður segir:

Það er alveg ljóst að ef Samfylkingin er hugsuð i samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefur hún misst uppruna hlutverk sitt sem var að mynda mótvægi við þann flokk; að bjóða uppá annan valkost í íslenskri pólitík en þann að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni með einhvern hinna sem hækju. Þetta hækjuhlutverk hefur jafnan reynst flokkum illa eins og menn sjá ef litið er yfir feril þeirra flokka sem hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum í undangengnum ríkisstjórnum. [...] Skoðun mín er sú að bara umræðan um samstarf Samfylkingar við Sjálfstæðisflokkinn sé banvæn fyrir Samfylkinguna. Hún getur hinsvegar verið frjósöm fyrir Sjálfstæðisflokkinn...

Svanfríður fer líka háðulegum orðum um kaffibandalagið og segir m.a.:

Það er svo sér kapítuli hvort fólk sem vill taka ábyrga afstöðu í pólitík getur stutt flokk sem gerir sig líklegan til að fara í samstarf við Frjálslyndaflokkinn.


mbl.is Stefán Jón: Kaffibandalagið mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver stórkanónan á fætur annarri kveða upp dóm yfir formanni Samfylkingarinnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband