hux

Kotungskrónan

"Þegar litið er yfir sögu peningamála á Íslandi, frá stofnun Seðlabankans blasir við ófögur mynd: Bankanum hvar (svo) ætlað að halda verðgildi peninga stöðugu en krónan hefur síðasta aldarfjórðunginn minnkað og er orðin sannkölluð "kotungskróna" eins og Jón Þorláksson hefði orðað það."

kronaÞessi ummæli lét Hannes H. Gissurarson falla í grein sem hann birti um Jóhannes Norðdal, fyrrverandi Seðlabankastjóra, í Morgunblaðinu sunnudaginn 11. maí árið 1986.  Á þeim tíma var þetta orð, kotungskróna, á vörum margra framámanna í Sjálfstæðisflokknum. Þetta var í þá tíð sem ný kynslóð var að taka við völdum í flokknum. Einkum var þó Hannes duglegur að ræða þessi mál og gagnrýna Seðlabankann og íslensku krónuna.

Eitthvað hefur breyst síðan, kannski  það að réttu mennirnir náðu völdum í kotinu? Líklega. Hvað sem því líður er langt síðan þessi frasi hefur heyrst, kotungskróna. Hann virðist eiga vel við í dag þegar krónan er ekki gjaldmiðill annarra en íslenskra kotbænda en stórbændur og aðrir höfðingjar hafa sinn eigin lögeyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband