25.1.2007 | 12:49
40 tonn af ísjökum til Stokkseyrar
Ég veit ekki hvort einhverjir muna eftir því þegar ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur suður til Frakklands og látinn bráðna þar í þágu framboðs Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ég veit ekki hvort Stokkseyri stefnir að því að láta að sér kveða á vettvangi SÞ í framtíðinni en alla vegana eru þeir farnir að sanka að sér ísjökum úr Jökulsárlóni og fluttu um helgina 40 tonn af klaka í bæinn. Klakinn verður víst varðveittur þar um ókomna tíð í nýja álfa-, trolla og norðurljósasafninu.
Það að varðveita eigi klakann um ókomna tíð á Stokkseyri bendir til þess að það verði býsna kalt í nýja safninu. Kannski er best að geyma álfa og tröll í frysti.
Framkvæmdir við nýtt safn á Stokkseyri án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur,
Jakarnir munu ekki bráðna því þeir voru settir í frystigeymslu fyrrum frystihússins sem hýsir Draugasetrið og Álfa,-trölla-, og norðurljósasafnið. Snillingarnir á Stokkseyri fundu þarna leið til að nýta gamalt frystihús til menningarstarfsemi alls konar.
Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.