hux

Doh!

Leiðari Fréttablaðsins:

Hver hefði til að mynda trúað því að óreyndu að fleiri stuðningsmenn Vinstri grænna vildu sjá Ríkisútvarpið hverfa af auglýsingamarkaði en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks, eins og kemur fram í könnun Fréttablaðsins?

Ég held að margir sem fylgst hafa með íslenskri pólitík hafi fyrir nokkru síðan tekið eftir því að VG er oftar en ekki andvígt markaðsviðskiptum og hlynnt opinberum rekstri og áætlanabúskap. Ég gæti best trúað því að stór hluti stuðningsmanna VG sé almennt á móti auglýsingum í fjölmiðlum. Ég held að meirihluti stuðningsmanna VG sé ekki á móti þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði af umhyggju fyrir einkamiðlum heldur af andstöðu við viðskiptalífið og jafnvel nútímann almennt. Andstaðan við RÚV lögin var tvenns konar, VG var einróma í sinni vinstri gagnrýni en innan annarra flokka mátti finna talsmenn þess að með lögunum væri þrengt um of af samkeppnisstöðu einkamiðla. Það kann að vera að slík sjónarmið sé að finna innan VG en hvar komu þau fram í umræðunni þessar 170 klukkustundir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og vel, þú varðst ekki var við að VG andmælti RÚV-frumvarpinu vegna þess að það þrengdi um of að samkeppnisstöðu einkamiðla, sem kann vel að vera rétt eftir tekið. En varðstu var við að VG lýsti yfir í málflutningi sínum einhverju sem mætti túlka sem "andstöðu við viðskiptalífið og jafnvel nútímann almennt"? Ef þú getur ekki fært fyrir því sannfærandi rök, er erfitt að skilja á hverju sú ályktun þín byggist að slík andstaða hafi ráðið afstöðu VG í RÚV-málinu.

Gollum (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Hér er einföld stefna í kommentamálum: þeim sem ekki segja til sín og fela sig bak við netföng sem þeir nota til að ferðast nafnlausir um vefsíður og spjallsvæði er ekki svarað.

Pétur Gunnarsson, 25.1.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband