21.1.2007 | 13:41
Kristinn H í fyrsta sæti frjálslyndra í NV - Guðjón Arnar til Reykjavíkur, Valdimar Leó í þingflokk frjálslyndra
Ég var að heyra þá kenningu frá fólki sem ég veit að þekkir betur til en ég að samningur liggi fyrir milli Kristins H. Gunnarssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að Kristinn skipi 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi en Guðjón Arnar flytji sig um set og verði í fyrsta sæti á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Auðvitað er svo óljóst hvað verður um málefni Frjálslynda flokksins, þar er mikill óvinafagnaður í uppsiglingu um næstu helgi og ef marka má skrif hér á blogginu gæti farið svo að Guðjón og Kristinn yrðu að finna sér annað nafn á flokkinn sinn, þegar þau feðgin Margrét og Sverrir taka kennitöluna og róa á önnur mið. En ég verð að segja að það eykur samúð mína með Guðjóni Arnari og þeim að hafa haft framkvæmdastjóra sem tók þátt í því að gera kennitölu og nafn flokksins sem hún stýrði að einkaeign og flokkinn þar með að fjölskyldufyrirtæki.
Að lokum: Valdimar Leó var að lýsa því yfir í Silfrinu að hann ætli sér að ganga til liðs við Þingflokk frjálslyndra. Þar með er væntlega fundinn oddviti þess flokks í Kraganum eða kannski verður hann að láta sér nægja 2. sætið. Prófkjör Samfylkingarinnar í því kjördæmi bendir ekki til þess að hann hafi mikinn kjörþokka.
Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536611
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðjón Arnar er einmitt maðurinn sem væri vís með að sópa fylgi að Frjálslynda flokknum í Reykjavík, ef marka má hve vel hann hefur staðið sig í Kryddsíldinni og Kastljósi nýlega. Annars datt mér fyrst í hug, að svo sigurvissir gætu þeir Kristinn H. verið á Vestfjörðum og víðar, að þeir gætu báðir setið efstir á lista þess flokks í Norðvesturkjördæmi.
Þetta er rétt, Pétur, sem þú segir um hið skráða nafn Frjálslynda flokksins, að það er undarlegt ef Sverrir eða þau feðgini hafa með kennitöluskráningu gert flokkinn að fjölskyldufyrirtæki!! Fæstum dytti í hug að fyrra bragði, að þau færu að nýta sér það með því að gera flokknum sem slíkum ófært að nota það nafn sem hann hefur heitið hingað til, en verum ekki viss, eða hvernig ber að skilja þau ummæli sem höfð eru eftir Margréti í fréttinni Sverrir á nafn frjálslyndra í Fréttablaðinu í dag, bls. 2 (leturbr. mín): "Aðspurð segist Margrét ekki vita um lagalega stöðu nafnsins, "en ég myndi halda að það kallaði á einhvern úrskurð ef aðrir væru að nota það í óþökk hans"." -- Það er nefnilega það! Annaðhvort virðist mega taka þessi orð hennar sem hótun, til þess að sumir haldi sig á mottunni, eða beina yfirlýsingu um að farið verði út í heiftuga vörn og sókn fyrir dómstólunum, með öllum hugsanlegum lagaklækjum, til að þau feðgini fái að halda flokksnafninu, verði Margrét ekki kjörin varaformaður. Þá væri nú langt gengið, verð ég að segja.
Jón Valur Jensson, 21.1.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.