21.1.2007 | 13:34
Síðbúin spá: Öruggur sigur Guðna
Það kusu 3.590 í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og þar með hefur flokksskráin í kjördæminu meira en tvöfaldast því um 1.600 voru skráðir í flokkinn þegar ákvörðun um prófkjörið var tekin og enginn fékk að kjósa nema ganga í flokkinn, stuðningsyfirlýsing var ekki nægileg eins og í opnum prófkjörum.
Ég hef ekki bloggað mikið um þetta prófkjör og ástæðan var sú að ég hef verið innanbúðar hjá stuðningsmönnum Guðna undanfarnar vikur. En nú þegar fyrir liggja upplýsingar um hvernig kosið var á einstökum svæðum innan kjördæmisins held ég að það sé alveg ljóst að það stefnir í mjög öruggan sigur Guðna.
Ég tel að Hjálmar megi vel við una, hann er áreiðanlega öruggur með 2. sætið, - sem ég á reyndar von á að hann þiggi ekki - og hann fékk um 1.000 Suðurnesjamenn til þess að kjósa sig og er það vel af sér vikið. Ég gef mér að hann eigi yfirgnæfandi hluta atkvæðanna á Suðurnesjum en Guðni að sama skapi yfirgnæfandi meirihluta atkvæða utan Suðurnesja. Það er magnað að um 1.000 íbúar í Árborg brugðust við kalli Guðna og kusu í prófjörinu til að verja hann fyrir atlögu Hjálmars. Sú mikla þátttaka gæti líka nýst öðrum frambjóðendum úr Árborg, sem voru alls fimm af tólf, ef ég man rétt.
Því spái ég því að Guðni sé með amk 60% atkvæða í 1. sætið, Hjálmar er öruggur í 2. sætið held og líklega er Bjarni Harðar í 3. sæti. Ein meginlexían af þessari prófkjörsvertíð er sú að það skilar sér þegar talið er upp úr kössunum að frambjóðandi sé þekktur úr sjonvarpi. Það hefur Bjarni fram yfir keppinauta sína. Björn Bjarndal hefur hins vegar komið á óvart í baráttunni en lítil þátttaka í Eyjum hlýtur að valda vonbrigðum þeim sem vonuðust eftir góðu gengi Eyglóar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og er þá Hjálmar líka á leiðinni yfir í Frjálslynda flokkinn?
vestfjarðarmærin (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 14:13
Varla held ég það, ha, hann gæti snúist en ég held að hann taki ekki 2. sætið og hætti, miðað við hvernig hann hefur talað. Þannig var hann amk stemmdur þegar hann ákvað að sækjast eftir 1. sætinu.
Pétur Gunnarsson, 21.1.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.