20.1.2007 | 22:14
Glasnost Valgerðar og Staksteinar
Ég hef alltaf haldið að Staksteinar væri vel upplýstur um allan gang mála í stjórnsýslunni og stjórnmálunum. Þess vegna er ég hissa á því að pistillinn í sunnudagsblaðinu ber með sér að ritstjórinn viti ekki af því að undanfarin 16 ár amk hefur það tíðkast að forsætisráðherra fari með samningsumboð Íslands í viðræðum við Bandaríkjastjórn um allt það sem að varnarsamningnum snýr.
Getur verið að Staksteinar viti þetta ekki? Kólnaði samband Moggans við formann Sjálfstæðisflokksins svo í upphafi formennskutíðar Davíðs að hann veit ekki að strax við myndun Viðeyjarstjórnarinnar var frá því gengið að það væri forsætisráðherrann Davíð en ekki utanríkisráðherrann Jón Baldvin sem annaðist fyrir Íslands hönd samskipti á ráðherra-level við Bandaríkjamenn vegna varnarsamningsins? Þannig hefur það líka verið í samstarfi núverandi ríkisstjórnarflokka.
Sú spurning á líka rétt á sér hvort þetta fyrirkomulag eigi sér eldri sögu en aftur til 1991? Mér finnst ekki ólíklegt að utanríkisráðuneytið muni svara spurningum um það nú á þessum löngu tímabæru glasnost-tímum sem Valgerður Sverrisdóttir hefur innleitt í íslensk utanríkismál. Óforvarendis á miðri síldarvertíðinni.
Líklega hefur Staksteinar bara ekki vitað af þessu, hann hefði örugglega sagt frá því í blaðinu, er það ekki annars? Og ef hann hefði vitað af þessu hefði hann líklega rakið hvenær hver hefur setið í forsætisráðuneytinu þegar hann fjallar um leyndina sem hvílt hefur yfir viðaukum við varnarsamninginn og reykfylltu bakherbergin.
uppfærsla 21.01,kl. 16.40: Það er ofsagt hér að ofan að formleg samskipti hafi verið á höndum forsætisráðuneytisins - vitaskuld ber utanríkisráðherra stjórnskipulega ábyrgð á þessum málum en ekki forsætisráðherra. Hitt er ekki ofsagt að forsætisráðuneytið hafði í tíð Davíðs ávallt yfirfrakka sinn í viðræðunefndum íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjamenn og hafði sá yfirfrakki í umboði forsætisráðherra í raun neitunarvald um hvaðeina í viðræðunum. Sú staðreynd hafði mikil áhrif á framgang viðræðnanna. Þetta neitunarvald hefur byggst á pólitísku samkomulagi við ríkisstjórnarmyndun og um leið á þeirri trú að vegna hins sérstaka (og persónulega) sambands Sjálfstæðisflokksins við Bandaríkjamenn yrðu þeir ávallt að gegna lykilhlutverki í viðræðum um varnarsamninginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2007 kl. 16:43 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.