hux

Athyglisvert

Þessi grein sem Grímur endurbirtir á heimasíðu sinni finnst mér athyglisvert innlegg í umræður þessara daga um Byrgið og meðferðarmál, skrifuð í Moggann fyrir þremur árum en á vel við nú. Held að fátt hafi breyst. Setur málin í athyglisvert ljós. Hann ræðir um hin gráu svæði og skort á samstarfi og gerir tillögu um að sett verði á fót greiningarstöð til að tryggja heildaryfirsýn. Segir:

Aðgangur að vímuefnameðferð á Íslandi verður að teljast mjög góður, hvort sem tekið er mið af samanburðarlöndum eða biðlistum í heilbrigðiskerfinu almennt. Lítið eða ekkert eftirlit er með því hvert einstaklingar fara í meðferð, hversu oft þeir fara og hversu stutt líður á milli meðferða. Þannig getur einstaklingur farið á Vog í meðferð á morgun, dvalið þar í 10 daga og lokið 28 daga meðferð á Staðarfelli í framhaldi af því. Viku eftir þá meðferð getur sami einstaklingur leitað sér meðferðar í Byrginu, Krýsuvík eða Hlaðgerðarkot. 

Meira hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það tekur mislangan tíma að hljóta lækningu.

En um síðir tekst það!!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Sammála síðasta ræðumanni! Veit ekki hvort við þurfum sérstaka greiningardeild sem fylgist með "meðferðarfíklum".

Hrafn Jökulsson, 20.1.2007 kl. 12:20

3 identicon

En ef meðferðin tefur fyrir batanum?

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband