hux

Stjörnustríði lokið

Stjörnurnar eru á bak og burt og farið hefur fé betra. Reyndar skilst mér á starfsmönnum blog.is að þeir hafi gert einhver mistök og þetta hafi ekki verið ætlunin. Hins vegar hafi verið ætlunin að láta menn hafna stjörnumöguleikanum fremur en að leyfa þeim að velja hvort þeir vildu nota hann eða ekki. Það ber vott um viðhorf til bloggara sem ég er ekki sáttur við. Sýnist á kommentum við síðustu færslu að margir bloggarar hér séu mér sammála um þetta.

Ég hef vanist því í þeim bloggkerfum sem ég þekki að forræði bloggarans á eigin svæði og útliti þess sé algjörlega virt. Mér finnst ástæða til að blog.is skýri betur hugmyndir sínar um samskipti bloggara og rekstraraðila og einnig greini þeir frá í hvaða áttir þeir ætla að þróa svæðið sem mér sýnist að sé að verða afar óvenjulegt ef ekki einstakt meðal bloggsvæða, amk kann ég ekki að nefna annað svæði þessu líkt.

Ég er sem sagt á því að með stjörnunum hafi starfsmenn blog.is hlaupið á sig og gert vitleysu. Hins vegar tók ég of djúpt í árinni þegar ég talaði um vitleysing og þrjót af þessu tilefni, og er ljúft og skylt að biðja viðkomandi og lesendur velvirðingar á því. Mér leiðist að lesa skæting annarra og vil gjarnan  hlífa umhverfinu við slíku af mínum völdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband