18.1.2007 | 23:52
Er Framtíðarlandið við Austurvöll?
Það er mikið um fundarhöld hjá aðstandendum Framtíðarlandsins þessa dagana. Fundarefnið er alltaf hið sama: eiga samtökin að bjóða fram til alþingis í vor. Skiptar skoðanir eru í hópnum, sumir eru harðir á móti, sumir á báðum áttum, aðrir alveg áfjáðir.
Tveir forkólfa Framtíðarlandsins berjast harðast fyrir því að samtökin láti slag standa og bjóði fram til þings í vor. Þetta eru þau María Ellingsen, leikkona, og Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og MBA. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er einnig sögð nokkuð áhugasöm um að feta í fótspor móður sinnar, Þórhildar Þorleifsdóttur, fyrrum þingkonu.
Jakob Frímann er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og hefur tekið sæti á þingi á þessu kjörtímabili. Fyrr í vetur spreytti hann sig í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum en hlaut ekki brautargengi. En það er kannski ekki öll von úti enn fyrir Jakob því hann rær að því öllum árum að Framtíðarlandið setji stefnuna á þingframboð.
Ljóst þykir að ekki verði af framboði nema góð sátt takist um það í hópi helstu aðstandenda Framtíðarlandsins. Ef sú sátt næst munu þekktir menn eins og Andri Snær Magnason og Reynir Harðarson, stofnandi CCP, líta svo á að þeir verði skuldbundnir til þess að taka sæti á listanum. Þeir hafa sig þó lítið í frammi í umræðum um málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.1.2007 kl. 01:47 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.