hux

Herlög á þingi og í Sómalíu?

Gengi krónunnar fer ýmist hækkandi eða lækkandi en gengi orðanna fellur stöðugt. Nýjustu fréttir af gengisfalli orðanna eru þær að nú ríki herlög á Alþingi.

Þetta orð notuðu dramadrottningar í umræðum á Alþingi í gær og áttu við það að fundum var fram haldið samkvæmt dagskrá.  Össur Skarphéðinsson var þeirra á meðal og  bloggar líka um herlögin á þingi. Þetta er svo sem hvorki í fyrsta né annað skipti sem Össur ýkir svona rétt aðeins í sínum málflutningi og jafnvel rúmlega það. Hann er ekki alltaf jafnnákvæmur og þegar hann fjallar um kynlíf laxfiska en ég held að honum hafi sjaldan vafist tunga eins illilega um höfuð og nú þegar hann líkir deilum um fundarsköp við það ástand sem nú er á götum Sómalíu.  


mbl.is Umræður um Ríkisútvarpið hafa tekið 100 klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband