hux

Björgvin rasskellir Geir og Moggann

Björgvin G. Sigurðsson, ráðherraefni Samfylkingarinnar, tekur því þungt að Mogginn væni hann um að vera í leynimakki um væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hann skrifar pistil um málið á heimasíðu sína og er mikið niðri fyrir, og greinilegt að hann hefur áhyggjur af því að  Samfylkingin sé að tapa stöðu sinni sem leiðandi afl í stjórnarandstöðu eftir að stjórnarmyndunarþreifingar forystumanna í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki eru komnar upp á yfirborðið.

Í þessum pistli nefndi ég til sögunnar þá Samfylkingarmenn sem mest hafa daðrað við Sjálfstæðisflokkinn en Björgvin lítur á það sem hálfgerð meiðyrði að Mogginn selji allan 20 manna þingflokkinn undir sömu sök með því að nefna engin nöfn. Af þessu er ljóst að enn eru í Samfylkingunni menn sem er alvara með að hér verði mynduð ríkisstjórn á næsta kjörtímabili sem líti á það sem eitt sitt meginverkefni að efla og styrkja samband Íslands við Evrópu.

Björgvin tekur spunavél Moggans til bæna og segir síðan:

Íhaldið er að daga uppi sem nátttröll  í Evrópumálum og það blasir við að það mun kosta flokkinn í næstu kosningum ranki hann ekki við sér. Geir þorir ekki að stökkva yfir skuggann sinn og taka ráðin í sínar hendur.

Björgvin lætur sér nægja að skamma Moggann og Ingibjörgu en engum dylst að í orðum hans felst þung ádeila á Ingibjörgu Sólrúnu fyrir hvernig hún hélt á málum og blessaði yfir þessar þreifingar í viðtalinu við Moggann. Meira hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nokkuð viss um að ef sjallar  kalla samfó þá kemur imba fyrst og segir já en hvað fæ ég?

haukur (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband