15.1.2007 | 20:00
Ótrúleg lesning
Skýrslan Ríkisendurskoðunar um Byrgið er ótrúleg lesning. Af amk um 90 milljónum sem hafa komið þarna inn er ekki hægt að sjá að 40 milljónir króna hafi skilað sér inn í reksturinn. Vistmenn greiddu sumir leigu með reiðufé af örorkubótum sínum í hendur starfsmanna sem hvorki gáfu út nótu né færðu greiðsluna til bókar. Fyrirtæki með fimm starfsmenn, 5,5 milljóna bókaðan launakostnað, engan húsnæðiskostnað sem heitið getur og varla nokkurn matarkostnað. Afrakstur fjársafnana rann inn á einkareikning forstöðumannsins. Vistmenn í meira og minna ólaunaðri eða svartri vinnu við störf. Í hvað fór þá peningurinn? Ekki í reksturinn.
Salvör viðskiptafræðingur og framsóknarkona telur ekkert benda til þess auðgunarásetningur hafi verið á ferðinni, ef ég skil hana rétt. Systir Kidda sleggju er ekki lengi að kenna Magnúsi félagamálaráðherra um allt málið, ef ég skil hana rétt. (uppfærsla eftir aths. Systir Kidda gerir athugasemd hér að neðan og segir að ég hafi misskilið hana, hún hafi þvert á móti verið að gagnrýna útskýringar og réttlætingar Guðmundar en alls ekki skella skuld á ráðherrann. Ekki var það nú ætlunin.)
Það er kannski bara innræti mitt en þegar ég les þessa skýrslu og rifja upp Kompásþáttinn finnst mér ég vera að lesa sögu um þaulskipulagða glæpastarfsemi. Mér finnst það vera vanvirða við allt það mikla og góða sjálfboðaliða- og líknarstarf sem fram fer í landinu í þágu alkóhólista og fíkla að ræða það í þessu samhengi. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar um að vísa málinu til Ríkissaksóknara segir náttúrlega að stofnunin telur að hér séu á ferðinni alvarleg hegningarlagabrot. Ég hef lesið margar skýrslur frá Ríkisendurskoðun en enga líka þessari. Þarna stendur ekki steinn yfir steini.
Í hverjum miðlinum á eftir öðrum eru Guðmundur Jónsson og aðstoðarmaður hans að setja á langar ræður, þetta er allt bókaranum að kenna skilst mér. Hvað er í gangi? Væri ekki nær að ræða við sérfræðinga í rekstri og e.t.v. hæstaréttarlögmenn um hvaða sögu þessi skýrsla segir í raun og veru um starfsemina. Eða á maður bara að bíða rólegur eftir næsta Kompásþætti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2007 kl. 19:34 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara það sem við er að búast þegar ríki og borg velta ábyrgð á félagslegum vandamálum yfir á heilagsandakuklara og gefa lítið fyrir eftirlit með starfseminni og/eða fagleg vinnubrögð þegar að því kemur að hjálpa fólki. Out of sight out of mind... hmmm.
Óli Kristján (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:26
kannski en það eru margir aðrir aðilar að sinna sama hóp og byrgið, það er rangt að þeir séu þeir einu sem sinna götufólkinu. eini munurinn er yfirburðir byrgisins í að skapa sér ímynd með aðstoð fjölmiðla, á því byggist sérstaðan, og það tak sem þetta apparat náði á stjórnmálamönnum. Það sýnir hrokann að þeir skrifuðu ekki einu sinni undir samninginn sem ráðuneytið taldi sig þó bundið af. Byrgið ætlaði sér meira vitandi að þeir gætu alltaf hringt í fréttastofurnar og farið með þá á vettvang í smá tilfinningaklám um góðu mennina sem voru að bjarga fíklunum undan vanrækslu stjórnmálamannanna. Assgoti gott myndefni. Málið er að það er fólk í raun og veru út um allan bæ að vinna sams konar starf í einlægni og kyrrþey og af fagmennsku fyrir þennan sama vonlausa hóp fíkla og alkóhólista, það fær minni pening vegna þess sem var sóað til byrgisins. Hins vegar hafa ríki og borg velt af sér ábyrgðinni með því að hunsa kröfur um t.d. greiningarstöð eins og þessi góði maður hefur lengi barist fyrir, batterí sem hefur yfirsýn yfir meðferðarstarfið í heild og faglegt inntak starfseminnar.
Pétur Gunnarsson, 15.1.2007 kl. 23:24
ég verð að svara því mér fannst tónninn þannig eins og ég viðskiptafræðingurinn sæi ekki í gegnum fjárplógsstarfsemi hjá guðsmanninum.
Það eru vissulega margir furðupóstar í því sem við fáum að vita um þennan rekstur t.d. að svo mikið hafi farið í bíla og formaðurinn skipt um bíl á hverju ári. Þó það sé flottræfilsháttur og óhófseyðsla þá get ég ekki sjálfkrafa tekið það sem dæmi um fjárdrátt svo fremi sem þessi bílafloti hafi verið notaður í rekstri Byrgisins. Það er augljóst á þessum rekstri að það þarf bíla og flutninga, það þarf að ferja til vistmenn og það þarf að sækja allan þennan ókeypis mat sem Byrgið var duglegt við að afla. Svo geri ég fastlega ráð fyrir að starfsmenn Byrgisins eigi að fá laun og einhver hluti af þessum skrýtnu millifærslum séu laun. Ég get haldið margt slæmt um Guðmund í Byrginu en ég held ekki að á syndaregistri hans sé einhver útpæld plott að draga af sér fé. Ég held þvert á móti að hann sé hugsjónamaður og trúi á það sem hann er að gera. Ég held hins vegar að hann sé ófær um að veita forstöðu svona heimili og að bera ábyrgð á fjármunum. En mér finnst ástæða til að dæma fólk sem liggur ekki harðara en það á skilið og láta hann njóta vafans um hvert um er að ræða gífurlega óráðsíu og að fólk geri ekki greinamun á sjálfum sér og stofnuninni eða ósvífið plott til að draga að sér fé sem átti að renna til framfærslu mikið veiks fólks.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.1.2007 kl. 00:41
Ekki tókst þér að skilja þessa setniningu rétt Pétur. Ég var þarna að benda á hugsanlegt og trúlegt siðleysi Guðmundar, sem kenndi félagsmálaráðherra um lokunina en taldi sig ekkert hafa gert rangt.
Systir Kidda sleggju
Katrín (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 17:57
Uss, er þetta ekki dæmigert fyrir karlmenn að geta ekki skilið svona setningu öðru vísi en að klúðra því, leiðrétti.
Salvör, nei mér fannst þú aðallega fara svolítið bratt í að hafa skoðun á fyrirætlunum Guðmundar, ég held að fólk telji yfirleitt að það gera það sem er rétt og gott, en oft blindumst við af eigingirni og sjálfselsku. Sumir hafa meiri hæfileika til þess að réttlæta gerðir sínar og upphefja mótív sín en aðrir. Þess vegna held ég að það eina sem er að marka séu verkin sem eftir liggja. Ég held að það sé allt fullkomlega óljóst um þann árangur sem starfið í byrginu hefur skilað og hve margir eru í dag edrú úti í þjóðfélaginu ári eftir að dvöl er lokið á byrginu. En það má að vissu leyti segja um alla meðferðaraðila að það er lítið gert til þess að fylgjast með inntaki starfseminnar og þeim árangri sem hún skilar.
Pétur Gunnarsson, 16.1.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.