14.1.2007 | 14:56
Korter í þrjú
Athyglisverðast við viðtal Moggans við Ingibjörgu Sólrúnu finnst mér að hún viðurkennir þann orðróm sem lengi hefur verið í gangi um þreifingar áhrifafólks í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki um ríkisstjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili.
Orðrómur um gagnkvæmar pólitískar þreifingar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór í gang fljótlega eftir formannsskiptin í Sjálfstæðisflokknum. Í upphafi var rætt um að helstu áhugamenn um þetta væru tveir starfsmenn Landsbankans, - Borgar Þór Einarsson, stjúpsonur Geirs H. Haarde og formaður SUS, og Ásgeir Friðgeirsson, varaþingmaður og áhrifamikill baktjaldamaður í Samfylkingunni. Það var farið að tala um að það væri helsta verkefni þeirra tvímenningananna að skapa skilyrði fyrir þessu ríkisstjórnarsamstarfi, - Landsbankastjórninni. Það er talsvert verkefni að brúa það bil sem varð milli flokkanna tveggja í átökunum á síðustu misserum Davíðs Oddssonar í forsætisráðherrastóli.
En nú í haust var fór að spyrjast út að þessar þreifingar hefðu borið þann árangur að Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín væru farnar að tala mikið saman og skapa frekari jarðveg fyrir viðræður milli flokkanna tveggja. Þetta hefur verið á vitorði fjölmargra þingmanna úr báðum flokkum og heimildir mínar um þetta eru úr þeim hópi. "Samkennd kvenna á þingi þvert á flokka" er forsíðufyrirsögn Moggans með tilvísun í viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las það var samkenndin sem orðin er til milli þeirra Ingibjargar og Þorgerðar.
Svo eru þingmenn Samfylkingarinnar eins og Kristján Möller og Lúðvík Bergvinsson ötulir í vinnu við brúarsmíði yfir til Sjálfstæðisflokksins, eða eru það kannski pólitísk jarðgöng sem þeir eru að grafa, Siglfirðingurinn og Eyjamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar?
Í dag staðfestir formaður Samfylkingarinnar svo á síðum Morgunblaðsins að þessar viðræður hafi verið í gangi. Auðvitað er skiljanlegt að Samfylkingin líti á það sem spurningu um sitt pólitíska líf eða dauða að komast í ríkisstjórn. En um leið er þetta í raun besta staðfestingin á því að grundvallarhugmyndin sem tilvera Samfylkingarinnar átti að byggjast á er að engu orðin. Hún átti að vera hinn stóri flokkurinn á Íslandi, valkostur við Sjálfstæðisflokkinn.
Nú eru helstu áhrifamenn flokksins búnir að horfast í augu við að sá draumur rætist ekki og að Samfylkingin er bara enn einn smáflokkurinn og farinn að reyna að komast í hlutverk sætustu stelpunnar (eða einhverrar sem gerir sama gagn) sem Geir H. Haarde ætlar með heim af ballinu klukkan korter í þrjú aðfaranótt 13. maí í vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
X D og X B verða saman í ríkisstjórn 2007 - 2011.
Bollaspá (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 19:13
Það eru greinilega mjög spennandi umræður í gangi á kaffistofunni. Verð endilega að sjá þetta skemmtilega viðtal.
TómasHa, 15.1.2007 kl. 01:57
Merkilegast fannst mér að sjá á MBL viðtal/ritdóm við Agnesi Bragadóttur blaðamann um viðtal hennar við ISG. HVersu sjálfhverfir geta fjölmiðlar orðið???
Helgavalan (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 11:34
Mér þykir pólitíski penninn Pétur heldur taka völdin af analítíkernum Pétri. Vissulega má lesa margt útúr þessu viðtali. Það er öllum ljóst að S og V eiga við einhverja komplexa að glíma hvað varðar samstarf sín í milli. Báðir flokkar vilja í ríkisstjórn en meðan ísinn er jafn þéttur og raun ber vitni er eðlilegt að báðir keppist við að strjúka Sjálfstæðisflokknum á bak við tjöldin.
Hreppurinn (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.