13.1.2007 | 12:17
DV og Baggalútur í Brautarholtið
DV mun flytja úr Skaftahlíðinni á næstunni og í Brautarholt 28, A.Karlssonar húsið. Þar er nú verið að innrétta húsnæði fyrir blaðið.
Blaðið fær líka nýjan umsjónarmann menningarefnis á næstunni, það verður Guðmundur Pálsson, best þekktur sem söngvari í Baggalúti. Gengið var frá ráðningu hans í gær.
Sme er nú búinn að gefa út tvö tölublöð af DV og á því sem kom út í gær sést að auglýsingamarkaðurinn tekur vel á móti honum. Auglýsingahlutfallið er margfalt hærra en undanfarin þrjú ár og venjuleg fyrirtæki eru farin að auglýsa aftur í blaðinu, ekki bara vídeóleigur og súludansstaðir. Goldfinger auglýsir enn, en það fyrirtæki hélt nánast blaðinu uppi síðustu misserin. Auglýsingar þess eru nú í íþróttakálfinum. Svo er einhver hjálpartækjabanki á baksíðunni og má segja að það séu mest áberandi leifarnar af gamla blaðinu. Umfjöllunin er öll fréttalegri en áður og ég held að þetta líti bara nokkuð vel út hjá kallinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ENGIN SMÁ TILÞRIF - EÐA HVAÐ?
Allir sem hafa alið aldur sinn meira eða minna á fjölmiðlamarkaðnum eða bara í boltanum yfirleitt, þekkja það að auglýsendur gera ýmsar tilraunir - eru sem sagt iðulega til í að máta sig fremur en missa af einhverju. Sóun á þessum vettvangi er yfirgengileg og endar 90:10 á vonbrigðum neytenda og/eða gjaldþroti útgefenda. Þetta er bara svona, aðallega skipbrot eitt eftir öðru.
Markaðurinn ræður því auðvitað hvort hann tekur við þessari nýjustu tilraun til að DV nái viðurkenningu á ný eftir allar hrakfarirnar. Efnistök "kallsins" eru ekki það sem ræður úrslitum. Þetta er einfaldlega ekki ábatasamur bissness.
Herbert Guðmundsson, 14.1.2007 kl. 00:06
Dr. Gunni sagdi thetta i desember:
NT. Fór á hausinn. Helgarpósturinn. Fór á hausinn. Pressan. Fór á hausinn. Eintak. Fór á hausinn. Stöð 3. Fór á hausinn. Þjóðviljinn. Fór á hausinn. Dagur. Fór á hausinn. NFS. Fór á hausinn. Talstöðin. Fór á hausinn. Radíó Reykjavík. Fór á hausinn. Tíminn. Fór á hausinn. Alþýðublaðið. Fór á hausinn. Aðalstöðin. Fór á hausinn. Ég man ekki meira en það hefur örugglega farið á hausinn líka. Að reka fjölmiðil á Íslandi (300.000 manns, ég endurtek, 300.000 manns) er geðveiki nema það sé gulltryggt með ríkisfé. Framboðið snöggtum meira en eftirspurnin sem sannaðist á geðveikan hátt þegar tíðindaleysið og áhugaleysið dró lífið úr NFS. Samt eru ennþá menn sem trúa því að NFS hefði getað gengið á endanum ef Jón Ásgeir hefði viljað tapa á því í nokkur ár í viðbót. Staðreynd: Það er ekkert að frétta hérna 90% úr árinu. Staðreynd: Það eru ekki nógu margir almennilegir blaðamenn til að segja frá því þótt eitthvað væri að gerast hérna. Staðreynd: Það er enginn að hlusta. Það er enginn að lesa. Það nennir enginn að fylgjast með engu. Staðreynd: Eina liðið sem hefur gaman að fylgjast með "hræringum á fjölmiðlamarkaði" (sem er næstum því það eina sem margar blöggsíður fjalla um) er fólk sem starfar í fjölmiðlum. Það telur að naflinn á sjálfum sér sé það sem allir vilja glápa á. Staðreynd: Þessi umræða er zzzz....
Hreppurinn (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.