12.1.2007 | 15:04
Þorgerður í góðum málum
Er ekki óhætt að fullyrða að kosningabaráttan sé byrjuð. Búið að tilkynna um þriggja milljarða viðbótarframlag til Háskólans og nú er verið að standa við loforð um milljarð króna af söluandvirði Landssímans til þess að bæta GSM-samband á þjóðveginum. Svo byrjar þingið á mánudag. Kosningaskjálftinn fer vaxandi dag frá degi.
Viðbótarframlag til Háskólans er sannarlega gott mál og rós í hnappagat Þorgerðar Katrínar. Núna virðist fátt geta komið í veg fyrir að hún vinni stórsigur í kosningunum í vor. Hún leiðir geysilega öflugan lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum og kæmi ekki á óvart þótt hún ynni hreinan meirihluta þingmanna í því kjördæmi.
Það er fyrst og fremst eitt sem ég held að gæti spillt þeim möguleika fyrir henni; það væri ef RÚV-frumvarpið gengi henni úr greipum. Það mun verða meginefni Alþingis í næstu viku og Þorgerður á mikið undir því að ekki verði orðið við kröfum stjórnarandstöðunnar um að fresta málinu. Örugglega er hluti þingmanna stjórnarflokkanna tilbúinn í slíka frestun en forysta Sjálfstæðisflokksins mun áreiðanlega ekki gefa kost á því enda mikilvægt fyrir pólitíska stöðu varaformanns flokksins að þetta mál sigli fumlaust í gegnum þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Það yrði reiðarslag fyrir hana að koma málinu ekki í gegnum þingið.
Þetta mál með GSM-sambandið er hins vegar eldgamalt, þessu var lýst yfir haustið 2005 í framhaldi af sölu Símans. Sennilega hafa menn geymt sér að klára samninginn og hrinda málinu í framkvæmd þar til hæfilega stutt væri í kosningar.
Síminn lýkur við uppbyggingu farsímanets á Hringveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælla er að gefa en þyggja - rúmum mánuði eftir að fjárlög eru samþykkt og skömmu fyrir kosningar, þá lofar menntamálaráðherrra mörgum milljörðum úr ríkisstjóði og skuldbindur næstu ríksstjórn nokkur ár fram í tímann. Þetta er ómerkilegt sjónarspil sem ráðherrar iðka nú hver í kapp við annan. Svona stefnumótun á að birtast í fjálagafrumvarpi hverju sinni.
Stúdent
Kristinn Haukur Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 15:49
Hún á væntanlega einhver tromp upp í erminni enn þá. 100 milljónir í lín og smá aura til framhaldsskólans...
TómasHa, 12.1.2007 kl. 15:51
Hárrétt hjá ykkur báðum, en RÚV er þyngsta pólitíska málið hennar og því mikilvægt fyrir hana að klára það.
Pétur Gunnarsson, 12.1.2007 kl. 16:11
Eru einhver veigamikil mál sem Þorgerður hefur náð að koma í gegn í sinni ráðherratíð. Þegar ég hugsa til baka þá man ég bara eftir því sem mistókst hjá henni eða fór illa.
T.d. kennaraverkfallið, fjölmiðlafrumvarpið fræga, stytting náms til stúdentsprófs, samræmd próf í framhaldsskólum og nú önnur mislukkuð tilraun til að hlutafélagavæða RÚV.
Ég vona nú að með því að henda milljörðum í HÍ utan fjárlaga nái Þorgerður ekki að afmá minningarnar um hennar mislukkaða ráðherraferil.
Jón Sigurður Friðriksson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 17:39
RÚV málið er einungis smjörklípa. Það er ekki þungamiðja menntamála eða menningarmála hér á landi. Síður en svo. Þorgerður Katrín hefur staðið sig býsna vel sem menntamálaráðherra að mínu mati. Fjölmiðlafrumvarpið var komið til sögunnar löngu áður en hún tók við embættinu sem og önnur mál sem þú nefnir. Hún hefur leyst vel úr þeim vandamálum, sem fyrir hana hafa verið lögð.
Júlíus Valsson, 13.1.2007 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.