11.1.2007 | 15:47
3ja sætis blús
Meiri vitleysan í þessum Hjörleifi framsóknarmanni á Akureyri sem býður 2 milljónir í hússjóð framsóknarfélagsins á Akureyri gegn því að hann fái að vera í 3ja sæti á framboðslistanum. Ætla rétt að vona að hann fái þá útreið sem hann á skilið fyrir þetta uppátæki í kosningu á tvöföldu kjördæmisþingi aðra helgi.
En er þetta ekki hvort sem er ólöglegt eftir áramót? Þá tóku gildi ný lög um fjármál flokkanna þar sem enginn einstaklingur má leggja fram meira fé en 300.000 kr á ári til flokks. Er ekki ljóst að þau lög gera þessi áform Hjörleifs hvort sem er að engu, þ.e.a.s. ef félagar hans meðal framsóknarmanna á Akureyri væru nógu vitlausir til þess að vilja þiggja múturnar, sem ég hef reyndar enga trú á að þeir séu.
En það verða fleiri 3ju sæti í deiglunni aðra helgi því að þá ætla framsóknarmenn í NV-kjördæmi líka að ganga frá sínum framboðslista á kjördæmisþingi. Einhverra hluta vegna hefur það verið dregið allan þennan tíma en prófkjörið fór fram í byrjun nóvember. Í samræmi við úrslit prófkjörsins er gerð tillaga um að Kristinn H. Gunnarsson skipi 3ja sæti listans en hann hefur ekki enn lýst því yfir hvort hann ætli að þiggja það. Það ganga miklar sögur um að á kjördæmisþinginu muni Kristinn ganga úr flokknum og til liðs við frjálslynda. Það fylgir sögunni að það liggi fyrir samkomulag milli hans og Guðjóns Arnars um að Kristinn verði í 2. sæti á lista frjálslyndra í kjördæminu en að Sigurjón Þórðarson flytjist milli kjördæma og verði oddviti frjálslyndra í Norðausturkjördæmi.
Sjáum hvað setur en allavegna ætti næsta vika að vera Kristni nokkuð hagstæð ef hann vill nota hana til þess að undirbúa brottför sína. Alþingi kemur saman á mánudag og þá verður RÚV frumvarpið væntanlega fljótlega á dagskrá. Í þeim umræðum mun Kristinn fá gott tækifæri til að gera ágreining við meirihluta þingflokksins og ríkisstjórnarinnar og semja forleik að úrsögn á málefnalegum forsendum. Ef það er þá ætlun hans að munstra sig á skipið hjá Adda Kitta Gauj.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.