Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.4.2007 | 20:25
Er þetta stefnan í málefnum Palestínu?
Ég fæ ekki almennilega botn í þetta ákvæði í ályktunum sjálfstæðismanna um að hafna "hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök" nema ég líti svo á að þetta sé það sem flokkurinn vill segja um málefni Palestínu. Hvar annars staðar í heiminum getur þetta átt við?
Að sjálfstæðismenn séu þarna að taka undir með Bandaríkjastjórn. Það sé útilokað að styðja sjálfstætt ríki Palestínumanna af því að allir skipulagðir pólitískir hópar í því landi sem njóta einhvers almenns stuðnings eru samkvæmt skilgreiningu Bush-stjórnarinnar hryðjuverkasamtök. Eða hvað?
Á síðasta þingi var samþykkt þingsályktunartillaga Jóns Kristjánssonar um að Íslendingar kosti sjúkrastöð í Palestínu. Ætli það framlag geti fallið undir "hvers kyns stuðning, að mati sjálfstæðismanna? Spyr sá sem ekki veit. Og hvaða þýðingu hefur þetta yfirleitt í íslenskum stjórnmálum nema sem yfirlýsing um takmörkun á þeirri mannúðaraðstoð sem flokkurinn vill að íslensk stjórnvöld veiti á alþjóðavettvangi?
![]() |
Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
14.4.2007 | 19:33
Styrkir og stoðir
Samfylkingin birti reikninga sína fyrir síðasta ár í dag og er allt gott um það að segja, en frá og með áramótum tók gildi ný og ströng löggjöf um fjármál flokkanna. Það vakti athygli mína að síðasta ár hefur greinilega verið afar gott í rekstrinum og var ég svo sem farinn að átta mig á því við að fylgjast með þeim krafti sem einkennir kosningabaráttu flokksins, Samfylkingin hefur auglýst meira en allir aðrir flokkar til samans það sem af er baráttunni.
Í reikningunum kemur fram að tekjur flokksins jukust um 37% frá árinu 2005 og námu alls 125,1 milljón króna. Á síðasta ári voru tekjurnar 91,3 milljónir. Ég fann svo á vef flokksins eldri ársreikninga og sá þá að nú hefur framsetningu reikninganna verið breytt. Nú eru tekjurnar settar fram í einu lagi en eldri útgáfa með yfirliti áranna 2001-2005 hafði sundurgreint tekjurnar og greint á milli tekna frá ríkinu, tekna frá þingflokki og frjálsra framlaga og styrkja. Síðastnefndi liðurinn, frjáls framlög og styrkir námu 9,1 milljón á árinu 2005, að því er fram kemur hér. Upphæð frjálsra framlaga og styrkja á árinu 2006 kemur ekki fram í því sem kynnt var í dag, og af því að ég gef mér að það hefði ekki farið fram hjá mér ef tekjur frá ríkinu og tekjur frá þingflokki hefðu aukist vegna lagasetningar á síðasta ári, ætla ég að leyfa mér að ganga út frá því að þessi 37% aukning á heildartekjunum hljóti að eiga rætur að rekja til aukningar á liðnum frjáls framlög og styrkir.
Nú kann tvennt að skýra þetta, annars vegar það að Samfylkingin hafi eflt styrktarmannakerfi sitt stórlega á síðasta ári og að nú greiði þúsundir flokksmanna reglulegt framlag til flokksins. Hin skýringin, sem mér sýnist hugsanleg, er sú að flokkurinn hafi gert mikið átak í því að safna inn styrkjum frá fyrirtækjum á síðasta ári til þess að safna sem mestu í sjóð fyrir áramót, en þá tóku einmitt gildi lög sem banna hærri styrki en 300.000 krónur frá einstökum aðilum. Kannski er þetta samansafn af hvoru tveggja, en ef maður gefur sér að eingöngu sé um aukningu á styrkjum að ræða hafa þeir aukist um 33,8 milljónir króna á síðasta ári, eða úr 9,1 milljón í 42,9. Ætli þróunin hafi líka verið svona hjá öðrum flokkum í lok síðasta árs?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2007 | 11:55
JBH tekur undir kjarnann í málflutningi Ómars
Dæmi um hið pólitíska fréttamat á Mogganum kemur vel fram á forsíðu blaðsins í dag, þykir mér. Þar er neðst á forsíðunni rammi með tilvísun í grein Jóns Baldvins, sem þekur heila opnu og tvo dálka að auki í Lesbókinni. Þetta er einn af "bókardómum" JBH og nú er það bók Steingríms J frá því fyrir jól sem verður JBH að tilefni til þess að setja á langa ræðu, sem segir lítið um bókina, en mikið um hugmyndir JBH. Er það vitaskuld hin athyglisverðasta lesning og get ég tekið undir allt sem þar kemur fram um ESB og Bandaríkin og hvet menn til að glugga í þetta.
En Mogginn velur að taka út úr þessu á forsíðu kafla þar sem Jón Baldvin ræðir um möguleikann á því að upp úr kjörkössunum komi svipuð staða og árið 1978 og er VG þá í hlutverki Alþýðuflokksins eftir stóran sigur sem fleytir fullt af órólegum nýliðum inn á þing. Hér velur Mogginn að nota það sem nýtist Sjálfstæðisflokknum til að halda á lofti glundroðakenningunni um eilífa sundurþykkju á vinstri vængnum. Hins vegar er sleppt raunverulegri frétt inn í stöðuna í dag. Hún er sú að þótt JBH hafi mætt á landsfund Samfylkingarinnar í gær er hann ennþá mjög hallur undir Íslandshreyfingu Ómars. Það birtist strax í næstu setningu við það sem Moggin dregur út þegar JBH segir:
Og Íslandshreyfing Ómars og Margrétar. Getur hún fengið nægilega mörg atkvæði frá stjórnarflokkunum báðum, frá þeim kjósendum, sem vilja mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda og vanrækslu velferðarþjónustunnar, til þess að Íslandshreyfingin geti ráðið úrslitum um myndun ríkisstjórnar vorið 2007? Eins og Hannibal gerði með Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna 1971. Burt séð frá föstum liðum eins og venjulega í íslenskri pólitík virðist þetta vera lykilspurningin um stjórnarmyndunarkosti að loknum kosningunum 2007.
Þarna tekur JBH beinlínis undir kjarnann í málflutningi Ómars Ragnarssonar og staðfestir að það er ekki af tilefnislausu rætt um tengsl hans við Íslandshreyfinguna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2007 | 11:53
Risinn upp við dogg
14.4.2007 | 00:05
Fréttayfirlit
Kíkið á Kastljósið þar sem Kristrún Heimisdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir mættust. Ragnheiði Elínu er greinilega ekki fysjað saman, situr pollróleg undir þessu.
Ég held að orðið "Samfylkingin" hafi komið tæplega fjörutíu sinnum fyrir í ræðu Ingibjargar Sólrúnar við setningu landsfundarins í dag. Hún talaði líka um að hún væri að heyja hina "góðu baráttu"...
Diddú söng við setningu landsfundar Samfylkingarinnar - og líka við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær.
Ingibjörg Sólrún nefndi sérstaklega í ræðunni - þótt það komi ekki fram í textanum - að Jón Baldvin væri viðstaddur landsfundinn, það gerir Össur líka í nýjum pistli. Þau leggja áherslu á að eyða orðrómi um tengsl JBH við Íslandshreyfinguna. Hún þakkaði líka Jóni Sigurðssyni, Margréti Frímannsdóttur og Öddu Báru Sigfúsdóttur fyrir komuna.
Það var slúðrað um það í dag að norrænu jafnaðarmannaflokksformennirnir, sem færðu Samfylkingunni traust frá Norðurlöndum, yrðu fluttir í Egilshöll í þyrlu af því að þær ættu að lenda í Keflavík rétt fyrir setningarathöfn landsfundarins. Veit einhver hvort það varð af því? Veðrið gæti hafa sett strik í reikninginn, það var rok og rigning um fjögurleytið.
RÚV segir frá því að Sigurður Kári sé að beita sér fyrir því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ályktunardrögum um samgöngumál verði breytt. Í drögunum er lagt til að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.
Heiða er með athyglisverðan samanburð á stefnu VG og Sjálfstæðisflokksins í nokkrum málum.
Óli Björn er með góða spurningu til Steingríms J. Sigfússonar: hvernig gengur það upp að óska eftir fjárstuðningi frá Alcan eftir að þú hafði uppi stór orð um þá "ósvinnu" að sama fyrirtæki væri kostunaraðili á Kryddsíld Stöðvar 2?
Það hefur lítið farið fyrir fréttum af því hvernig stóð á því að nú hefur slitnað upp úr samstarfi Höfuðborgarsamtakanna og baráttusamtakanna hennar Arndísar Björnsdóttur. Hér er sagt frá því að ástæðan sé sú að Arndís krafðist þess að Höfuðborgarsamtökin hættu við að berjast gegn flugvellinum en það var einmitt helsta ástæða þess að þau samtök voru stofnuð.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er orðin aðstoðarritstjóri DV, auk þess að vera umsjónarmaður Helgarblaðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2007 | 11:19
Meðal annarra jeppa
Aldrei hef ég séð jafnmarga jeppa samankomna á jafnlitlu svæði og í gær þegar ég átti erindi inn í Þróttarheimili á sama tíma og setningarathöfn landsfundar Sjálfstæðisflokksins stóð yfir í Laugardalshöllinni. Kíkti svo á upptöku af setningarathöfninni sjálfri á netinu.
Ég hef ekki séð jafnmikinn samruna stjórnmála og leikhúss á Íslandi og fram kom í því hvernig forysta flokksins steig upp á sviðið. Tjaldi var lyft og þá stóðu á sviðinu Geir Haarde og Þorgerður Katrín umkringd þingmönnum og frambjóðendum flokksins. Bakgrunnurinn var nánast sá sami og notaður var á fyrstu auglýsingaherferð Camerons fyrir breska íhaldsflokkinn, blár himinn yfir gróinni fjallshlíð.
Bæði Geir og Þorgerður voru með þráðlausa míkrófóna á sér og ávörpuðu samkomuna saman, þarna var staðfest að sjálfstæðismenn ætla að ekki reyna að ná upp einhverri leiðtogadýrkun á Geir einum heldur keyra á breiddina og samstöðuna. Ég held ekki að varaformaður hafi áður fengið svo stórt hlutverk við setningarathöfn landsfundar, ég tók þátt í að dekka þá nokkra þegar ég vann á Mogganum. Ræðan sjálf fannst mér ekki sæta miklum tíðindum, en mér fannst athyglisvert yfirlitið hjá Fréttablaðinu yfir það sem bar þar á góma og bar ekki á góma.
Það verður athyglisvert að bera saman fund sjálfstæðismanna og landsfund Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Með því að halda fund sinn á sama tíma og sjálfstæðismenn býður Samfylkingin upp á margvíslegan samanburð á efni og umgjörð. Það var djarfur leikur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.4.2007 | 09:45
Mér sýnist hann vera að grænka
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2007 | 09:44
Hrein tunga - langt nef
Það er ekki ólíklegt - miðað við skoðanakannanir - að Paul Nikolov eigi eftir að kynnast þingmannsstarfinu á næstu árum. Hann er í 3ja sæti í Reykjavík norður hjá VG og verður amk varaþingmaður nema skoðanakönnun Blaðsins sé fyrirboði þess að það sé að fjara undan VG. Paul er bandarískur og hefur búið hér á landi í nokkur ár. Því er ég að ræða hans persónu hér að hann bloggar hér á moggablogginu og lætur það ekki aftra sér frá því að skrifa á íslensku að tök hans á íslenskri málfræði eru langt frá því fullkomin. Þess vegna sér maður svona setningu á blogginu hans:
Ég fagna mjög þetta frétt. Hafnarfjörður á margir innflytjendur, og það er gott að sjá að það er til fjölmiðill sem endurspegla því.
Mér finnst það gott hjá Paul að láta málfræðina ekki stoppa sig frá því að tjá sig í rituðu máli en ég er klár á því að mörgum, sem aldir eru upp við hugmyndina um hreina tungu sem æðstu dyggð, finnst erfið tilhugsun að maður með svo "ófullkomin tök" á íslensku máli sé líklegt þingmannsefni. En þeir sem vilja líta fram hjá umbúðunum og leita að boðskapnum þurfa ekki að láta það þvælast fyrir sér og geta tileinkað sér framlag Pauls.
Það er svo annað mál að það vakna ýmsar spurningar setjist Paul á þing. Mun hann þurfa að einhverju leyti þjónustu túlks eða þýðanda til að tileinka sér efni þingskjalanna? Á hann þá ekki bara rétt á því rétt eins og þeir sem vegna heyrnar- eða sjónskerðingar þurfa aðstoð við þingstörfin? Það bíða áreiðanlega athyglisverðar umræður um endamörk fjölmenningarsamfélagsins og stöðu íslenskrar tungu þegar fyrsti 1. kynslóðar innflytjandinn sest á þing.
ps. leiðrétti hér setningu að ofan eftir ábendingu frá prófarkalesara síðunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.4.2007 | 13:21
Glöggt er gests augað
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.4.2007 | 10:52
Kemur traustið að utan?
Samfylkingin kynnti í gær efnahagsstefnu sína og af því að það er margt til í því hjá Ingibjörgu Sólrúnu að þingflokkurinn nýtur ekki trausts þjóðarinnar var stefnumótuninni úthýst til fyrrverandi Seðlabankastjóra, sem ber hið þjóðlega nafn Jón Sigurðsson og var iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ofanverðri síðustu öld. Samfylkingin hafði að nokkru leyti undirbúið jarðveginn fyrir kynningu þessarar stefnu með greinarskrifum framkvæmdastjóra ASÍ í siðustu viku.
Morgunblaðið fjallar í leiðara í dag um þessa efnahagsstefnu og bendir á að það sé dýpt og þungi í gagnrýni hins virta sérfræðings, sem mótað hefur stefnuna sem samþykkt verður umorðalaust á landsfundi umræðustjórnmálaflokksins mikla sem hefst á morgun. Sá böggull fylgi þó skammrifi að stefnan kalli á að forysta Samfylkingarinnar svari öðrum spurningum. Efnahagsstefna Jón Sigurðssonar felur í sér gagnrýni á hagstjórnina og kallar eftir því að dregið verði úr ríkisútgjöldum og fjárfestingaráformum ríkisins á næsta kjörtímabili. Því spyr Mogginn:
Úr því að þetta er mat Samfylkingarinnar hljóta forráðamenn hennar að upplýsa kjósendur um það hvaða útgjöldum ríkissjóðs þeir ætla að draga úr og hvaða fjárfestingaráformum þeir ætla að hægja á?
Ég tek undir þessa spurningu og í fullri hógværð býð ég Samfylkingunni afnot af kommentakerfinu hér til að koma svarinu á framfæri. Í leiðinni þætti mér vænt um að fá svar við annarri spurningu Moggans:
Ætlar Samfylkingin komist hún til valda t.d. að falla frá fyrirhugaðri tvöföldun hringvegar til austurs og vesturs frá höfuðborgarsvæðinu?
En auðvitað er það ósanngjarnt af mér, andstæðingi Samfylkingarinnar, að eigna Jóni Sigurðssyni einum efnahagsstefnuna sem kynnt var í gær. Auðvitað hafa forsvarsmenn flokksins sjálfir tekið þátt í starfinu. Líklega hafa þingmenn og jafnvel starfsmenn flokksins lagt hönd á plóg, t.d. í þeim köflum sem Morgunblaðið lýsir með þessum orðum:
Um leið og rit þetta einkennist af mikilli þekkingu á efnahagsmálum og yfirsýn koma þar líka fram skrýtnar vísbendingar um óraunsæi og takmarkaða þekkingu á því sem er að gerast í grasrót atvinnulífsins. [...] Svona fáránlegar staðhæfingar draga úr trúverðugleika kynningarrits Samfylkingarinnar um efnahagsmál.
Þannig að kenning mín er sú að Jón Sigurðsson eigi kaflana sem eru svona traustir en þingflokkurinn, sem nýtur jú ekki trausts, að sögn flokksformannsins, hina kaflana sem Mogginn segir að séu ekki traustir heldur skrýtnir. Var nokkuð að því spurt á blaðamannafundinum í gær hvort Jón Sigurðsson verði ráðherra á vegum Samfylkingarinnar í nýrri ríkisstjórn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar