21.9.2006 | 22:17
Helga Vala í prófkjör hjá Samfylkingunni í Norðvestur
Helga Vala Helgadóttir er í þann veginn að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hún mun setja markið á 2.-3. sætið og kemur sterk inn í baráttuna.
Helga Vala, leikarari, leikstjóri, fjölmiðlakona, laganemi, og bæjarstjórafrú er nýlega flutt til Bolungarvíkur ásamt eiginmanni sínum, Grími Atlasyni bæjarstjóra. Ekki er vafi á að hún mun hressa verulega upp á framboðslista Samfylkingarinnar í kjördæminu. Í prófkjörinu mun Helga Vala meðal annars etja kappi við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, Sigurð Pétursson, Bryndísi Friðgeirsdóttur og Karl V. Matthíasson, að ógleymdum Guðbjarti Hannessyni, skólastjóra á Akranesi, sem spáð er sigri í baráttunni um 1. sætið.
21.9.2006 | 21:06
Athyglisverður árangur
Eftir seinni grein Hreins Loftssonar í Morgunblaðinu virðist ljóst að skuldir Dagsbrúnar eru 54 milljarðar króna en ekki 73 milljarðar króna. Rétt skal vera rétt.
Með þessu hefur Hreinn - að því er virðist - færst nær því marki að sýna fram á að Björn Bjarnason hafi farið með rangt mál um fjármál Dagsbrúnar annars vegar og fjármál ríkisins hins vegar. Hreinn hefur einnig náð þeim árangri með ritdeilu sinni við Björn að framvegis munu margir hugsa til skulda ríkissjóðs þegar skuldastaða Dagsbrúnar berst í tal.
21.9.2006 | 21:02
Össur
21.9.2006 | 12:20
Hvað er málið?
FL Group rýkur upp, Hannes Smárason kaupir og kaupir, ætli það sé rétt sem mér er sagt að hann sé búinn að finna nýjan kjölfestufjárfesti í Icelandair?
Það getur ekki verið. Ég hef ekkert vit á þessu, treysti bara á Hafliða, sem var að segja á NFS að allt gangi sinn vanagang á markaðnum.
21.9.2006 | 12:00
Í skugga spámannsins
Lúðvík, Björgvin og Jón slást um að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Af heimasíðunum skuluð þið þekkja þá, sjá hér, hér og hér.
Svo er spurning hvort spádómurinn muni rætast.
21.9.2006 | 11:58
Segðu mér hverju þú mótmælir...
Ungt fólk á Íslandi er aftur farið að mótmæla, það hefur skoðanir og því er ekki sama. Dag einn í sumar voru þrenn mótmæli á sama tíma. Sumir mótmæltu Kárahnjúkavirkjun, aðrir árásarstríði Ísraels gegn Líbanon. Sumir fóru niður á skattstofu og stóðu vörð um skattskrána.
Í dag er aðalfundur Heimdallar. Þar verður kosinn nýr formaður. Tvær ungar konur eru í framboði. Önnur þeirra verður í fararbroddi þegar Heimdellingar gera áhlaup á skattstofuna næsta sumar.
20.9.2006 | 21:35
Nægt framboð en takmörkuð eftirspurn
Árni Þór Sigurðsson er með fleiri járn í eldinum en væntanlegt þingframboð. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Akureyri í næstu viku og þar á að kjósa nýjan formann í stað Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra. Árni Þór hefur mikinn áhuga á embættinu og sækir það stíft. Fleiri eru um hituna.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sækist líka eftir að verða fremstur meðal jafningja í hópi sveitarstjórnarmanna. Þriðji maðurinn í spilinu er Smári Geirsson, nestor Samfylkingarmanna í Fjarðarbyggð. Smári hefur lengi verið orðaður við þessa stöðu og er án efa kominn lengra í sínum undibúningi fyrir þingið en hinir tveir.
Í raun eru framboð Árna Þórs og Halldórs andsvar við hugmyndinni um Smára Geirsson en lengi sumars leit út fyrir að all góð samstaða gæti náðst um hann.
Sú von er nú úti og því stefnir - að óbreyttu - í spennandi kosningar á Akureyri í næstu viku.
20.9.2006 | 15:30
Hljóð úr horni
Nú er sýslumanni nóg boðið:
20.9.2006 | 15:24
Gos í aðsigi?
Veit ekki alveg hvað þetta táknar en skjálftavirknin er greinilega orðin mikil.
20.9.2006 | 09:31
Skuldir, ritdeilur og Frammarar
Björn Bjarnason upplýsir í Mogganum í dag að hreinar skuldir ríkissjóðs séu um 60 milljarðar og hafi lækkað um 90 milljarða á síðasta ári.
Enn er ekki um það deilt að skuldir Dagsbrúnar séu 73 milljarðar. Eins og málið lítur út nú er staðan sú að það er rangt að skuldir íslenska ríkisins séu hærri en skuldir Dagsbrúnar. Nú er staðan sú að skuldir Dagsbrúnar eru hærri en skuldir ríkisins.
Er verið að bera saman epli og appelsínur? Hreinn á leikinn. Er Björn að reyna að slá ryki í augu okkar með því að bera saman hreinar skuldir ríkisins og heildarskuldir Dagsbrúnar?
Nú vantar Jón Steinar en Sveinn Andri hlýtur að vera sestur við tölvuna. Kannski Hallgrímur Helgason líka. Allt Frammarar .
19.9.2006 | 22:12
Damage control
Skuldir íslenska ríkisins eru hærri en skuldir Dagsbrúnar. Þetta upplýsir Hreinn Loftsson í Morgunblaðinu í dag.
Það sem rak Hrein til að upplýsa þetta var að Björn Bjarnason nefndi skuldir ríkisins og Dagsbrúnar í sömu andrá í pistli á heimasíðu sinni nýlega. Björn fór víst ekki rétt með tölur - hann hélt að ríkið skuldaði minna en 73 milljarða. Hreinn upplýsir að skuldir ríkisins séu samtals 206 milljarðar. Um leið staðfestir Hreinn að skuldir Dagsbrúnar séu 73 milljarðar króna, ef ég skil hann rétt.
Milljarðar, prósentur og tonn eru ekki mitt fag, það þarf að skera þetta ofan í mig í munnbitum, t.d. með því að bera saman stöðu ríkissjóðs sem ég veit að veltir um 300 milljörðum og Dagsbrúnar sem ég held að velti 6 til 7 milljörðum.
Þegar Hreinn setur þetta svona fram þá skil ég loksins að Dagsbrún er í verulega vondum málum.
Ég veit ekki hvort það var gott "damage control" hjá Hreini að svara staðhæfingum á heimasíðu Björns í 53.000 prentuðum eintökum. Reyndar læðist að mér sá grunur að hann hafi fyrst og fremst viljað koma höggi á Björn og hafi gripið tækifærið loksins þegar það gafst. Björn er nefnilega ekki oft staðinn að því að fara rangt með staðreyndir. Líklega heldur Hreinn með Gulla í prófkjörinu.
Hvað sem honum gekk til kann ég Hreini bestu þakkir fyrir að setja stöðu Dagsbrúnar í samhengi sem ég skil. Ég les heimasíðu Björns oft og iðulega en þessi pistill hafði farið fram hjá mér.
19.9.2006 | 22:06
Öðru vísi mér áður brá
Frétt dagsins? Hvergi rekist á hana nema í hádegisfréttum RÚV. Samkomulag að nást í nefnd um fjármál stjórnmálaflokkanna?
19.9.2006 | 21:24
Marshall út, Sigmundur inn
Nýjustu fréttir? Eftir opna bréfið er ekki hægt að segja að þessi niðurstaða komi á óvart.
En hvernig sem allt fer mun ég halda því fram að þessi færsla mín sé rétt á því augnabliki sem hún er skrifuð.
19.9.2006 | 17:54
JFM í prófkjör?
Hellir Jakob Frímann Magnússon sér í prófkjörsslag Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi? Ég heyri að hann liggi nú undir feldi.
19.9.2006 | 12:03
NFS
Mér sýnist að hér sé AFAR vænlegt að líta við í leit að nýjum fréttum af framtíð NFS og afdrifum starfsfólksins.
Það er fleira bloggað um málið. Ekki-auglýsingastjórinn þekkir vel til. Hann skrifar Róbert opið bréf. Neðsta færslan á síðunni hans er líka athyglisverð.
Sigmar og Róbert hittust hér í gærkvöldi. Án þess þó að Sigmar nefndi þetta hér.
19.9.2006 | 11:35
Þættinum hefur borist bréf...
Það er svohljóðandi:
Heill og sæll, Pétur.
Dylgjur þær sem þú hefur eftir Magnúsi Kristinssyni um viðskipti Björgólfs Thors á bloggvef þínum með hlutabréf í Kaldbaki í aðdragandi sameiningar Burðaráss og Kaldbaks (NB. Viðskipti sem MK átti enga aðkomu að og veit ekkert meira um en þú) eru úr lausu lofti gripnar eins og flestir vita sem fylgjast bærilega með í íslensku viðskiptalíf. Mikið var um þessi viðskipti fjallað á sínum tíma, einkum í Morgunblaðinu. Aðrir miðlar tóku málið einnig upp. Hér að neðan sendi ég þér grein Soffiu Haraldsdóttur á Morgunblaðinu um þetta mál en þar ræður hún við málsaðila en enginn þeirr hefur nokkru sinni borið brigður á viðskiptin. Þetta er blaðamennska af ágætustu sort frá þínum uppeldisstöðvum. Þegar þú hefur lesið grein Soffíu og kynnt þér málsatvik þá skaltu láta reyna á eigin dómgreind um hvort þetta sé sambærilegt við þau gögn sem eru opinber um viðskiptin með Vöruveltuna.
Varðandi hugleiðingar MK um viðskipti BTB erlendis þá er það rétt að þau eru um margt ólík því sem kvótakóngur úr Vestmannaeyjum stundar. Mér er ekki kunnugt um viðskiptasigra MK á erlendri grundu þannig að eg veit ekki hvort það viðskiptavit sem felst í því að erfa kvóta hafi staðist próf hins alþjóðlega viðskiptalífs.
En hér kemur grein Soffíu, - sem þú getur að sjálfsögðu fundið sjálfur í ágætum gagnagrunni Morgunblaðsins sem því miður er alltof lítið notaður.
Kær kveðja,
Ásgeir Friðgeirsson
18.9.2006 | 20:39
Árni Páll fer fram í Kraganum
Árni Páll Árnason lögmaður er í þann veginn að tilkynna um framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum, að því er mínar heimildir herma. Ég veit ekki á hvaða sæti hann stefnir en tel borðleggjandi að hann ætli sér að vera í forystusveitinni.
Ég held að Árni Páll sé tvímælalaust sterkur frambjóðandi. Hann er einn helsti sérfræðingur landsins í Evrópurétti og var árum saman helsti lögfræðilegi ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar í Evrópumálum, m.a. á þeim tíma þegar Halldór setti fram hugmyndir um samband Íslands og ESB í frægum ræðum í Berlín og á Akureyri. Árni Páll hefur unnið fleiri verkefni fyrir núverandi ríkisstjórn og m.a. rekið mál fyrir hönd ríkisins fyrir ESA og EFTA-dómstólnum. Hann hefur þó alltaf verið Samfylkingarmaður, handgenginn Össuri og Jóni Baldvin.
Miklar sögur hafa verið um væntanlegt framboð Árna Páls undanfarið eða allt frá því að Jón Baldvin hélt þrumuræðu í fertugsafmæli hans fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann fór hástemmdum orðum um afmælisbarnið og talaði um hann sem einn af framtíðarleiðtogum Samfylkingarinnar. Væntanlega hefur Jón Baldvin m.a verið að vísa til Árna Páls þegar hann ræddi um nauðsyn þess að endurnýja í þingflokki Samfylkingarinnar til þess að hleypa að fólki sem nyti trausts og væri fært til verka.
18.9.2006 | 14:02
Beðið eftir 2011?
Samfylkingin er að skapa sér stöðu sem veitir ýmsa möguleika. Flokkurinn á nú kost á að stilla upp nýju fólki í oddvitastöður í þremur kjördæmum. Jón Baldvin og fleiri hafa kallað eftir því að gerð yrði breyting og stillt upp verkfæru fólki og fólki sem nyti trausts. Jóhann, Rannveig og Margrét hafa nú skapað jarðveg fyrir þessa endurnýjun. Ef vel tekst til gæti það eflt Samfylkinguna og gert hana ferskari valkost fyrir kjósendur og máð af henni gamla allaballastimpilinn.
Á sama tíma er staðan önnur í Framsóknarflokknum. Í dag er ekki raunhæft að ætla flokknum meira en sjö til átta þingmenn næsta vor. Eins og málið lítur út í dag verður aðeins endurnýjun í Reykjavík norður. Þar er búist við að nýr formaður hasli sér völl í stað þess gamla, og þá á kostnað nýjustu og ferskustu þingmanna flokksins, Guðjóns Ólafs og Sæunnar. Það er svo annað mál að þingsæti í Reykjavík norður er sýnd veiði en ekki gefin fyrir formanninn eins og staðan er nú.
Mér finnst líklegra en hitt að framsóknarmenn verði utan ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili. Þingflokkur þeirra í stjórnandstöðu yrði að mestu skipaður þeim þrautreyndu stjórnmálamönnum sem eru í oddvitasætum flokksins nú, og vanari ríkissjórnarsetu en stjórnarandstöðu. Í dag er fátt sem bendir til þess að Framsóknarflokkurinn hafi afl til að skila ungu, öflugu fólki eins og Páli Magnússyni, Birni Inga Hrafnssyni, Sæunni Stefánsdóttur og Guðjóni Ólafi Jónssyni til frambúðar inn í landsmálapólitíkina fyrr en í fyrsta lagi árið 2011. Ætli þau verði flest ekki búin að snúa sér að einhverju öðru þegar þar að kemur?
17.9.2006 | 21:43
Eplið, eikin og almúginn
Ég heyri að Guðlaugur Þór verði Birni Bjarnasyni þungur í skauti í prófkjörsbaráttunni. Baráttan um annað sætið verður mæling á því hvernig flokkurinn er stemmdur í garð nánustu samherja Davíðs Oddssonar. Ákvörðun Gulla um að miða á 2. sætið þýðir að hann veðjar á að sú stemmning sé ekki mjög jákvæð.
Skil núna af hverju Gulli ætlar bara að vera stjórnarformaður í Orkuveitunni fyrsta árið á kjörtímabili nýrrar borgarstjórnar. Hann miðar á ráðherrastól næsta vor.
Heyri líka að Jóhanna Vilhjálmsdóttir í Kastljósi (fyrrverandi kærasta Guðlaugs Þórs) sé alvarlega að hugleiða framboð. Hún er dóttir Vilhjálms borgarstjóra.
Áslaug Friðriksdóttir, sem nýlega var kosin í stjórn Hvatar, er líka líkleg til að gefa kost á sér. Hún er dóttir Friðriks Sophussonar.
Svo er verið að vinna í Ingibjörgu Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ. Henni er ætlað að skipa hefðbundið sæti verkalýðsforingja á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar situr nú Guðmundur Hallvarðsson. Framboð Ingibjargar veit ekki á gott fyrir hann. Það er bara gert ráð fyrir einum fulltrúa verkalýðsins í partíinu. Hún lagar líka kynjahlutfallið. Tveir fyrir einn.
17.9.2006 | 21:38
Spurning um trúverðugleika?
Fyrir utan endursögn NFS og mola í Fbl. hef ég ekki séð neina umfjöllun um uppgjör Magnúsar Kristinssonar við Björgólf Thor. Ég er leikmaður en mér sýnast ásakanir hans að sumu leyti sambærilegar við þær sem Jón Gerald bar á Jón Ásgeir. Kannski finnst mönnum Magnús Kristinsson ekki jafntrúverðugur og Jón Gerald.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar