26.10.2006 | 18:14
Koddahjal dagsins
Sveitarstjórnarmenn halda áfram að lýsa yfir stuðningi við frambjóðendur. Borgarstjórinn í Reykjavík styður Gulla og nú blandar þessi bæjarstjóri sér í leikinn í öðru prófkjöri. Yfirlýsing hans er álíka óvænt og stuðningur Villa við Gulla, eða svona um það bil.
26.10.2006 | 12:59
Ertu að hlusta, Einar Kristinn?
Í viðtali við Jóhann Hauksson segir Illugi Gunnarsson m.a. þetta:
Ég vona að Illugi verði ekki undir og klemmist á milli í yfirstandandi borgarastyrjöld sjálfstæðismanna í Reykjavík. Öflugur og frjór náungi, sem hefur mikið fram að færa í pólitíkinni. Mensch, held ég að megi segja.26.10.2006 | 10:05
Vandræði
Mér er sagt að vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík séu nú á þrotum allar birgðir af vöfflumixi í verslunum í borginni.
26.10.2006 | 08:46
Hvenær styður maður mann III
Gulli og Villi svara fyrir sig á bls. 9 í Fréttablaðinu í dag. Heilsíðuauglýsing, þeir standa hlið við hlið, skælbrosandi og Vilhjálmur handskrifar stuðningsyfirlýsinguna sína til þess að það fari nú ekki á milli mála að hann standi með Gulla og að Björn hafi ekki haft leyfi til þess að tala um stuðning borgarstjórans við sig.
25.10.2006 | 21:44
Talsmaður neytenda
Gísli Tryggvason hefur sýnt að hann er prinsíppmaður og er kominn í fjölmiðlabindindi fram yfir prófkjör til þess að verja embætti sitt ásökunum um pólitíska misnotkun. Með þessari ákvörðun komst hann reyndar í fréttirnar en gott hjá honum og til háborinnar fyrirmyndar.
Nú er skarð fyrir skildi. Hver á að gæta hagsmuna neytenda og vera talsmaður þeirra? Eiga íslenskir neytendur nú engan vin? Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar leysi vandann. Ég hef því ákveðið að axla þessa ábyrgð í forföllum Gísla, eða fram til 4. nóvember. Ég mun ekki krefjast launa fyrir starfið ekki fremur en Kjartan Gunnarsson krafði Sjálfstæðisflokkinn um laun fyrir erfiði sitt. Maður verður að gera skyldu sína, eins og kallinn sagði. Hefst nú lesturinn:
Meðalverð á slægðri ýsu á fiskmörkuðum í síðustu viku var 167 kr./kg og framboðið gríðarlegt. Í dag borguðum við hjónin 1.300 krónur fyrir kílóið af ýsuflökum í búð. Það er eitthvað að.
Ég er að velta þessu fyrir mér í sambandi við verðlagið hér á landi. Nú eru ekki tollar eða vörugjöld að sprengja upp verðlagið á ýsunni. Landbúnaðarkerfið er mér engan veginn að skapi. Ég væri til í að hafa á því endaskipti og geta keypt osta hvaðanæva að en ég er hræddur um að það yrði ekki til þess að lækka verðið á ýsunni.
Íslenskir neytendur eru hafðir að fíflum á öllum sviðum, ekki bara í bensínsölu, bankaviðskiptum og verði á landbúnaðarvörum.
Góðar stundir.
25.10.2006 | 15:56
Hvenær styður maður mann II?
Í dag er dreift í hús í borginni bæklingum frá bæði Guðlaugi Þór og Birni Bjarnasyni. Báðir flagga því að þeir njóti stuðnings Vilhjálms borgarstjóra. Engum kemur á óvart að Vilhjálmur styðji Gulla, hann á honum sennilega öðrum fremur að þakka sigurinn í prófkjörinu sl. haust og þar með borgarstjórastólinn. Hins vegar hafa margir rekið upp stór augu við að sjá Vilhjálm á forsíðu stuðningsmannablaðs Björns. Vilhjálmur sjálfur er víst einn þeirra sem varð hissa, og hreint ekki glaður.
Það sem þarna mun hafa gerst er að Vilhjálmur flutti stutta tölu við opnun kosningaskrifstofu Björns og fór viðurkenningarorðum um frambjóðandann við það tækifæri, eins og tilheyrir. En mínar heimildir úr herbúðum Gulla herma að Vilhjálmur hafi verið alls óviðbúinn því að stuðningsmenn Björns tækju setningar úr þeirri tölu og settu með mynd á bæklings Björns til þess að gefa til kynna sérstakan stuðning borgarstjórans við Björn og þar með andstöðu við Gulla. Gamli, góði Villi hafi ekki gefið leyfi til þess að þetta efni væri notað á þennan hátt. Hann er sagður vera að velta fyrir sér viðbrögðum.
Það verður spennandi að sjá hvernig þeir fóstbræður Vilhjálmur borgarstjóri og Guðlaugur Þór bregðast við. Hvaða mótleik eiga þeir?
25.10.2006 | 14:02
Mæla skal þarft eða þegja
Mér finnst þetta rétt ábending hjá Guðmundi:
Það er í vinnu hjá ríkinu sem stjórnast af lögunum en ekki hjá mönnunum sem fara með ríkisvaldið hverju sinni. Þannig að nú er rétti tíminn fyrir alla litlu Landssímamennina að koma fram ef þeir hafa eitthvað að segja og tali þeir þá hreint út, það vantar ekki hálfkveðnar vísur inn í þessa umræðu. Hún líður hins vegar mjög fyrir skort á upplýsingum og staðreyndum.
25.10.2006 | 13:59
Egill dagsins
25.10.2006 | 12:43
Elín Alberts á Blaðið
Blaðinu hefur bæst góður liðsauki. Elín Albertsdóttir hefur verið ráðin þar til ábyrgðarstarfa á ritstjórninni og kemur til vinnu um næstu mánaðamót. Elín er með reyndustu mönnum í faginu, nýhætt sem ritstjóri Vikunnar og var áður lengi á DV. Væntanlega mun hún taka að sér störf á innblaðinu.
Einnig er komin í fréttir á Blaðinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, sem áður var aðstoðarritstjóri Vikunnar, og þar áður í fréttum á DV. Ekki er vafi á að það styrkir unga ritstjórn Blaðsins að fjölga þar reynsluboltum í hópi blaðamanna.
25.10.2006 | 10:32
Orð dagsins
Kristján G. Arngrímsson í viðhorfi í Morgunblaðinu:
24.10.2006 | 20:47
Hvenær styður maður mann?
Þorkell Sigurlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eimskip og nú stjórnandi hjá Háskólanum í Reykjavík, frétti nefnilega fyrst af því þegar hann var að lesa Moggann á laugardagsmorguninn að hann væri yfirlýstur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar. Þorkell hafði ekki hugmynd um það fyrr en hann las það í Mogganum að hann styddi Björn og meira að segja opinberlega. Honum brá sem von var og hringdi í Björn til þess að kalla eftir skýringum og árétta við hann að hann ætlaði ekki að lýsa yfir stuðningi við nokkurn mann í þessu prófkjöri nema Guðfinnu rektor í 3ja sætið.
Birni varð eðlilega ekki vel við að fá þetta símtal og baðst afsökunar. Hann hafði ekki sjálfur ákveðið að auglýsa stuðning Þorkels við sig heldur talið að stuðningsmenn sínir hefðu fengið leyfi hans sjálfs til þess. Svo var ekki.
Hið merkilega er að þetta mun ekki vera einsdæmi í þessari prófkjörsbaráttu. Frést hefur að fleiri sjálfstæðismönnum hafi svelgst á morgunkaffinu þegar þeir hafa lesið og séð sjálfa sig lýsa yfir stuðningi við mann og annan, að þeim sjálfum forspurðum.
24.10.2006 | 18:26
Orð dagsins
Lesið pistlil Guðmundar Magnússonar, sem fer vel yfir kaldastríðsmál og hleranir og kemur að kjarna málsins þegar hann segir:
24.10.2006 | 18:21
Atlaga dagsins
Össur botnar pistil dagsins um slag Björns og Gulla í prófkjöri sjálfstæðismanna með orðum sem ég gæti trúað að einhver líti á sem ósvífna atlögu:Hvernig á alþýða manna að bera traust til stjórnmálanna, þegar stærsti flokkur þjóðarinnar hagar sér einsog mexíkanskur bófaflokkur?
24.10.2006 | 18:06
Er þetta þín sjoppa, Halli?
Haraldur Johannessen segir sjálfsagt að taka ábendingar Ríkisendurskoðunar til skoðunar!! Maðurinn talar eins og þetta sé hans eigin sjoppa. Auðvitað er það dómsmálaráðherra en ekki Haraldur sem er ábyrgur fyrir því að 1. ábendingum Ríkisendurskoðunar um það sem betur má fara í rekstri ríkislögreglustjóra verði sinnt og 2. að stjórnendum embættisins sé treystandi til að hrinda þeim í framkvæmd.
24.10.2006 | 14:28
Ekki frétt dagsins
24.10.2006 | 10:44
Tímabær útrás
Halldór Ásgrímsson verður fínn í þetta:
Íslensk stjórnvöld sækjast eftir því að næsti aðalritari Norrænu ráðherranefndarinnar verði Íslendingur. Íslendingur hefur aldrei gegnt stöðunni.
24.10.2006 | 09:57
Blað skilur bakka og egg...
Staksteinar:
Það er t.d. ljóst að það gengur ekki hnífurinn á milli Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Andra Snæs Magnasonar rithöfundar þegar kemur að framtíðarsýn þeirra um landbúnaðarmál.
23.10.2006 | 23:50
Tilboð dagsins
Það eru víst 73% líkur á að þú notir Internet Explorer vafrann til þess að lesa þessa færslu. Má ekki bjóða þér í hinn exklúsíva 14% hóp sem nýtur frelsis með Firefox og ferðast áhyggjulaust um internetið. Hlekkur hér og hér er nýja útgáfan. Alveg ókeypis, allir velkomnir.
23.10.2006 | 10:46
Rétt athugað
22.10.2006 | 18:43
Getraun dagsins
Um hvað fjallar fimmta mest lesna frétt dagsins á vef BBC? Svarið fæst ef smellt er hér.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536817
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar