4.11.2006 | 09:50
Prófkjörsdagurinn mikli
Prófkjörsdagurinn mikli runninn upp. Í dag er meðal annars tvöfalt kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Í Fréttablaðinu í gær sagði að Siv Friðleifsdóttir hefði gríðarlegan styrk í kjördæminu og víst er að enginn býður sig fram gegn henni.
Í Blaðinu í dag eru svo einhverjir nafnlausir framsóknarmenn í kjördæminu að lýsa óánægju með að þeir fái ekki að kjósa um fyrsta sætið þótt Siv sé ein í kjöri. Þeir hefðu viljað sýna óánægju með auðum atkvæðum, ef ég skil rétt. Það gætu verið eftirmálar kjördæmisþingsins á dögunum þar sem Siv lenti meðal annars upp á kant við alla sveitarstjórnarmenn flokksins í kjördæminu, Ómar í Kópavogi, Sigrúnu í Garðabæ, Þröst í Mosfellsbæ og Guðrúnu Helgu á Seltjarnarnesi.
Ef það er svo að Siv hefur þann styrk í kjördæminu sem Fréttablaðið segir ætti Una María Óskarsdóttir að vera algjörlega örugg með sigur í baráttunni um annað sætið. Una María hefur lengi verið hægri hönd Sivjar og það er ekki vafi á því að heilbrigðisráðherra mun beita sér af öllu því afli sem hún býr yfir fyrir kjöri Unu Maríu í 2. sætið. Það eiga 380 manns rétt til að sitja á þinginu og taka þátt í kosningunni. Það verður fróðlegt að vita hvað margir mæta og kjósa. Þetta skýrist allt í dag.
4.11.2006 | 09:36
Jöfnum niður á við
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.
Friðlaus af öfund, eða er hægt að kalla þetta eitthvað annað? Er þetta virkilega stefna VG, ha Steingrímur? Ég segi bara eins og Björn Ingi, sem bendir líka á að þingmaðurinn virðist ekki vera mjög vel að sér um skatta og tekjur ríkisins. Kannski ekki að undra, VG hefur alltaf verið meira fyrir útgjöldin.
4.11.2006 | 09:35
Athyglisverð ummæli
Sæunn: Ég get ekki annað en sett ummæli seðlabankastjórans og pirring hans út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í samhengi við prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík.
4.11.2006 | 09:17
Hvar eru þau nú?
Rannsóknarblaðamennska á netinu: Í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík blogguðu 11 frambjóðendur, þar af 6 þingmenn flokksins. Aðeins einn í þessum hópi hefur haldið áfram að blogga eftir að prófkjörinu er lokið. Reynið að geta hver það er!
3.11.2006 | 22:39
Leiðtogi hins frjálsa heims
Guardian:British voters see George Bush as a greater danger to world peace than either the North Korean leader, Kim Jong-il, or the Iranian president, Mahmoud Ahmadinejad. Both countries were once cited by the US president as part of an "axis of evil", but it is Mr Bush who now alarms voters in countries with traditionally strong links to the US ... Only 10% of British voters think that Mr Bush poses no danger at all..
3.11.2006 | 21:49
Skjóta fyrst, spyrja svo
Heitir þetta ekki að byrja á öfugum enda: 300 m.kr. í landkynningu vegna hvalveiða.
Hefði ekki verið réttara að byrja á landkynningunni, eða þar að segja kynningu á þeim málstað sem þó er til staðar og taka svo ákvörðun um hvalveiðar þegar og ef árangur kynningarinnar gæfi tilefni til þess.
3.11.2006 | 15:25
Kosningaspá dagsins
Spennandi prófkjör Samfylkingar í Suður og ekki síður í Suðvesturkjördæmi um helgina. Spámaðurinn er búinn að lesa í iður fugla, þvo sér um hendur og senda mér spána í tölvupósti. Hefur þann fyrirvara að þetta er óhemjuspennandi og dreifing atkvæða mikil í neðri sæti. Hefst nú lesturinn:
Fyrst Suðurkjördæmi:
1. Björgvin G. Sigurðsson
2. Lúðvík Bergvinsson
3. Róbert Marshall
4. Jón Gunnarsson
5. Ragnheiður Hergeirsdóttir.
Þetta mundi þýða að Jón Gunnarsson félli í 6. sætið vegna kynjakvótans sem kveður á um að tvær konur verði að vera í fimm efstu sætum.
Svo er það Suðvestur:
1. Árni Páll Árnason
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir
3. Gunnar Svavarsson
4. Katrín Júlíusdóttir
5. Guðmundur Steingrímsson
6. Jakob F. Magnússon
Þessi spá er á ábyrgð spámannsins, ég held þetta sé gífurlega tvísýnt. Fyrirfram var reiknað með að Gunnar Svavarsson ætti 1. sætið öruggt en það hefur lítið farið fyrir honum í baráttunni, amk utan Hafnarfjarðar.
3.11.2006 | 15:13
Orð dagsins
Kjartan Ólafsson í grein í Mogganum í dag:
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag er látið að því liggja að fyrir sérstaka góðvild hafi verið ætlunin að hlífa mér og mínum líkum við upprifjunum frá fyrri tíð. Við sem enn lifum og vorum í forystusveit Sósíalistaflokksins og síðar í Alþýðubandalaginuhöfum aldrei beðið um slíka náð, enda höfum við ekkert að fela. Gott væri hins vegar að umfjöllun um okkar fortíð fylgdi álíka rækileg úttekt á samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við bandaríska sendiráðið á Íslandi og stjórnvöld í Washington og þá ekki síst á hinum víðtæku persónunjósnum sem hér voru stundaðar í þágu CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Eða halda menn virkilega að þar finnist hvergi blettur né hrukka.
3.11.2006 | 13:25
Hvernig liggur þetta á Suðurnesjum?
Blaðið hefur í dag eftir Árna Gunnarssyni, fyrrverandi alþingismanni, að Lúðvík Bergvinsson sé öruggur um fyrsta sætið en Björgvin G. Sigurðsson sláist um 2. sætið við Jón Gunnarsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Nú man ég frá því að ég las forsíðu heimasíðu Lúðvíks fyrir hálfum mánuði að þar kom fram að Árni var einn hans helsti stuðningsmaður fyrir kosningarnar 2003. Held að Blaðið hefði mátt leita víðar heimilda áður en þetta mat var lagt á stöðuna. Ég hef á tilfinningunni að Björgvin muni landa fyrsta sætinu en ég bíð enn eftir að spámaðurinn komi með tölurnar.
Spurning hvort Jón nær að nýta sér það að fátt er um Suðurnesjamenn á þingi og Suðurnesjamann hafa blátt áfram ekki komist inn í ríkisstjórn á Íslandi, svo elstu menn muni. Suðurnesjamenn eiga nú engan í alvörubaráttu hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi og hjá Framsókn er Hjálmar Árnason einn Suðurnesjamanna í framboði. Suðurnesin eru með 40% kjósenda í kjördæminu. Af hverju ætli Róbert Marshall hafi ákveðið að skrá sig í félagið í Reykjanesbæ frekar en heima hjá sér í Vestmannaeyjum?
3.11.2006 | 13:02
Áttu feiti?
Staksteinar draga fram smjörlíkisstykkið, segir Helgi.
2.11.2006 | 21:27
Ég held ekki
Helga Vala segir: Borgar Þór hættur við. Skil það vel. Þetta hefur verið erfiður tími og hann veit sem er að herrarnir þrír eru ekki að fara fet.
Víst er það að ekkert bendir til að fararsnið sé á Sturlu, Einari Kr. og Einari Oddi en var það ekki nokkuð ljóst þegar Borgar gaf kost á sér í 4. sætið? Er ekki málið að hann veit að uppstillingarnefndin er búinn að taka Bergþór Ólason, aðstoðarmann Sturlu, framyfir hann. Þannig að þótt vinir Borgars hafi undirtökin í Valhöll og Reykjavík eru hinir enn með tögl og hagldir í Norðvestur.
Held að það sé ekki rétt hjá Helgu Völu að kynjahlutfallið spili hér inn í heldur bara raunsætt mat og leikur í valdabaráttunni innan flokksins. Þess vegna er nú farið að ræða um Herdísi Þórðardóttur, móðursystur Borgars, sem frambjóðanda í 4. sætið. Ætlunin er að kanna hvort hún geti fellt Bergþór. Ætli meginmarkmiðið sé ekki að halda Bergþóri úti frekar en að auka hlut kvenna í stjórnmálum.
2.11.2006 | 18:15
Álver í Þorlákshöfn?
Sunnlenska fréttablaðið skúbbar í dag um fyrirætlanir fyrirtækis á vegum Jóns Hjaltalín Magnússonar. Fréttin er ekki komin á vefinn en verður þar væntanlega í fyrramálið.
Arctus ehf. hefur fengið úthlutað lóð vestan byggðarinnar í Þorlákshöfn undir orkugarð. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að reist verði álver, með 60 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, og endurbræðsla sem bræðir ál til frekari vinnslu.
[...]
Samkvæmt heimildum Sunnlenska eru fjársterk risafyrirtæki, tengd áliðnaðinum í Bandaríkjunum og Asíu, á meðal bakhjarla félagsins í Þorlákshafnarverkefninu.
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið og Arctus hafa átt í viðræðum við orkuframleiðendur, varðandi orkuöflun, en segir þær viðræður á frumstigi. Það er ekki búið að ganga frá samningum um raforkuverð en nefndar hafa verið tölur sem málsaðilar telja ásættanlegar. Fjöldi beinna starfa við orkugarðinn mun skipta hundruðum og fjöldi afleiddra starfa á svæðinu verður síst minni, segir Ólafur Áki.
2.11.2006 | 16:55
Kaupandi fundinn
Google sýnir ekki nema 57 fréttir í heimsmiðlunum um hvalveiðar Íslendinga í dag en meðal þeirra er þessi: The World Society for the Protection of Animals (WSPA) is battling to raise £95 000, the rough market value of a fin whale. It will then offer Iceland's government the money in return for not killing one of the endangered animals.
2.11.2006 | 15:27
Kosningaspá dagsins
Það er mikil prófkjörshelgi framundan. Prófkjör hjá Samfylkingarfólki í Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi og líka hjá Framsókn í Suðvestur. Kosningu er lokið í Norðaustrinu og fyrstu tölur koma kl. 18 á laugardag. Ég bý svo vel að vera í sambandi við mann sem veit nákvæmlega hvernig þetta fer í Norðaustur þótt hann hafi ekki komið til Akureyrar lengi og tel mig hafa traustar heimildir fyrir því að þetta fari svona:
1. Kristján L. Möller
2. Einar Már Sigurðarson
3. Lára Stefánsdóttir
4. -5. Sveinn Arnarsson/ Örlygur Hnefill Jónsson
Ég vonast til að heimildarmaður minn upplýsi mig svo um úrslitin í Suður- og Suðvestur með góðum fyrirvara og amk áður en kjörstaðir opna.
2.11.2006 | 15:05
Hér kemur fyrirsögnin
Norðurlöndin. Þetta er fyrirsögn á leiðara Kára Jónassonar ritstjóra í Fréttablaðinu í dag. Áður hefur hann skrifað m.a. leiðarann Úrkaína, ef ég man rétt. Ég tek eftir því að stundum eru það fyrirsagnirnar sem vekja mesta athygli mína á leiðurum Kára. Það er ekki öllum blaðamönnum gefið að verða þekktir fyrir fyrirsagnasmíð.
En allt um það tek ég heils hugar undir þessi orð Kára: Ráðning Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar var því mjög eðlileg ráðstöfun, sérstaklega í ljósi þess að þar er maður sem hefur í þrjátíu ár tekið virkan þátt í störfum ráðsins og þekkir starfsemi þess út og inn sem þingmaður, og síðar sérstaklega sem utanríkis- og forsætisráðherra.
2.11.2006 | 11:35
Getraun dagsins
Það virðist skollið á stríð milli Einars K. Guðfinnssonar og Moggans. Man ekki í fljótu bragði eftir viðlíka skeytasendingum milli blaðsins og ráðherra Flokksins. En, málið er þetta:
Um hvaða menn er leiðari Moggans að tala, þegar hann segir þetta?
"Það eru til dæmi úr sögu Sjálfstæðisflokksins um stjórnmálamenn í þeim flokki, sem byggðu stjórnmálaferilinn að verulegu leyti á því að hnýta í Morgunblaðið fyrir skoðanir þess. Ætli Einar K. Guðfinnsson sé að bætast í þann hóp?"
31.10.2006 | 21:17
Viska dagsins
31.10.2006 | 20:40
Sagnaþulur samtímans
Í útgáfu Össurar er frásögnin af átökunum innan Sjálfstæðisflokksins svo spennandi og dramatísk að betri reyfari kemur tæplega á markaðinn þetta árið. Það þýðir ekkert að birta úr þessu kafla, þetta þarf að lesa frá upphafi til enda. Ég veit ekki um heimildagildið en stílþrifin trúi ég að fari langt með að tryggja þessari útgáfu sess á spjöldum sögunnar.
31.10.2006 | 16:43
Menn fólksins
KB-banki greiðir sjö milljarða í skatta, samkvæmt álagningarskrá, meira en nokkur aðili í landinu. Á dögunum var í fréttum að hagnaður fyrirtækisins fyrstu níu mánuðina væri meiri en verðmæti alls sjávarafla sem kemur hér að landi á heilu ári. Saga þessa fyrirtækis undanfarin áratug er náttúrlega ekkert annað en ótrúlegt ævintýri.
Fyrir 10 árum keyptu sparisjóðirnir 50% hlut Búnaðarbankans í því sem þá hét Kaupþing. Á þeim tíma var fyrirtækið að mig minnir metið á um 300 milljónir króna. Sigurður Einarsson var þá aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, en tók skömmu síðar við forstjórastóli. Minn gamli og góði skólabróðir er tvímælalaust langmesti gróðapungur Íslandssögunnar og húrra fyrir honum. Í höndum hans og samstarfsmanna hans hefur þetta fyrirtæki blómstrað og fært hluthöfum sínum og öllu þessu samfélagi lygilegan arð. Verðmæti þess hefur aukist stjarnfræðilega, einhver sagði mér að það hefði allt að því 2000 faldast á þessum tíma.
Mér finnst rétt að nefna þetta af því að þeir sem eiga heiðurinn af þessu ævintýri hafa að mínu mati aldrei notið sannmælis í umræðu hér á Íslandi, þeir hafa allan tímann verið með áhrifamikla hælbíta á eftir sér og hafa þeir einskis látið ófreistað til þess að láta spunavélar sínar rakka þessa starfsemi niður og rægja jafnt hér heima og erlendis, meðan öðrum er hossað fyrir afrek sem ekki komast í hálfkvisti við það ævintýri sem uppbygging og vöxtur Kaupþings hefur verið undanfarinn áratug. Og þar hafið þið það.
31.10.2006 | 16:39
And the winner is...
Eftir líflegar umræður í kommentakerfinu hér að neðan treysti ég mér til þess að úrskurða að Anna Kristín Gunnarsdóttir er verðugur handhafi titilsins Óþekkti þingmaðurinn. Aðrir sem koma sterkir inn og deila 2.-4. sæti eru Valdimar Leó Friðriksson, Þuríður Backman og Jón Gunnarsson.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar