28.11.2006 | 09:40
Of mikið forskot
Það er fyrst og fremst tvennt sem mér finnst að mætti breyta í þessu RÚV-frumvarpi. 1. Það er fáránlegt að ríkið fari að ryðjast með sitt afl inn á örsmáan og viðkvæman markað fyrir auglýsingar á netinu eins og núgildandi útgáfa leyfir.
2. Kostunin. Það þarf að taka á henni, ég vil banna kostun í RÚV, hún þurrkar út eðlileg mörk efnis og auglýsinga og á ekki heima í almannaþjónustuútvarpi. Við þær þröngu aðstæður sem stofnunin hefur búið undanfarin ár hefur hún nýtt sér möguleika kostunar út í ystu æsar. Mér hefur sýnst að hún hafi jafnvel rutt brautina inn á nýjar og ósmekklegar leiðir í kostun, ekki síst á Rás 2. Ég hef heyrt sögur af því sem þeir, sem gefa út tónlist og standa fyrir viðburðum, láta bjóða sér í samskiptum við almannaútvarpið til þess að þeir geti hjálpað því að sinna menningarhlutverki sínu. Það væri athyglisvert að sjá og heyra einhverja úr þeim bransa lýsa reynslunni af samskiptum við ríkið á því sviði.
Mér finnst líka æskilegt fyrir auglýsingamarkaðinn og sjónvarpsáhorfendur að setja fast hlutfall um hámark auglýsinga sem birta megi í miðlum RÚV, t.d. fastan mínútufjölda á klukkustund. Að því sögðu skil ég að útvarpsstjóri sé spenntur að fá þetta frumvarp samþykkt. Það mun leysa hann úr spennitreyju og binda enda á þá uppdráttarsýki sem stofnunin hefur glímt við undanfarin 15 ár. En það verður að setja afli ríkisins á fjölmiðlamarkaði skorður. Forskotið er of mikið.
28.11.2006 | 09:29
Pólitískar hleranir
Vill einhver andmæla því að í tilfelli Hannibals hafi hleranirnar verið pólitískar? Fyrrverandi ráðherra, sitjandi þingmaður og forseti ASÍ hleraður. Úrskurðar aflað þannig að dómarinn kom upp í ráðuneyti til þess að blessa yfir. Ætli þeir sem óttuðust að Hannibal væri öryggi ríkisins hættulegur hefðu ekki frekar þurft á kvíðastillandi lyfjum en að halda frekar en lögregluaðgerðum af þessu tagi.
27.11.2006 | 11:18
Mistök dagsins
Einhver vandræðalegustu mistök sem ég hef séð í íslensku blaði eru gerð í Fréttablaðinu í dag. Blaðamaðurinn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar þar viðtal við Dofra Hermannsson, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúa, um þá erfiðu stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í vegna ófullnægjandi úrræða fyrir börn á frístundaheimilum ÍTR.
Hugrún lætur vera að geta þess að þessi ungi fjölskyldufaðir er atvinnustjórnmálamaður. Þess í stað leyfir hún honum að skrúfa frá krana og gagnrýna þann meirihluta sem tók við stjórnartaumum í Reykjavíkurborg í sumar. Hún lætur þess ekki einu sinni getið að fjölskyldufaðirinn ungi er varaborgarfulltrúi og í raun einn flutningsmanna þeirra tillagna sem Hugrún kynnir í fréttinni. Hún blekkir lesendur blaðsins, hún sér þeim ekki fyrir þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er og eðlilegt að liggi fyrir við mat á þessu efni.
Verst er að við vinnslu fréttarinnar á blaðinu tókst ekki að koma í veg fyrir að þessi pólitíski áróður Hugrúnar rataði á síður blaðsins og alla leið heim til lesenda. Þar eru mistökin, hins vegar er óhugsandi annað en að einbeittur áróðursvilji búi að baki skrifum Hugrúnar. Ég efast ekki eitt andartak um að Fréttablaðið muni biðja lesendur sína velvirðingar á þessari pólitísku misnotkun á fréttasíðum blaðsins í fyrramálið.
26.11.2006 | 20:41
Hvar eru þau nú?
Formaður Framsóknarflokksins er búinn að gera upp við Íraksstríðið og hið sama gerði ritstjóri Morgunblaðsins í Kastljósi í kvöld. Kannski fer að koma að því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geri hið sama. Er ekki tími til kominn? Í drottningarviðtali á Stöð 2 um daginn var Geir H. Haarde gefið færi á hinu sama en hann notaði sér það ekki heldur fór með þulu um lýðræði í Írak. Er þetta boðlegt?
26.11.2006 | 17:11
Tímabært uppgjör
Jón Sigurðsson átti líka fínan leik á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, miðað við þær fréttir sem ég hef haft af honum. Auðvitað réði afstaða Íslands engum úrslitum um innrásina og listinn margumræddi var einhliða bandarísk uppfinning en þeirri afstöðu sem íslensk stjórnvöld tóku fylgir þung siðferðileg og pólitísk ábyrgð og óhjákvæmilegt að málið sé rætt í þaula.
Þessi innrás var byggð á lygum um gereyðingarvorp á borð við þær sem Colin Powell flutti frammi fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Vísvitandi lygum eins og þeim sem Cheney og félagar hans reyndu hvarvetna að koma á framfæri um ímynduð tengsl Íraks við Al Qaeda. Ranghugmyndum eins og þeim að Tony Blair væri trausts verður. Án þess trausts sem íslensk stjórnvöld báru til stjórnvalda nánustu bandalagsríkja Íslendinga í alþjóðamálum um áratugaskeið hefði afstaðan orðið önnur, það vita amk þeir sem þekkja hug Halldórs Ásgrímssonar til málsins. Þetta traust misnotuðu Bandaríkjamenn sér enda er það nú að engu orðið.
Aðferðin sem Halldór og Davíð Oddsson viðhöfðu við ákvörðunina var amk pólitísk mistök og svo afdrifarík að nauðsynlegt er að tryggja með löggjöf að sambærilegar ákvarðanir fái vandaðri meðferð í framtíðinni. Hins vegar er auðvitað borin von að lýðskrumarar eins og Össur Skarphéðinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson leggi skerf til málefnalegrar umræðu um þau mál.
26.11.2006 | 17:00
Lifi Þróttur
25.11.2006 | 07:59
Leiðari
Ég vil hvetja Guðmund til þess að segja meira frá þessu:
Hugmyndin um utanaðkomandi leiðarahöfund var einnig rædd á Fréttablaðinu, þegar ég starfaði þar, en ég var henni mótfallinn og frá henni var horfið.
24.11.2006 | 16:33
Tæknileg iðrun
Það voru tæknileg mistök að tala um tæknileg mistök. Eitthvað í þá veru segir Árni Johnsen í samtali við Eyjar.net.
24.11.2006 | 15:55
Jólabókin komin
Það eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því hvað ég er seinn til bloggs í dag: 1. Annríki við brauðstritið. 2. Ég gleymdi mér við að blaða í árituðu eintaki mínu af hinni stórkostlegu bók Halldórs Baldurssonar, skopmyndarateiknara á Blaðinu. Hún er hrein gersemi. Halldór á engan sinn líka í íslenskri blaðamennsku og fjölmiðlaflóru og er að mínu mati fyrsti íslenski skopmyndateiknarinn á heimsmælikvarða. Það verður enginn svikinn af því að kaupa svona 1-2 eintök af þessari bók. Hún heitir 2006 í grófum dráttum.
24.11.2006 | 15:49
Undur og stórmerki
Muna menn önnur dæmi þess að forystumaður í stjórnmálaflokki blandi sér í prófkjörsbaráttu með líkum hætti og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir á bls. 4 í Morgunblaðinu í dag? Þótt ekki sé um jafnafdráttarlausar yfirlýsingar að ræða - og forsagan önnur og óljósari - er helst að þessu megi jafna til þess þegar Geir H. Haarde kvartaði undan "aðförinni að Birni Bjarnasyni."
Dæmi: "Þorgerður tekur fram að hún telji þýðingarmikið að konur séu ekki eingöngu í baráttusætum heldur líka í öruggum þingsætum. [...] Við erum með konur sem hafa sýnt það og sannað að þær geti verið öflugir talsmenn flokksins og því tel ég að við eigum að styðja við þær eins og við höfum stutt við karlmenn sem verið hafa öflugir talsmenn flokksins."
Mér finnst ómögulegt að túlka ummæli Þorgerðar öðru vísi en sem beina stuðningsyfirlýsingu við Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformann, í harði baráttu hennar við Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra og andstæðing Þorgerðar í varaformannskjöri á síðasta landsfundi, og Þorvald Ingvarsson, lækni og formann sjálfstæðisfélagsins í bænum.
Ummælin, sem ég vitna til, verða ekki túlkuð sem almenn hvatning til þess að styðja konur eftir ómaklega útreið Drífu Hjartardóttur í prófkjörinu á Suðurlandi. Spurning hvort Arnbjörgu sé í raun styrkur að þessum yfirlýsingum varaformannsins eða hvort þetta hafi bara á sér blæ örvæntingar á síðustu metrum baráttunnar? Og eins og með átökin í Norðvesturkjördæmi vaknar auðvitað spurningin hvort skipti meira máli að styðja Arnbjörgu eða halda aftur af Kristjáni Þór, sem hefur verið Davíðs- og frjálshyggjumegin í flokknum.
23.11.2006 | 23:32
Erlendar fréttir
Atlanta: Woman, 92, Dies in Shootout With Police
Gaza: Grandmother blows herself up in Gaza
Albuquerque: About 30 women, children and fathers held a "nurse-in" at the Delta check-in counter at Albuquerque International Sunport, joining the New Mexico woman who said she was kicked off a flight last month for breast-feeding her child.
23.11.2006 | 12:43
Einfalt svar við einfaldri spurningu
Ómar spyr: Hvað er næst? Vilja tryggingafélögin ekki líka fá heilsufarsupplýsingar, svo hægt sé að hækka iðgjöldin á slysatryggingum þeirra sem spila fótbolta? Svo þau geti neitað að líftryggja þá sem eiga foreldra með krabbamein?
Svarið er já, Mogginn segir frá því í dag að samkvæmt frumvarpi viðskiptaráðherra um vátryggingasamninga eiga tryggingafélögin rétt á upplýsingum um sjúkrasögu ættingja þeirra sem þau tryggja.
23.11.2006 | 11:53
Stefna dagsins
Samfylkingin er farin að tala fyrir skólagjöldum í meistaranámi í ríkisháskólum, segir Hjálmar Árnason. A.m.k. sumir. Stundum.
23.11.2006 | 10:12
Er það svo?
Jón Kaldal skrifar leiðara um að allt bendi til þess að RÚV frumvarpið fari í gegnum þingið á næstunni. Hverju hef ég misst af? Síðast þegar ég vissi benti fátt til þess að frumvarpið færi í gegnum þingið á næstunni.
23.11.2006 | 09:58
Bjalla, fé og hirðir
Sömu daga og verið er að ganga frá löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna er: 1. Frá því greint að forsætisráðherra sé að greiða fyrir myndun fjárfestahóps um kaup á bresku knattspyrnufélagi. 2. Látið að því liggja að íslenskur auðmaður hafi borgað fyrir að láta forsætisráðherra Íslands hringja bjöllu yfir kaupahéðnum á Wall Street.
Það er ekki til brýnna verkefni í þessu samfélagi en að setja löggjöf um fjármál stjórnmálastarfseminnar. Ég er hins vegar sammála þeim sem segja að eins og endranær er það gagnsæið sem skiptir meginmáli, það að hagsmunatengslin liggi á borðinu, fremur en hvort sett séu einhver þök á fjárhæðir.
22.11.2006 | 17:41
Undan vinstrigrænni torfu
Torfusamtökin eru skriðin undan sinni vinstrigrænu torfu, eða voru þau kannski geymd í Draugasafninu á Stokkseyri meðan VG átti aðild að meirihlutasamstarfi í borginni? Hvort heldur er hafa þau nú gengið aftur og berjast fyrir skjólleysi á Laugarveginum og eilífu lífi þeirra 30 friðuðu kumbalda sem standa við þá götu og byggðir voru af vanefnum á krepputímum.
22.11.2006 | 14:07
Saga dagsins
Sammála Guðmundi. Og það er eitthvað súrrealískt að Jónína Ben. sé að vísa opinberlega í annarra manna tölvupósta. Hún birtir þá kannski bara í heild bráðum og heldur svo áfram málarekstrinum í Strassborg.
21.11.2006 | 21:40
Íslandssaga og mannkynssaga
Móðuharðindin drápu ekki bara Íslendinga. Skaftáreldar drógu úr rennsli Nílar og ollu hungursneyð í Egyptalandi.
21.11.2006 | 21:18
Gagnsæi er gott
Venjulega pukrast sveitarfélög ósköpin öll með samskipti sín við eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Reykjanesbær er dæmi um sveitarfélag sem hefur átt í samskiptum við nefndina út af gríðarlegri skuldasöfnun en þar á bæ hafa menn lítið verið fyrir það gefnir að miðla upplýsingum um þau samskipti til almennings. Þess vegna finnst mér hressandi að sjá á vef Bolungarvíkur bréf sem bærinn er búinn að senda sem svar við fyrirspurnum eftirlitsnefndarinnar. Ekkert pukur hjá Grími, Soffíu, Önnu og félögum. Gagnsæi er gott.
21.11.2006 | 20:29
Hver fer í fötin hans Halldórs Blöndal?
Hvernig fer slagurinn um 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi? Fyrirfram skyldi maður ætla að Kristján Þór Júlíusson ætti að vinna þetta. Hann hlaut 36,3% atkvæða í varaformannskjöri á landsfundi fyrir rúmu ári. Það var sagt sl. haust að stóran hluta af fylgi sínu í varaformannskjörinu ætti hann að þakka því að frjálshyggjumenn hefðu kosið hann í stríðum straumum til þess að koma til skila táknrænni andstöðu við upphefð Þorgerðar Katrínar, þetta hafi ekki verið raunveruleg mæling á hann sjálfan.
Arnbjörg Sveinsdóttir hefur verið vaxandi þingmaður, orðin mjög reynd og starfar nú sem þingflokksformaður. En reynsla sjálfstæðiskvenna af prófkjörum hefur ekki verið of góð undanfarnar vikur.
Svo er það Þorvaldur Ingvarsson, sem er Reykvíkingur eins og Halldór Blöndal. Hann er formaður Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og framboð hans bendir til þess að ekki sé einhugur um Kristján Þór meðal sjálfstæðismanna í bænum. Mér er sagt að hann njóti velvildar Halldórs Blöndal og hans manna í þessum leiðangri. Þorvaldur er lækningaforstjóri FSA, dósent við læknadeild HÍ og væri ný tegund af stjórnmálaleiðtoga frá Akureyri. Hann fylgir framboði sínu úr hlaði á heimasíðu sinni meðal annars með þessum orðum: "Undanfarið ár hafa orðið miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum undir traustri stjórn Geirs Haarde. Ferskir vindar blása um flokkinn, nýtt fólk er að kveða sér hljóðs með nýjar áherslur í atvinnu-, mennta-, heilbrigðis- og umhverfismálum. Ég er meðal þeirra." Athyglisverð yfirlýsing.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar