7.12.2006 | 21:06
Írak
Washinton Post um skýrslu nefndar Bakers og Hamiltons um Írak:
The report is replete with damning details about the administration's competence in Iraq. It notes, for instance, that only six people in the 1,000-person U.S. embassy in Baghdad can speak Arabic fluently, and recounts how the military counted 93 acts of violence in one day in July when the group's own examination of the numbers found 1,100 acts of violence. 'Good policy is difficult to make when information is systematically collected in a way that minimizes discrepancy with policy goals,' the report says.
7.12.2006 | 10:41
Lyfjamál, menntamál og ferðamál
Staksteinar taka Jakob Fal Garðarsson talsmann frumheitalyfjafyrirtækja á beinið í dag en Jakob lítur ekki svo á að lyfjafyrirtækin séu að markaðssetja framleiðslu sína þegar þau kosta alls konar uppákomur á vegum læknafélaga heldur séu þetta einhvers konar framlög til menntamála þjóðarinnar, tilkomin af illri nauðsyn vegna vanrækslu ríkisvaldsins.
Af þessu tilefni rifjast upp fyrir mér saga sem kunningi minn úr læknastétt sagði mér fyrir nokkrum árum af samskiptum við lyfjafyrirtækin. Það var haldin ráðstefna eða fundur á vegum lyfjafyrirtækis til þess að kynna nýtt og voða fínt lyf. Í lok samkomunnar var tilkynnt að sá læknir úr hópi viðstaddra sem yrði duglegastur við að ávísa þessu undrameðali næstu mánuðina mundi fá hálfsmánaðar utanlandsferð fyrir sig og fjölskyldu sína í verðlaun. Kunningi minn fór hjá sér og varð staðráðinn í því að láta hafa sig ekki að fífli með því að fara að ota þessari vöru að sjúklingum sínum umfram aðrar. Trúlega var svo um flesta kollega hans en einhver þeirra fór nú samt í ferðina góðu með konu og börn.
7.12.2006 | 10:28
Viðtengingarháttur
Sme skýrir dagblaðakönnunina á bloggi sínu. Styttri útgáfa hljóðar svo: Ef veðrið hefði verið betra í könnunarvikunni og ef blaðberar Moggans stæðu sig betur í vinnunni, þá hefði Blaðið fengið magnaða útkomu í könnuninni.
7.12.2006 | 10:15
Sveitarstjórnarmál
Athyglisvert þetta mál sem Fréttablaðið hefur verið að fjalla um þar sem forseti bæjarstjórnar á Álftanesi, grefur laugar og heldur grillveislur á annarra manna sjávarlóð og kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja á henni en neitar því að það hafi nokkuð með það að gera að þá mundi hann missa sjávarútsýnið úr húsinu sínu.
6.12.2006 | 22:50
Kali spera
Mér finnst þessi pistill Björns frá Grikklandi undarlegur. Hleranirnar á Hannibal spilltu ekki fyrir sambandi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðusambandsins, segir hann meðal annars. Ég geri þá ráð fyrir að hann hafi upplýsingar um að vitneskja um þær hafi verið á beggja vitorði.
6.12.2006 | 19:46
Sturla á þorra og Sturla á aðventu
Sturla Böðvarsson á Alþingi 8. febrúar 2006: Í þessu samhengi hef ég talið skynsamlegt að nálgast málið á þeim forsendum að vegurinn milli Rauðavatns og Hveragerðis verði svokallaður 2+1 vegur og væntanlega í fyrstu einnig vegurinn frá Hveragerði til Selfoss. Síðan verði gert ráð fyrir því, og ég spái því að umferðarþróunin verði á þann veg, að í framhaldinu þurfi að gera ráð fyrir tvöföldum vegi milli Hveragerðis og Selfoss. En áhersla mín er sú að leiðin alla leið austur að Selfossi verði í 1. áfanga byggð upp sem 2+1.
Frétt frá samgönguráðuneytinu 6. desember 2006: Þar sem umferðaröryggisaðgerðir á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi þola enga bið er mikilvægast að bregðast við með aðgerðum sem nú þegar gefa aukið öryggi á hættulegustu vegarköflunum. Vonir standa til þess að þegar í stað verði hægt að aðskilja akstursstefnur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi þar sem aðstæður leyfa og breikka vegina þar sem brýnast er. Með þessu verður hrundið í framkvæmd árangursríkum aðgerðum í þágu aukins umferðaröryggis. Markmið og stefna samgönguráðherra er að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur verði tvöfaldaðir og að verkefnið verði sett í samgönguáætlun sem kemur til meðferðar Alþingis í byrjun næsta árs.
6.12.2006 | 11:47
Könnun
Ekki stafur í Mogganum um nýja könnun á lestri dagblaða. Fréttablaðið og Blaðið túlka bæði hana sér í vil, Fréttablaðið út frá því að örlítið fleiri hafa eitthvað lesið í blaðinu en í síðustu könnun. Blaðið og út frá þeirri sókn sem það hefur verið í undanfarið misseri. Mogginn tjáir sig líklega um málið á morgun. Hvorki Fbl né Blaðið birta þessa mynd yfir meðallestur á tölublað, sem finna má á vef Capacent og er sú mynd sem Capacent virðist leggja áherslu á. Þess vegna held ég að ég birti hana bara. Smellið til að sjá stærri útgáfu, þá sést betur að meðallestur allra blaðanna er á niðurleið og Blaðið virðist búið að toppa.
6.12.2006 | 11:31
Einlægar svívirðingar
Staksteinar birta í dag sannkölluð gullkorn eftir Merði Árnasyni úr umræðum á Alþingi um vantraust Ingibjargar Sólrúnar á þingflokki sínum. Þessi kafli er óborganlegur:
"Mörður [...] sagði sjálfstæðismenn í áratugi hafa mátt "una við einfalda formenn sem ekki nota ræður á fundum til að aga sitt lið heldur gera það með öðrum hætti" og skilja ekki "hvernig við förum að því að styrkja okkur í Samfylkingunni, nefnilega með sjálfsgagnrýni og einlægum skömmum og svívirðingum sem við hreinsum okkur með og stígum fram eins og goðin eftir ragnarök að lokum. Svona gera almennilegir flokkar."
6.12.2006 | 11:06
Hornafjarðarpönk
Óblíðar móttökur fyrir nýaðflutta Hornfirðinga var fyrirsögn löggufréttar frá Hornafirði á Vísi í gærkvöldi. Það sem er athyglisvert við fréttina er að klukkustund eftir að hún birtist á vefnum fer í gang mikil bylgja athugasemda frá Hornfirðingum. Margar þeirra virðast komnar frá hinum meintu árásarmönnum. Þeir halda áfram að pönkast á meintum fórnarlömbum sínum í athugasemdunum og saka þá um að vera ekki bara utanbæjarmenn heldur líka heróínsjúklingar, nýkomnir frá Litla Hrauni og jafnvel frá Danmörku. Svo hafi þeir byrjað átökin.
6.12.2006 | 10:44
Bækur
Sótthiti, stífluð skilningarvit og almennt slen stuðlar ekki að bloggi, a.m.k. ekki í mínu tilviki. Kom ekki frá mér staf. Í slíku ástandi kemur sér hins vegar vel að eiga áhugaverðar bækur ólesnar. Ég náði loks að klára bók Bob Woodwards, lesa bók John Dean um Conservatives Without Conscience frá upphafi til enda og er kominn vel inn í bók Sidney Blumenthal, How Bush Rules, Chronicles of a Radical Regime þegar ég rís úr rekkju. Bók Blumenthals er best en bók Dean er einnig feykilega athyglisverð og afhjúpandi. Allar til hjá Amazon, besta vini íslenskra neytenda.
Sérstaklega held ég að bók Dean gæti vakið áhuga margra vina minna í Sjálfstæðisflokknum, sem fundið hafa til skyldleika við bandaríska repúblíkana frá dögum Barry Goldwaters. Dean skrifaði bók sína í samráði við Goldwater en lauk verkinu ekki áður en sá gamli lést. Hún er magnað uppgjör fyrrverandi innsta kopps í búri bandarískra íhaldsmanna við það samfélag sem Repúblíkanaflokkurinn er orðinn. Íhaldsmenn af gamla skólanum flýja nú þennan flokk óttans, afneitunarinnar og ofstækisins hver á fætur öðrum og einnig frjálshyggjumenn, sem jafnvel eru farnir að leita hófanna um samstarf við demókrata.
3.12.2006 | 12:44
Hvað næst?
Merkileg ræða Ingibjargar Sólrúnar. Gott hjá henni að viðurkenna staðreyndir eins og þær að flokkurinn nýtur ekki trausts. Það var líklega óhjákvæmilegt að þetta kæmi upp enda er þetta veikleiki Samfylkingarinnar í hnotspurn. Hún hefur viljað reyna stýra því hvernær og hvernig sú umræða kæmi upp á yfirborðið og metið það svo að það sé betra að taka þungann af því nú fremur en þegar nær kosningum dregur. Um leið gefur hún náttúrlega á sér mikið færi. Össur tekur þetta greinilega persónulega og telur sneiðina sér ætlaða. Líklega er það rétt hjá honum.
Nú hefst væntanlega markviss tilraun Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar til þess að ávinna þingflokknum traust, umbreyting á ímynd. Ætli Samfylkingin muni í auknum mæli reyna að tala af ábyrgð, taki undir einstaka mál og tillögur ríkisstjórnarinnar og leggi aukna áherslu á málefnalega afstöðu? Kannski munu þeir meira að segja halda útgjaldatillögum við 3ju umræðu um fjárlagafrumvarpið í lágmarki, jafnvel leggja fram hugmyndir um sparnað í ríkisrekstrinum.
3.12.2006 | 12:30
RÚV í leyniþjónustustarfsemi?
Guðmundur birtir merkar upplýsingar sem kalla á nánari skýringar. Bendir til þess að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi fyrir 30 árum unnið fyrir ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins við að halda til haga ummælum manna um pólitík í útvarpinu.
3.12.2006 | 12:20
Íslandi að kenna
Ísland fær leiðara í Washington Post í dag. Fyrirsögnin er Blame Iceland. Tilefnið er það að tilraunir til að ná samkomulagi um eitt stærsta umhverfisverndarverkefni sem við blasir, að hlífa úthafsbotninum við botnvörpuveiðum, urðu að engu. Washington Post segir m.a. þetta: In closed-door negotiations, Iceland, along with Russia, took a particularly vocal and aggressive stand against strong action. Because the arcane rules of high-seas fishing are largely defined by consensus, even small countries that are genuine moral outliers in world attitudes toward oceans can prevent agreement.
30.11.2006 | 19:36
Pistill dagsins
30.11.2006 | 18:54
Erlendar fréttir
Connecticut: The more psychotic the voter, the more likely they were to vote for Bush.
30.11.2006 | 16:25
Að ansa flugnasuði
Í dag er í Blaðinu eitthvert kjaftæði - dylgjur - um það að ég sé hér að blogga í leynilegum erindum Framsóknarflokksins og á launum við það frá ríkinu. Fyrstu viðbrögð voru að hlæja, þau næstu að reiðast og hringja í minn ágæta félaga -sme og spyrja hann hvaða vitleysa þetta sé og hvaða fólk hann væri eiginlega kominn með í vinnu. Sme fullvissaði mig um að hann hefði tekið þannig á málinu innanhúss að ég fer ekki fram á meira.
Ég blogga fyrir sjálfan mig og á mínum forsendum þegar ég vil, um það sem ég vil og rek ekki annarra skoðanir en mínar eigin. Ég er í Framsóknarflokknum og starfaði hjá honum frá september 2003 til september 2005, þá í félagsmálaráðuneytinu til mars 2006, síðan hjá Fréttablaðinu til júní 2006. Síðan þá hef ég unnið á eigin vegum og gengur takk bærilega. Ég skipulegg daginn sjálfur, borða þegar ég vil, tek pásu þegar ég vil, fer í frí þegar ég vil, blogga þegar ég vil.
Viðskiptavinir eru fyrirtæki og stofnanir, líka einstaklingar. Sumir sem ég vinn fyrir eru framsóknarmenn, aðrir, t.d. þeir sem ég vinn mest fyrir þessa dagana, eru sjálfstæðismenn. Ég er nýkominn úr vinnu fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Ég fæ ekki krónu fyrir að blogga, hvorki frá einum né neinum, og bloggið mitt er ekki til sölu. Pólitíkin hér er mín pólitík. Ég eyði í þetta ca. 30-40 mínútum á dag, kannski 2 tímum þegar mest er, sjaldnast fer meiri tími en 10 mínútur í hverja færslu. Þetta er ekki mikið mál fyrir einhvern sem hefur unnið við blaðamennsku lengi og er heldur ekki mikill tími í ágætis hobbí. Og hafðu það. Ég man ekki til þess að nokkur samfylkingarmaður eða sjálfstæðismaður hafi þurft að réttlæta sitt blogg, líklega ætti ég bara að taka þetta sem komplíment, geri það þegar mér rennur reiðin.
29.11.2006 | 22:02
Orð og morð
Orð eru ágæt, orðhengilsháttur getur líka verið ágætur, sem samkvæmisleikur. En orðhengilsháttur um hvort það skipti einhverju máli hvort menn tali um það ástand sem nú ríkir í Írak sem borgarastyrjöld, civil war, eða átök trúarhópa, sectarian conflict, er bara andlaust kjaftæði og hefur ekkert með ástandið í Írak að gera, það hvorki versnar né batnar við það hvort orðið verður ofan á í samkvæmisleiknum. Getur e.t.v. skipt máli í kennslubókum í stjórnmálafræði eða sagnfræðiriti og þá í einhverju fræðilegu samhengi - nú eða í einhverju dómsmáli - en að því slepptu er þetta bara smekklaus brandari. Samkvæmisleikur þessi er nú stundaður víða, sérstaklega í Bandaríkjunum en þar stjórna menn sem eru mjög góðir í orðhengilshætti og því að hafa stjórn á fréttaflutningi en virðast ráða illa við flest önnur verkefni sem þeir hafa færst í fang.
29.11.2006 | 17:49
Írak í dag
Leiðari NY Times: [A]t this point there may not be anything that can salvage Iraq. But more denial and drift will only lead to more chaos.
Jimmy Carter: I think that the original invasion of Iraq, and all of its consequences, yes, were a blunder, including what happened with the leadership. [...] it's going to prove, I believe, to be one of the greatest blunders that American presidents have ever made.
29.11.2006 | 14:19
Hvað kostar sjálfsvirðingin?
Þorsteinn Pálsson skrifar enn einn athyglisverðan leiðarann í Fréttablaðið í dag í framhaldi af þeim gleðifréttum að samningar séu að komast í gang um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna. Þorsteinn segir réttilega að hér hafi menn aldrei rætt það hvað varnir landsins megi kosta. Ekki hefur einu sinni verið kallað eftir opinberum upplýsingum um hvaða áhrif það hefði haft á kostnað við aðild að NATÓ að ganga ekki til nýrra samninga við Bandaríkjamenn.
Það eru auðvitað fyllsta ástæða til þess að fjalla um þetta mál, þ.e. ef menn vilja ganga uppréttir og reka hér utanríkisstefnu á eigin forsendum. Hin hernaðaróðu Bandaríki vörðu sýnist mér um 4,7% sinnar landsframleiðslu til hermála árið 2005 en voru í um 3% árið 2000, sem er svipað hlutfall og Bretar vörðu til málaflokksins árið 2004. Norðmenn voru með 2,5% árið 1995. Japanir nota 1% af GDP í varnir. Þessar upplýsingar hefur Google útvegað mér úr ýmsum áttum. Setjum sem svo að Íslendingar verji 1% af landsframleiðslu til varnarmála, eru það ekki um 10 milljarðar? Það mætti segja mér að menn spari sér að minnsta kosti þá upphæð nú þegar með þeim ömurlega málamyndagerningi sem nýi varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn er. Það er spurning hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir það að losna úr stöðu aftaníossa Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi og vera menn til þess að reka sjálfstæða utanríkisstefnu á eigin forsendum. Í mínum huga er það hluti af uppgjörinu við Íraksstríðið að ræða þetta opinskátt. En auðvitað er það ekki draumaviðfangsefni stjórnmálamanna á kosningavetri.
29.11.2006 | 13:57
Handhafi ákæruvaldsins
Fréttablaðið fjallar í dag um þær mannabreytingar sem verið er að gera hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, ríkislögreglustjóra og saksóknara og hafa það væntanlega fyrst og fremst að markmiði að auka trúverðugleika efnahagsbrotadeildarinnar. Þarna er búið að setja í gang kapal sem ganga mun upp á næstu mánuðum, þá verður Jón H. Snorrason orðinn aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Áhugaverðum spurningum er enn ósvarað: Fyrir nokkrum dögum varð Bogi Nilsson ríkissaksóknari 66 ára. Lögmenn hafa undanfarin misseri verið að spekúlera í því hver eigi að verða eftirmaður hans, en allar líkur voru taldar á að hann léti af embætti og leyfði Birni Bjarnasyni að skipa arftaka sinn fyrir lok þessa kjörtímabils. Þannig var staðan amk áður en loftið fór að leka úr Baugsmálinu.
Í upphafi Baugsmálsins var staða Jón H. Snorrasonar slík að nafn hans bar á góma þegar rætt var um næsta ríkissaksóknara. Hann er ekki lengur í þeirri stöðu. Þess í stað vænta menn nú þess að arftaki Boga Nilssonar verði sóttur út fyrir kerfið og þá annað hvort í raðir dómara eða starfandi hæstaréttarlögmanna. Margir eru þar til nefndir en það nafn sem mér finnst athyglisverðast er Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, sem hefur verið áberandi sem verjandi í sakamálum, nú síðast sem verjandi Jóns Geralds Sullenbergers. Brynjar hefur gert talsvert af því að láta í té álit á málum í fjölmiðlum og hefur gert það af skynsemi og yfirvegun og er greinilega ekki bundinn á klafa neinna fylkinga. En það sem enginn veit er hvort fararasnið er á Boga Nilssyni eða hvort hann ætlar sér að gegna embætti lengur en talið var áður en Baugsmálið fór í þann farveg sem það nú er í.
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar