hux

Liggur Straumur úr landi?

Ég undraðist það hér um daginn hve litla umræðu hún hefði vakið reglugerðin sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráðhrera, setti eftir pöntun frá seðlabankastjóra til þess að hindra fjármálastofnanir í að gera upp bækur sínar í erlendri mynd. Vegna þess að jafnt fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa leitt málið hjá sér kemur  hún eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í umræðuna sú yfirlýsing sem Björgólfur Thor gaf hluthöfum Straums Burðaráss í dag um að bankinn mundi nú kanna hvort rétt væri að hann flytti úr landi, - beinlínis vegna þessarar reglugerðar. Með setningu hennar væru stjórnvöld að snúa af þeirri braut viðskiptafrelsis og alþjóðavæðingar sem þau hafa fylgt undanfarin sextán ár.

Eina framlag fjölmiðla til þessar umræðu sem ég hef séð fram að þessu er leiðari Hafliða Helgasonar í Fréttablaðinu og blaðagrein Árna Páls Árnasonar lögmanns. Árni Páll er strax búinn að bregðast við yfirlýsingu BTB á heimasíðu sinni og segir:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bláköld staðreynd að þegar sá sem ekki má nefna leggur sína dauðu hönd yfir efnahagslífið rúlla evrurnar úr landi. Orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:30

2 identicon

Ef ég mætti voga mér að varpa því fram hér á þessum Samfylkingarvef þeirri fullyrðingu hvort ekki sé rétt hjá mér að Straumur Burðarás sé orðið ríkt og öflugt fyrirtæki í skjóli krónunnar?????    og muni jafnvel geta haldið áfram þeim vexti þrátt fyrir krónuna.   Verða ekki íslensk fyrirtæki að starfa eftir íslenkum lögum og reglum hvað sem líður stórmennskubrjálæði eigendanna.   Er Straumur Burðarás ekki með fjöregg okkar,  fé Lífeyrissjóðanna að láni og er að ávaxta þá peninga erlendis í stað þess að byggja upp íslenskt efnahagslíf.  Takið eftir því að ekkert af stóru fjárfestingarfyrirtækjunum er að gera merkilega hluti á íslandi,  ÞESS vegna þurfum m.a. ÁLVER...........Skrítið...

Valbjörn (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband