hux

Stelpurnar okkar

Við erum sigursælasta íþróttalið á Íslandi. Eitthvað í þessa veru sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í viðtali fyrir nokkrum dögum, í aðdraganda leiksins í gær þar sem stelpurnar burstuðu Serba 5-0 frammi fyrir 6.000 áhorfendum í blíðskaparveðri. 

Kvennalandsliðið eru góðu fréttirnar í íslensku íþróttalífi um þessar mundir, þær standa í stórþjóðunum, ná góðum sigrum. Undanfarin þrjú eða svo hafa kvennalandsliðsleikir líklega boðið upp á besta fótbolta sem ég hef séð hér á landi og er þá frábær leikur gegn Ungverjum ofarlega í minningunni. Ummæli Ásthildar eru lýsandi fyrir það sjálfstraust sem er í liðinu og algjör andstæða við karlalandsliðið en menn minnast þess þegar Eyjólfur Sverrisson reyndi að halda niðri væntingum fyrir leikinn við Lichtenstein með því að tala um hvað Lichtenstein væri sterkt um þessar mundir.

Samt eru strákarnir að fá 80% eða svo af þeim peningum sem fara í fótboltalandsliðin en stelpurnar 20%. Strákaliðið hefur aldrei verið sterkara á pappírnum en þeir eru áhugalitlir á vellinum og komnir  komnir í hóp með Ruanda, Víetnam og Malawi á styrkleikalista FIFA.

Á sama tíma bursta stelpurnar Serba og standa uppi í hárinu á hvaða andstæðingi sem sem er. Það er eitthvað  að þessari forgangsröðun, væri ekki ráð að snúa þessu við og setja meira í stelpuboltann. Framboð Höllu Gunnarsdóttur til formanns KSÍ var til marks um óánægju knattspyrnukvenna með þetta ástand og gengi karlalandsliðsins annars vegar og kvennalandsliðsins hins vegar ætti að verða til þess að menn horfist í augu við það að knattspyrnukonurnar hafa rétt fyrir sér, sú stefna sem fylgt hefur verið er ekki að ganga upp.

Fjárfestum í stelpunum, dælum í þær peningum, þær eru að ná árangri og í þeim liggur okkar eina von um að komast á alþjóðlegt stórmót í fótbolta í fyrirsjáanlegri framtíð. Noregur, Bandaríkin og Þýskaland hafa lagt mikið í kvennafótboltann með góðum árangri, er ekki ráð að fylgja fordæmi þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.....ef þú færir í framboð núna myndir þú slá í gegn og hver einasti Kvk kjósandi styðja þig....en ég er alveg sammála þér.

 Sá lúxus að fá hærri laun fyrir sömu vinnu - meiri pening í boltanum þrátt fyrir engann árangur er auðvitað ótrúleg forréttindi og allt vegna þess að ég pissa standandi frekar en sitjandi....

þetta er bara snilld...en eitthvað svo herfilega ósanngjarnt.

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:22

2 identicon

hjartanlega sammála þér..
Glæsilegur leikur á móti Serbum og Frökkum..
Mér finnst að KSÍ ætti að taka sig á og jafna þetta út..

50%/50%

Eva SIgurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Eitt dæmi um viðhorfið til kvenkynsíþróttamanna birtist í Fréttablaðinu í fyrradag að mig minnir þar sem rætt er um að Margrét Lára hafi hafnað ofurlaunasamningi hjá liði í Noregi. Samningi sem á að hafa hljóðað upp á 500 þús. á mánuði. Ég er hræddur um að sú upphæð sé ekki skilgreind sem ofurlaun hjá Eiði Smára og félögum.

Ragnar Bjarnason, 22.6.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband