hux

Gleðilegt ár

Óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar. Ef árið 2007 verður jafngott og skaupið verður það magnað. Ég held ég hafi séð hvert einasta skaup frá upphafi sjónvarps á Íslandi og svei mér ef þetta slær ekki þau öll út, nema helst þessi sem Flosi Ólafsson gerði í svarthvítu fyrstu ár sjónvarpsins. 

Skaupið í gær var iðandi af ferskleika og andagift, beitt eins og hnífur og laust við klisjur. Páll Magnússon gerði vel í að fá þetta fólk til að halda úti vikulegum þáttum og gefa Spaugstofunni löngu tímabært frí. Hér er íslenskt Monty Python gengi í fæðingu. Frábært.

En jafngott og skaupið var náði það ekki að toppa þær gleðifréttir sem urðu í lífi minnar fjölskyldu um hádegisbil á gamlársdag. Þá kom í heiminn lítill drengur sem mun kalla mig afa og konuna mína ömmu. Móður hans heilsast vel og tengdasonur minn er líka býsna brattur og glaður og virkaði ekki síður þreyttur en dóttir mín eftir átökin. Ég hef verið í sporum hans og skil hann vel, það álag sem fæðingar hafa í för með sér á feður hefur löngum verið vanmetið. Smile Mér finnst eins og það hafi verið á árinu sem var að líða sem elsta dóttir okkar fæddist en það eru víst orðin liðlega 26 ár síðan.

Sá litli er enn á vökudeild því hann fékk legvatn í lungun í fæðingunni og er með sýklalyf í æð. Allt er  það á góðri leið. Við fengum að sjá hann í gærkvöldi og áttum þá ógleymanlega stund við undirleik flugeldasveitar höfuðborgarsvæðisins með foreldrunum, föðurforeldrum og móðursystkinum hins nýfædda prins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Gleðilegt nýtt ár og til hamingju með dóttursoninn kv. M

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 1.1.2007 kl. 14:24

2 identicon

Sæll Pétur.

Vildi óska ykkur hjónum innilega til hamingju með barnabarnið. Við K biðjum að heilsa.

Kv. Sæunn

Sæunn (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 16:20

3 identicon

Innilega til hamingju með afatitilinn og gleðilegt ár!

hke (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 16:37

4 identicon

Til hamingju með barnabarnið, en sammala siðasta ræðumanni hef aldrei seð eins ömurlegt skaup, það voru 13 manns hja mer i gærkvöldi að horfa a skaupið og það voru allir sammala um að það hafi aldrei verið eins ömurlegt, þvilik hörmung

Guðborg (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 19:05

5 identicon

Gleðilegt ár og innilegar hamingjuóskir með afaskapinn! - Sammála með skaupið. Það var snilld.

Svandís Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 21:28

6 identicon

Til hamingju afi - segi ég aftur og enn. Og áramótaskaupið var algjörlega frábært - ef það hefði enn og aftur notið leikstjórnar ónefndra eins og svo oft áður færum við að tala um 30% áhorf fljótlega. Með þessu skaupi átti sér stað sú nauðsynlega nýliðun til þess ný kynslóð nennti að horfa. Besta skaup í áraraðir.

Hólshreppur (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 22:35

7 identicon

Til hamingju með barnabarnið Pétur.

Les bloggið þitt daglega mér til mikilar ánægju.

Jóhanna  E. Guðmundsdóttir (ég passaði þig og  bróðir þinn þegar þið vorum smá pattar)

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 08:25

8 identicon

Til hamingju kæri Pétur afi. Skilaðu kveðju til Önnu ömmu

Helga Valan (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 10:48

9 identicon

Til hamingju Pétur

Valdimar og Sigga Dögg 

Valdimar (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 11:09

10 identicon

Ótrúleg þessi skoðun þín á Skaupinu Pétur sem var það lélegasta sem ég man í mörg ár.  Nema að Framsóknarmenn hafi bara annan húmor en hinir og þeir hafa legið ótrúlega vel við höggi á þessu ári.  Spaugstofan hefur gert mikið grín að flokknum og formanninum fyrrverandi og þessvegna skilur maður að Framsóknarmenn vilji stofuna í frí.  

baldur (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 14:17

11 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur, sérstaklega gaman að heyra frá þér Jóhanna.

Varðandi skaupið þá hef ég varla nennu til að eltast ólar við fólk sem heldur að það segi eitthvað um smekk manns fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndum hvaða stjórnmálastefnu maður aðnyllist en bendi bara á að það er þverpólitísk stemmning fyrir skaupinu eins og sést hjá sjálfstæðismanninum Friðjóni, undirrituðum framsóknarmanni og svo Svandísi Svavarsdóttur fulltrúa VG hér í kommentum og Helgu Völu Samfylkingar, að ógleymdum Stefáni Pálssyni

Pétur Gunnarsson, 3.1.2007 kl. 21:45

12 identicon

Til hamingu með litla afastrákinn gamli vinnufélagi.

Kær kveðja,

Hanna Kata

ps. skaupið var frábært :)

Hanna Katrín Friðriksson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband