hux

Okkar menn í Washington

Athyglisverð forsíðufrétt í aðfangadagsmogganum um að íslenska ríkið borgi Plexus Consulting Group í Washington milljón á mánuði til að gæta íslenskra hagsmuna í höfuðborg Bandaríkjanna og hafi greitt þessu fyrirtæki 87 milljónir króna frá árinu 2000. Það er áreiðanlega þetta fyrirtæki sem náði þeim árangri í baráttunni við Washington Post, sem ég lýsti hér. Plexus hefur í sínum röðum íslenskan starfsmann, sem heitir Heiðrún Ýrr Júlíusdóttir.

Lobbýismi er mikill iðnaður í Bandaríkjunum og af því að undanfarin ár hefur mikið hneykslismál skekið þennan iðnað þar í landi fór ég á þorláksmessukvöldi að kanna bakgrunn og sögu þessa fyrirtækis.  Skemmst er frá því að segja að þetta Plexus Consulting virðist með hreinan skjöld í því máli sem tengist Tom DeLay og Jack Abramoff og því fólki, sem einhverjir lesendur kannast kannski við.

En Plexus er heldur greinilega ekki mikill "player" í lobbýismanum vestanhafs, það er á Eye Street í Washington en ekki K Street sem er miðstöð helstu fyrirtækjanna í þessum ævintýralega spillta iðnaði. Sannast sagna virðist þetta fremur vera PR-fyrirtæki en almennilegt amerískt lobbýistafyrirtæki. Það auglýsir að það sé óháð flokkum sem hljómar vel en dregur hins vegar mjög úr líkum á að það nái minnsta árangri í þeirri Washington borg sem repúblíkanar hafa búið til undanfarin 10 ár, en undir þeirra forystu hafa farið fram skipulegar hreinsanir á demókrötum og flokksleysingjum, sem hraktir hafa verið úr þessum bransa og eiga bókstaflega ekki séns að fá viðtöl hjá áhrifamönnum í ríkisstjórn og löggjafarsamkomu Bandaríkjanna þegar hér er komið sögu.  En Plexus hefur sem sagt fengið 87 milljónir úr ríkissjóði og náð þeim árangri að leiðara Washington Post var breytt eftir birtingu en fyrir dreifingu til smærri blaða í Bandaríkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Plexus er í samstarfi við KOM almannatengsl. Plexus er almannatengslafyrirtæki, en rétt er að benda á að almannatengslafyrirtæki sinna oft lobbyista vinnu. Saman hafa KOM og Plexus unnið árum saman að því að berjast fyrir rétti Íslendinga til þess að veiða hvali. Miðað við viðbrögð vestanhafs í haust, er ekki að sjá að árangur að starfinu hafi verið mikill.....

óskráður (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband