hux

Átök um uppsögn sveitarstjóra

Grímsnes- og Grafningshreppur - sveitarfélagið þar sem Byrgið er starfrækt - sagði í gær upp sveitarstjóra sínum. Í fundargerð þess fundar þar sem málið var afgreitt er eftirfarandi bókað um málið:

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir að segja upp ráðningarsamningi Sigfríðar Þorsteinsdóttur sveitarstjóra dagsettum 28. júní. Uppsögnin er frá og með 31. desember 2006. Í samningnum stendur ráðningartímabilið er frá 1. júlí 2006. Einnig stendur í samningnum “Fyrstu sex mánuði ráðningartímans er gagnkvæmur uppsagnarfrestur þrír mánuðir. Einnig er lagt til að oddvita verði falið að ganga frá starfslokum sveitarstjóra enda sé það gert í samræmi við ráðningarsamninginn.

Sveitarstjóri óskar bókað: þar sem mikil sárindi eru í sveitarfélaginu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor tel ég að gæta verði vel að því hvernig stjórnsýslan tekur á málum. Mikilvægt er við þær aðstæður að gæta meðalhófs og að jafnræði ríki við meðferð mála. Þar sem dagskipun K-listans sem myndar meirihluta í hreppsnefnd er að sýna hörku í samskiptum við í búana sé ég mér ekki annað fært en bóka þetta við þessi tímamót.
Varðandi starfslok sveitarstjóra lýsa fulltrúar c lista furðu á að sveitarstjóra skuli vera sagt upp án fundar í sveitarstjórn og án þess að sveitarstjóri hafi fengið áminningu frá sveitarstjórn. Fulltrúar c lista lýsa fullri ábyrgð á hendur meirihluta sem fer með sveitarfélagið eins og einkafyrirtæki tveggja til þriggja einstaklinga. Ekkert gefur tilefni til að svo harkalega sé gengið fram enda meirihlutinn ekki lagt fram rökstuðning í málinu. Gerð er krafa um að starfið verði auglýst.
Að sjálfsögðu verður starfið auglýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Nú eru menn orðnir alveg ringlaðir í máli byrgisins, lygarnar hafa verið þvílíkar. Spurning hvort menn séu ósáttir við að lóðabraskið og það verð sem fékkst fyrir skikana.  Ef satt er, var verðið gjöf en ekki sala miðað við gangverð á lóðum þarna.

TómasHa, 23.12.2006 kl. 09:19

2 identicon

Sigfríður Þorsteinsdóttir var sveitarstjóri á Breiðdalsvík í 4 ár.  E.t.v. var hún full hlédræg í mannlegum samskiptum, en ég held að hún hafi unnið störf sín af elju og samviskusemi. Ekkert hefur komið fram hér annað en að hún hafi sýnt 100 % trúmennsku í starfi, við erfiðar aðstæður, enda sveitarfélagið á hausnum, öfugt við grímsnes- og grafningshrepp. 

K (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband