hux

Stóriðjustopp í 3 ár - er Steingrímur J. að gefa afslátt?

Steingrímur J. Sigfússon var á þriðjudag í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi stóriðjumálin eins og stundum áður. Mér fannst hann vera að gefa afslátt af fyrri yfirlýsingum, eins og hann væri að gera flokkinn sinn samstarfshæfari. Mér finnst hann vera að bakka úr stóriðjustoppi í þriggja ára stóriðjustopp. Ég held að það þýði í raun enga raunhæfa töf á þeim verkefnum sem menn eru nú að segja að séu í spilunum. Dæmið sjálf, hér eru orðaskiptin í þættinum:

En komist þið til áhrifa Steingrímur, ætlið þið að segja stopp á það sem að þegar er verið að undirbúa?

Nei, já, við myndum þá reyna að fresta... fara í viðræður við þá aðila sem eru með slík plön, eru með slík áform um að nú verði ekki meiru hleypt af stað, við getum ekki stöðvað það sem þegar er í gangi, en það verður ekki nýjum framkvæmdum hleypt af stað næstu árin og... heldur verði gert hlé og við endurmetum þessi mál og náum þar með þessu fram sem við viljum að hagkerfið jafni sig, að náttúran fái nú grið um tíma. Við getum þá tekið frá og friðlýst þau háhitasvæði og vatnsföll sem við ætlum ekki... ætlum ekki að hrófla við og... þá ekki kannski í þrjú ár eða svo og þá verðum  við í miklu betri aðstöðu til að taka ákvarðanir um framhaldið. Þá hvar og í hvaða mæli við höldum áfram að beisla orkuna, auðvitað munum við halda áfram að gera það til margvíslegra þarfa, en að setja stopp á þessa blindu, glórulausu stóriðjustefnu sem er að reynast okkur mjög dýr og hættuleg. Það er bara alveg þjóðarnauðsyn. Og það er það eina stopp sem við viljum fyrir nú utan það að vilja kannski stoppa ruglið í ónefndum mönnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Við hverju bjóstu maður? Auðvitað er ekki hægt að standa við þetta. Það vitum við sósíalistar. Ég er alveg hissa á þér sjálfum "spunameistaranum" að hafa ekki bent félögum þínum á að bauna rökum verkalýðssinna og sósíalsita á Steingrím! ... í stað þessara slöppu raka að VG sé "á móti öllu" eða á "móti framförum".

Pétur Tyrfingsson, 9.5.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Það er margt til í þessu,  vinstri flokkarnir hafa sloppið mjög létt frá því að slíta rætur sínar og setjast að á kaffihúsunum. Við höfum kannski ekki náð að svara nógu vel með  orðræðu sem fyllir skarðið, kannski af því að stéttarbaráttuhugsunin hefur ekki verið ríkjandi í framsókn, ég er bara að velta þessu fyrir mér upphátt í tilefni af þessari athugasemd og veit það svosem ekki. en þetta er góð pæling, og held ég verði að kannast við það að þetta tækifæri hefur ekki verið gripið eins og hægt hefði verið. Og þó, það er mikið talað af hálfu minna manna um atvinnuöryggi, hormungar atvinnuleysis og slíkt, það er amk atrenna að þessu, ekki satt? En menn hafa leyft frjálslyndum að busla mikið í þessum polli á þeirra pópúlísku forsendum, eða hvað?

Pétur Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Athyglisverðar pælingar.

Ragnar Bjarnason, 10.5.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

..og þar kemurðu að hinu stóra hneyksli sem hefur ekki vakið upp okkar fólki í framsókn og vinstrihreyfingu. Að gefa popúlistunum tækifæri til að höfða bókstaflega til vinnandi fólks í þessu landi án þess að það verði hjákátlegt. Ég held samt að hér getum við deilt með okkur sorg. Framsóknarflokkurinn er liklega kominn jafnlangt frá hinni gömlu "þjóðhyggju" og samvinnuhugsjón og vinstriflokkarnir frá verkalýðshyggjunni. Þess vegna missa menn fótana beggja megin borðs í þessu þrasi. Er það öllum góðgjörnum mönnum harmur. Eins og ég viti ekki að sannir framsóknarmenn hafi jafnmikla skömm á burgeisum í eigin röðum og eins við vinstrimenn blygðumst okkar fyrir frjálshyggju í sauðagæru sem Einar Már er að tala um í Brefí til Maríu eða hallærislega en nútímalegra "sanna sósíalista" (sem Marx og Engels töluðu um í Kommúnistaávarpinu og áttu við menn á nítjándu öld sem söknuðu rómantískrar friðsældar miðalda). Ég held að þið í framsókn ættuð að lesa aftur grein Jónasar frá 1915 um flokkakerfið og átta ykkur á að hans boðskapur snerist um félagshreyfingar en ekki manípúlasjónir. - Æi, nú er ég að tala eins og Gunnlaugur móðurbróðir minn hefði viljað, sá eðli framsóknarmaður.

Pétur Tyrfingsson, 10.5.2007 kl. 00:47

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jaso. Tek undir með Ragnari. Athylglisverðar pælingar.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2007 kl. 00:59

6 identicon

Gleymdir alveg að feitletra eftirfarandi Pétur... Menn sem kunna að lesa sjá ekkert nýtt í þessu. Þetta hefur alltaf legið fyrir, að stoppa eigi stóriðjustefnuna en ekki endilega beslun orkunnar um alla framtíð. Þetta hét stóriðjustopp, manstu... ekki virkjanastopp enda stórkostlegur munur þar á.

Þá hvar og í hvaða mæli við höldum áfram að beisla orkuna, auðvitað munum við halda áfram að gera það til margvíslegra þarfa, en að setja stopp á þessa blindu, glórulausu stóriðjustefnu sem er að reynast okkur mjög dýr og hættuleg.

Það er því hrapalegur misskilningur að stóriðjustoppið eigi að vara í 3 ár eins og þú virðist skilja af orðum Steingríms.

Þór Steinarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband