hux

Langtímaminni

VG var í dag að kynna frumvarp sem kveður á um að stjórnmálamönnum  verði bannað gera samninga sem fela í sér útgjöld fyrir ríkissjóð síðustu 90 dagana fyrir kosningar. Hefðu þetta verið gildandi lög vorið 1991 hefði Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, ekki getað skrifað undir samning um smíði á nýjum Herjólfi þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar 1991.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Það er eitt að fá sér einn drykk, annað að vera á rúllandi undirskriftafylleríi eins og Siv.

Gaukur Úlfarsson, 9.5.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Gaukur, hafðu húmor og hættu að taka þig og þína svona hátíðlega. Auðvitað var Steingrímur að fylgja gamalli íslenskri pólitískri hefð. En nú vill hann breyta henni... hefð sem hann hefur fylgt. Batnandi manni best og allt það. Þú kannt ekki að debattera við mann eins og nafna minn. Alltaf að byrja á því að játa og svo komum við með það sem við þurfum að segja. Ekki neita staðreyndum eða málefnalegum hliðstæðum.

Pétur Tyrfingsson, 9.5.2007 kl. 23:40

3 identicon

Sæll frændi

Þetta dæmi er ekki vel valið hjá þér. Raunar alveg óskaplega illa valið, eins og ég rek í þessari færslu: http://kaninka.net/stefan/2007/05/10/close-but-no-cigar/

Gengur kannski betur næst... 

Stefán (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 01:01

4 identicon

Ég skynja möntru. Einu sinni var mantran: glundroði (allt til vinstri framsókn stundum talin með), síðar var hún: þeir eru á móti (vg), því næst: þau taka aldrei afstöðu (samfylking) og núna sjáiði bara hvernig þeir stjórnuðu! (kratar og kommar = vg og samfylking). Þetta er náttúrulega hlálegt - það þarf ekki að fara lengra aftur til að meta stjórnarhætti B og D en í gær (hvaða skoðun maður hefur svo sem á þeim háttum) en söguskýringar frá 1973 eða 1989 í möntruformi er leiðinleg kosningabarátta.

Hólshreppur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband