hux

Atvinnumál

Ég hitti Pál Magnússon, nýjan stjórnarformann Landsvirkjunar, í gær og hann sagði mér að hann væri ekkert að hætta sem bæjarritari í Kópavogi eins og flestir virðast telja. Þetta er bara venjuleg stjórnarformennska, mánaðarlegir fundir í stjórninni, og oftar ef þörf krefur, en annars, eins og í öðrum stjórnum, eftirlit með því hvernig stjórnendur fyrirtækisins sinna störfum sínum fyrir eigendur. Þannig hefur þetta alltaf verið í öllum opinberum fyrirtækjum og starfandi stjórnarformenn eru ekki til í fyrirtækjum í eigu ríkisins. Á því er aðeins ein undantekning, Jóhannes Geir hafði gert sjálfan sig að starfandi stjórnarformanni, var með skrifstofu í húsinu og gerði ekkert annað en þetta. Palli tekur þetta hins vegar með öðrum störfum eins og til er ætlast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband