hux

Hvar er Borðaklippir?

Mér finnst fara lítið fyrir borðaklippingum og þessháttar hefðbundnum skemmtiatriðum í þessari kosningabaráttu. Maður á að venjast því að opinberar byggingar hér, vegaspotttar þar, flugbrautir á Vestfjörðum, hafnarmannvirki á Austurlandi og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu séu tekin í notkun í kippum síðustu vikur fyrir kosningar. Hafi slíkt verið að gerast þessa dagana hefur það hins vegar algjörlega farið fram hjá mér. Hvar er 14. jólasveinninn, stjórnmálamaðurinn Borðaklippir, nú þegar baráttan stendur sem hæst? Er hann bara uppi á fjöllum?

Það eina sem sést nú dag eftir dag er hinn ofvirki meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, sem dælir frá sér athöfnum og atburðum, síðast í gær var tilkynnt um lóðaúthlutanir út kjörtímabilið á föstu verði, 1000 íbúðir á ári. Umhverfisáætlun nýkomin fram, framlög til íþróttamála og hvaðeina. Það mætti halda að það væru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð. Ætla mennirnir virkilega að halda svona áfram alveg fram til 2010? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Hann er allavega EKKI hérna fyrir vestan, því get ég lofað!

Vestfirðir, 28.4.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Vestfirðir

Svo virðist sem borði hafi einmitt verið klipptur á Vestfjörðum í dag, en EKG var víst á Bíldudal að opna kalkþörungaverksmiðju.

Hvort hann kalli sig borðaklippir veit ég ekkert um :) 

Vestfirðir, 28.4.2007 kl. 19:57

3 identicon

Ég veit ekki betur en Þorgerður Kartín hafi verið að "klippa" á Orkuháskóla á Akureyri í gær ásamt því að lofa byggingu nýss skólahúss. Í dag voru formlega afhentar byggingar á Egilsstöðum til Þekkingaseturs á Egilsstöðum. Það skal þó tekið fram að þetta er hið besta mál, en flokkast sennilega undir borðaklippingar.

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband