hux

Meira um viðræður

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður er búinn að kommentera á færslu Egils Helgasonar, þar sem Egill greinir frá því að hann hafi heyrt af viðræðum VG og Sjálfstæðsiflokksins um helgina og greinir Magnús Þór frá því að Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, hafi á opinbeurm fundi hjá Frjálslyndum í byrjun mánaðarins sagst hafa öruggar heimildir fyrir viðræðum milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Magnús Þór segir:

Fyrstu helgi nú í mars hélt Frjálslyndi flokkurinn til að mynda málefnaráðstefnu í Reykjavík. Þar var Guðmundur Ólafsson hagfræðingur meðal fyrirlesara.  [...] Hann sagði þar hreint út í erindi sínu og sagðist hafa öruggar heimildir fyrir og lagði þunga áherslu á orð sín; - að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir væru í viðræðum.

Frá þessum fundi og orðum Guðmundar Ólafssonar var greint á vef Frjálslyndra 8. mars í þessari færslu hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Sigurjónsson

Þessi rúmi mánuður sem er fram að kosningum verður í meira lagi áhugaverður. Maður er farinn að heyra út frá sér hjá ýmsum sem aðhyllast VG að hugsanlegt samstarf með íhaldinu eigi eftir að fá þau til að hugsa sig tvisvar um hvar setja eigi X-ið

Valdimar Sigurjónsson, 28.3.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Pétur minn. Ertu að segja að maður fari að trúa þessu! Jú reyndar las Staksteina
um meiriháttar hól um Varaformannns VG, róttækra vinstrisinna! En!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.3.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Þetta er svona, Guðmundur.

Pétur Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 00:43

4 Smámynd: Ibba Sig.

Ég sé ekki betur en að eina leið þeirra sem vilja vinstri stjórn hér á landi sé að kjósa Samfylkinguna. Þá fær hún stjórnarmyndunarumboðið og getur kippt VG uppí með sér. Þá er líka komin stjórn sem er aðeins nær miðju en ef VG hefði forystu.

Ég myndi allavega hugsa mig tvisvar um áður en ég veitti VG atkvæði mitt, því þar sem er reykur þar er eldur. Og sama sagan um viðræður VG og Sjalla úr mörgum áttum auk Staksteina Moggans er nokkuð þéttur reykur í mínum huga.  

Mér hrýs hugur að hugsa til þess að Framsókn fái atkvæði út á svona sögur, sannar eða lognar. Það verður bara til þess að viðhalda núverandi ástandi. 

Ibba Sig., 28.3.2007 kl. 11:42

5 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ibba, ég mundi ekki leggja undir á þann möguleika að stjórnarsamstarfið haldi áfram, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir hendi.

Pétur Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 11:45

6 Smámynd: Ibba Sig.

Well Pétur, sporin hræða!

Ibba Sig., 28.3.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband