hux

Athyglisvert

Samtök herstöðvarandstæðinga (VG ) gengust í gær fyrir kvikmyndasýningu þar sem tekjur af veitingasölu runnu í sjóð fyrir lögfræðikostnaði "anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn." Skyldu hafa safnast háar fjárhæðir?

ps. 17.3. Mér er bent á í kommenti í nafni sanngirni og nákvæmni að þau heita Samtök hernaðarandstæðinga og eru ekki deild í VG þótt mikil skörun sé milli félagaskráa safnaðanna tveggja. Það voru félagar í Anarkistabókasafninu Andspyrnu sem seldu hernaðarandstæðingum matinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er hart í ári hjá öllum sefasýkisöfnuðum og þörf á að safna aurum til handa bágstöddum.

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 14:05

2 identicon

Það er náttúrlega hægt að senda þeim nokkra sauði úr Sjálfstæðisflokknum. Nóg er nú úrvalið og sæi ekki högg á vatni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hvað er að fólki. Er ekki allt í lagi. Væri nær að þetta lið safnaði svo hægt væri að bæta skemmdir á eigum borgara Kaupmannahafnar sem nema víst um 5 milj DKK.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.3.2007 kl. 17:26

4 identicon

Sæll vertu Pétur

Á maður ekki að óska gömlum blaðamanni til hamingju með að ná að skrifa þriggja línu klausu sem inniheldur: dylgjur, staðreyndavillu og rangfærslu?

* Í fyrsta lagi ferðu rangt með nafn samtakanna.

* Í öðru lagi er það fráleitt að staðhæfa án nokkurra raka að SHA sé deild í VG. Það er jafnfráleitt og að staðhæfa að Evrópusamtökin séu deild í Samfylkingunni, þótt vissulega séu félagsmenn þar margir jafnframt Samfylkingarmenn.

* Í þriðja lagi kemur skýrt fram í fréttinni sem þú vísar í að það eru félagar í Anarkistabókasafninu Andspyrnu sem stóðu fyrir matseldinni og fjársöfnuninni. Ýmis félagasamtök hafa fengið inni í Friðarhúsi, ýmist gegn gjaldi eða ekki. Þannig hefur Ísland-Palestína verið með fundi og safnað þar fyrir sínum málsstað - það þýðir ekki að SHA hafi safnað fyrir Palsetínumönnum eða hvað?

Svona staðreyndameðhöndlun er þér ekki samboðin.

Kv,

Stefán Pálsson

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Athugasemd komið á framfæri, Stefán, í meginmáli.

Pétur Gunnarsson, 17.3.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband