hux

Komment á komment

Frá því að ég flutti mitt blogg hingað yfir hafa komið upp í hugann ýmsar spurningar um hvernig eigi að umgangast kommentakerfið hér. Ég ákvað í upphafi að hafa aðgang öllum opinn en einsetti mér um leið að líða ekki einhvern málefna- eða barnalandsbrag á því sem hér færi fram.

Hingað til hef ég reynt að fylgja þeirri stefnu að eyða kommentum, sem fela í sér dylgjur og dólgshátt, og líka öllum kommentum frá óskráðum nafnleysingjum sem gefa upp ógagnsæ netföng, - nema um sé að ræða fólk sem 1. ég veit hverjir eru og 2. heldur sig innan marka. Ég hef aldrei séð eftir því að eyða kommenti, hins vegar hanga hér enn inni nokkur komment sem ég hefði - eftir á að hyggja - átt að eyða strax.

Síðan hef ég tekið eftir því að hér á moggablogginu hafa einhverjir aðilar skráð sig fyrir bloggum sem þeir nota ekki til neins nema til þess að kommentera hjá öðrum bloggunum og hafa sumir þeirra aldrei neitt fram að færa nema skít og dylgjur. Framvegis mun ég án undantekninga eyða kommentum frá þeim og líka hinum sem ekki gefa upp fullt nafn og sæmilega gagnsæ netföng. Eins mun ég blokkera aðra notendur sem fara yfir þá línu sem ég dreg.

Ég geri enga kröfu til þess að þessi lína sé öðrum sýnileg en, sem sagt, ég vil ekki láta kommentakerfi þessa bloggs verða að ruslatunnu fyrir andlegan og tilfinningalegan úrgang. Það geta ekki aðrir en ég borið ábyrgð á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Röggsamlega gert! Það er engin ástæða til þess að sætta sig við dónaskap á blogginu sínu frekar en þegar fólk er að tala við mann. Menn verða að setja sömu línur í samskiptum á Neti sem og annarsstaðar.

Lára Stefánsdóttir, 22.2.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Rétt stefna Pétur. Hef tekið upp sömu stefnu hjá mér. Ef menn eru nafnlausir eru þeir að fela sig. Leyfi ekki svoleiðis aumingjaskap á mínu bloggi. Hafi menn skoðanir verða þeir að standa undir henni með nafni, annað er ólíðandi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Heyr heyr.

Elfur Logadóttir, 22.2.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Janus

Sæll Pétur! Ég skrifa reyndar ekki undir mínu nafni, en er heldur aldrei með dónaskap eins og margir sýna í kommentum. Ég styð þig bara í þessu og svei mér þá ef ég geri þetta bara ekki líka sjálf ef einhver fer að sýna mér dónaskap :)

Gangi þér vel með þetta.

Janus, 22.2.2007 kl. 21:19

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Góð stefna. Menn eiga ekki að geta komist upp með dónaskap og skítkast með nafnleysi í samskiptum hér, frekar en annars staðar.

Ragnar Bjarnason, 22.2.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband