hux

Sturla öryggismálaráðherra

Að óbreyttu virðist stefna í að flugsamgöngur til og frá landinu verði í ólestri frá áramótum. Verið er að stofna félag sem heitir Flugstoðir utan um rekstur flugumferðarstjórnarkerfisins og í stað þess að vera opinberir starfsmenn verða flugumferðarstjórnar starfsmenn þess félags. Meinið er að flugumferðarstjórnarnir vilja ekki vinna hjá þessu félagi af því að þeir telja sig ekki hafa tryggingu fyrir að þeir haldi sömu kjörum og réttindum og þeir gerðu sem opinberir starfsmenn. Það þarf eitthvað að gerast næstu vikuna ef ekki eiga að verða vandræði með flug til og frá landinu.

Svo sé ég á forsíðu Moggans í dag að ekkert má út af bregða í fjarskiptamálum landsins vegna þess í hve ótryggu og lélegu ljósleiðarasambandi landið er við umheiminn. Fyrir okkur menn ársins er þetta náttúrlega mjög slæmt mál en líka fyrir allt þjóðfélagið sem meira og minna er orðið háð ljósleiðarasambandi. Það er helst að hvalveiðiflotinn geti komist af án ljósleiðarans.

Það er mikið í tísku að tala um varnar- og öryggismál þessa dagana og nú er íslensk sendinefnd í Danmörku að leita samstarfs við Dani um varnir landsins. Mér finnst það hið besta mál, en hervarnir eru samt hálfóraunverulegt viðfangsefni í öryggismálum í samanburði við það að halda hér uppi óbrjáluðum flugsamgöngum og ljósleiðarasambandi við umheiminn.

Af þessu tilefni fór ég að rifja upp ráðherraferil samgönguráðherrans, Sturlu Böðvarssonar, í leit að máli sem hefði tekist vel til með undir hans stjórn. Ég verð að segja eins og er að ég er alveg blankur. Hins vegar kemur hvert klúðrið af öðru upp í hugann. Ég veit að það hljóta að vera einhver mál sem vel hafa tekist hjá Sturlu öll þessi ár. Bið um aðstoð frá lesendum í komment. Það má ekki telja með malbikunarframkvæmdir, hafnarbætur og flugvallargerð á Norðvesturlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

2földun Reykjanesbrautar er fín, ég minni menn á að það er ekki hægt að kenna Sturlu um allt sem miður fer í umferðinni og annarstaðar. Ég hefði viljað sjá 2földun stofnbrauta frá höfuðborginni fyrir 20 árum en það hefur aldrei verið pólitískur vilji fyrir því fyrr en almenningur vaknar og segir hingað og ekki lengra og þá vilja allir Lilju hafa kveðið, Ég endurtek .þegar þjóðin fær nóg og rís upp  þá koma stjórnmálamennirnir fram og reyna að eigna sér hlutina, Almenningur í landinu er gífulega öflugt fyrirbæri sem einhver verður að læra á og beisla þann kraft. það er fullt af m´´alum sem þarf að mótmæla.

þú minntist einu sinni á Ýsu,, ég keypti kíló af ýsu áðan á 1100 kall ca  ég held að verðiið á markaðinum sé 120 kall............hættum að kaupa fisk aðrar þjóðir myndu gera það

ehud (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 17:12

2 identicon

Gott að geta orðið að liðið en allar upplýsingar er að finna á www.sam.stjr.is sérstaklega fyrir þá sem eru með upplýsingalæsið á hreinu. Það má einnig hafa samband í síma 545-8200. bkv. Kristrún Birgisdóttir.

KB (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 17:51

3 identicon

Það er nú hart ef aðstoðarmaður ráðherra treystir sér ekki til að nefna eitt mál sem vel hefur tekist til undir stjórn hans. Vísar þess í stað á heimasíðu ráðuneytisins. Eins og það sé heimild um klúður ráðherrans...

Ég má samt ekki hafa hátt. Við bíðum hér milli vonar og ótta um hvort göngin fara í framkvæmd. Meðan við erum enn í startholunum má ekki hafa hátt. Komst heim í dag. Átti leið inn á Ísafjörð sem er um tíu mínútna akstur. Var í óttakasti á heimleiðinni því að nú er hláka og þá fer hlíðin af stað. Síðast þegar rigndi svona eins og í dag fengum við 25 tonna bjarg niður úr fjallinu. Í dag ekur maður því með annað augað á veginum til að koma auga á grjótið sem þar er og hitt uppi í hlíðinni til að verjast grjót og snjóflóði.

Eiginmaðurinn á leiðinni milli Rvíkur og Bvíkur þar sem farsímasambandi er stopult og veðrið eins og það er. Þá situr maður með hjartað í buxunum á milli símtala. Ferðalangar hringja þegar þeir ná í gegn, og vonast að ekkert hendi í sambandsleysinu.

Þarf ég að segja meira..... nema...best að hafa ekki hátt.....

Helga Valan (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 18:45

4 identicon

Vefslóðina www.sam.stjr.is er ágætt að slá inn án www, annars gætu menn lent á auðri villusíðu.  Sem á reyndar ágætlega við.

Svo má auðvitað nota http://www.samgonguraduneyti.is/

Sjálfur gafst ég upp á að nota stjórnarráðsvefina til upplýsinga eftir að hafa ítrekað lent í hvítum lygum - þ.e. erlendum skýrslum hvar hrós var þýtt og birt á vefsíðu, en gagnrýni látin liggja óþýdd í frumheimild.
Kannski það vanti skuggaráðuneyti á Íslandi svo sannleikan megi finna með samanburði upplýsinga?

Baldur McQueen Rafnsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 18:53

5 identicon

ójá... skuggaráðuneyti vantar svo sannarlega. Ekki síst nú þegar ríkisstjórnin hefur tekið mannréttindaskrifstofuna af föstum fjárlögum. Skrifstofan vann sér það til sakar að gagnrýna störf stjórnarinnar, eða réttara sagt segja sannleikann í skýrslu sem henni bar að gefa alþjóðasamfélaginu. Skýrslu um störf ríkisstjórnarinnar og mannréttindamál almennt hér á landi.  Fyrir það var henni kippt út af föstum fjárlögum og má nú árlega sækja um styrki til að halda sér gangandi, og skal því haga sér vel.

helga valan (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 19:15

6 Smámynd: TómasHa

Miðað við 10 fréttir verður þetta ekki vandamál, ráðherra segist vera með ás upp í erminni og nú muni erlendir láglaunaverkamenn flæða inn til landsins.  Það ætti að vera hægt að hýsa þá ódýrt, er ekki nóg af lausum flugskýlum?

TómasHa, 18.12.2006 kl. 22:22

7 identicon

Það verður gaman að sjá þennan ás sem háttvirtur ráðherra er með upp í erminni. Ætli hann sé búinn að hafa hann í felum í þau tvö kjörtímabil sem að hann er búinn að sitja sem ráðherra? Amk. finnst mér ekki hafa verið nægilega mikið gert á þessum tveimur kjörtímabilum hvað varðar málaflokka samgönguráðuneytis, s.s. samgöngu- og fjarskiptamál. Þjóðvegirnir í rúst og ekki nægilegt farsímasamband. Það er frekar ódýr afsökun að kenna auknum landflutningum um ástand vegakerfisins, heldur verða ábyrgðaaðilar að viðurkenna það að þeir sváfu hreinlega á verðinum hvað varðar endurnýjun á samgöngukerfinu. Væntanlega þarf að fara skipta um karla í brúnni bæði í ráðuneytinu og Vegagerðinni. Það er rétt hjá þér Pétur að það eru ekki mörg mál sem að koma upp í hugann þegar maður rifjar upp feril háttvirts ráðherra nema þá helst óheppileg mál samanber Þórarinn V., Skerjafjörð ofl. sem hefði væntanlega þýtt afsögn hjá öðrum þjóðum. Enn á háttvirtur ráðherra eftir að leysa mál Reykjavíkurflugvallar, ekkert er farið að sjást í samgöngumiðstöð, enn er hann að hugsa um 2+1 veg austur í stað 2+2 o.s.frv.

Helga, þú verður að gefa Kristrúnu séns þar sem að hún er einugis búin að vera nokkra daga í starfi aðstoðarmanns ráðherra. Það er þó jákvætt að hún skyldi „commenta“, sýnir að hún er að fylgjast með umræðunni í þjóðfélaginu. Mér finnst það hafa vantað í gegnum tíðina að ráðamenn séu í takt við þjóðfélagið. Kannski það sé að breytast með nýrri hægri hönd Samgönguráðherra.

Agnar Daníelsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 23:12

8 identicon

Það hefði kannski mátt bjóða þér Helga að ferðast um Ísafjarðardjúp fyrir um 8 árum síðan, þá var hvorki malbik né gsm samband megnið af leiðinni frá Hrútafirði í Skutulsfjörð.

Kristrún (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 08:58

9 identicon

Já allt rétt og einu sinni var ekki einu sinni fært landleiðina til Bolungarvíkur heldur fóru menn sjóleiðina, svo heimtum við bara göng??? þvílík frekja.

Helga Valan (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 13:14

10 identicon

eitt skulum við samt átta okkur á það er sú staðreynd að samgöngumál eru vanalega skiptimynt bitlinga og allir flokkar eru sekir um að draga fé í heimabyggðir til að búa til einhverja vegi eða göng sem litlu breyta nema fyrir nokkrar hræður. Menn skyldu ávalt eyða peningum þannig að sem flestir komi til með að njóta góðs af, þannig að meðan það er verið að bora göt á milli allra krummaskuða á landinu deyr fólk í unvörpum hér við borgina þar sem mest þörf er á umbótum á vegakerfinu. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins eru til skammar allir sem einn  KRistján Möller gólaði hátt þegar til stóð að fresta þessu gangarugli og menn þar hótuðu hinu og þessu er kæmi að kosningum. Landsbyggðin sýgur og sýgur, ég er hlynntur góðum vegasamgöngum um allt land en menn verða að byrja á réttum enda

göng til BOlvík hefðu átt að koma á undan Héðinsfjarðargöngum

ekki

ehud (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband