hux

Grasrótin talar

Úr grasrót Framsóknarflokksins:

Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar á Húsavík: Kjósendur hafa talað og skilaboð þeirra eru skýr. Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í ríkistjórn. Til þess hefur hann ekkert umboð.

Ragnar Bjarnason, formaður Framsóknarfélags Reykdæla: Hins vegar er það alveg á hreinu og núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að sitja áfram, einfalt mál. Það var ljóst alveg um leið og fyrstu tölur lágu fyrir í gærkvöldi.

Eygló Harðardóttir, skipaði 4. sæti á B-lista í Suðurkjördæmi: En líkt og Jón sagði þá er það ekki okkar að ákveða hverjir verða næst í stjórn.

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, sem skipaði 3ja sæti í Reykjavík norður: Nú er svo komið fyrir okkur Framsóknarmönnum að við VERÐUM að fara í stjórnarandstöðu og byggja okkur upp.

Gestur Guðjónsson: En fyrir höndum liggur stjórnarandstaða fyrir Framsókn og uppbygging, skemmtileg uppbygging.

Ætli þingmennirnir lesi Moggabloggið? Að lokum þessi frétt á Vísi: Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. Þessi orð lét hann falla í Silfri Egils eftir hádegi í dag. „Þessi meirihluti er mjög veikur og ég tel ekki mjög sennilegt að stjórnin haldi áfram við þessar aðstæður," sagði Bjarni meðal annars. „Ég held að eðlilegast sé að flokkurinn endurmeti sína stöðu." Bjarni sagði Framsóknarflokkinn ekki munu standa í vegi fyrir umræðum um myndun vinstristjórnar. „Ég tel meiri grundvöll fyrir þriggja flokka vinstristjórn heldur en áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel það að mörgu leyti miklu farsælla," sagði nýji þingmaðurinn meðal annars í þættinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju biðst Jón Sigurðsson ekki lausnar fyrir sig og aðra ráðherra Framsóknarflokksins?  Össur minnti á mistök Jóns Baldvins frá 1995 í Silfrinu í dag, en þá hélt JBH að það væri einhver alvara að baki viðræðum Íhaldsins við hann.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Talandi um rót.  Ætla þeir ekki að hanga á hvönninni?

Auðun Gíslason, 13.5.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Ég er nú stundum svo mikill sveimhugi að ég get ekki alveg ákveðið mig, mér finnst þó besti kosturinn fyrir okkur framsóknarmenn annað hvort að vera í stjórnarandstöðu þó áhrifin séu þó lítil sem engin þar eða fara í samstarf við Samfylkingu og Vinstri græna. Hugnast engan vegin áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðið þó svo við höfum vissulega náð mörgum góðum málum fram í því samstarfi.

Bjarnveig Ingvadóttir, 13.5.2007 kl. 17:40

4 identicon

Ég spyr þess sama og Björgvin Valur. Mér finnst Framsókn ekki eiga að sitja undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum ef ekki á að halda áfram í stjórn. Hreinlegra að ganga alla leið and kiss them goodbye!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 17:44

5 identicon

Leiðinlegt að sjá menn skrifa "nýji" en ekki nýi eins og börnin læra í skólanum!

Púki (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband